Heima er bezt - 01.09.1981, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.09.1981, Blaðsíða 6
Faðir Ottós, Jörgen Frank, á skrifstofu sinni á Sauðárkróki. En hver er Ottó A. Michelsen og hverra manna er hann? Ottó er fæddur 10. júní 1920, auðvitað á Sauðárkróki. Hann er einn af tólf barna hópi. Foreldrar hans voru Jörgen Frank Michelsen og Guðrún Pálsdóttir, hann frá Danmörku, en hún frá Draflastöðum í Eyjafirði. Michelsen kom til íslands á vegum Jóhannesar Norðfjörð, sem þá var úrsmiður á Sauðárkróki, en hann fluttist brátt til Reykja- víkur. Michelsen var aftur á móti nær öll sín starfsár á Sauðár- króki og byggði upp margs konar atvinnurekstur, stundaði úrsmíðar og gullsmíði og rak verslun, þar á meðal fyrstu raftækjaverslunina í bænum eftir að Sauðárkrókur var rafvæddur. Hann smíðaði meðal annars nær alla gifting- arhringa, sem settir voru upp í Skagafirði um árabil og segist Ottó eiga margar skemmtilegar minningar frá þvi, þegar ungu mennirnir komu til föður hans og tóku hann á eintal. Þá vissu flestir hvað til stóð. Börn Michelsenhjónanna á Sauðárkróki eru Frank úr- smiður, Georg bakari, Páll garðyrkjumaður. Aðalsteinn starfsmaður Skrifstofuvéla, en hann rak áður bílaverkstæði í Hveragerði, næstur í röðinni er Ottó og þar á eftir Krist- inn, sem vinnur hjá Skrifstofuvélum, og yngstur bræðranna er Aage, sem rekur verktakafyrirtæki og verkstæði í Hveragerði. Tvær systur á Ottó á lífi, önnur er Hulda, sem er ljósmyndari, hin er Pála, en hún er iðnverkakona. Þrjár systur eru látnar: Karen, sem var elst systkinanna, Elsa, sem var næstyngst systkinanna og Kristín, sem var í miðj- um barnahópnum. Áður en lengra er haldið bið ég Ottó að segja lesendum Heima er bezt nánar frá föður sínum Jörgen Frank Michelsen: „Faðir minn var fyrst og fremst úrsmiður. Hann var á margan hátt sérstæður maður. Þótt hann væri af erlendu bergi brotinn og Dani í húð og hár hafði hann mikinn áhuga á íslenskum málefnum og ekki síst íslensku at- vinnulífi. Meðal annars gerði hann ýmsar tilraunir, sem ekki hafði verið brotið upp á í Skagafirði á þeim árum. Til dæmis hafði hann svín og endur og töluverðan annan bú- skap, sem létti undir í lífsbaráttunni. Þá var faðir minn brautryðjandi varðandi geymslu á kartöflum og einn af aðalhvatamönnum að koma upp kartöflugeymslu á Sauð- árkróki. Raunar var það mitt síðasta verk áður en ég fór utan til náms 1938 að tyrfa þak kartöflugeymslunnar á Sauðárkróki í sjálfboðavinnu. Á henni er sama torfið enn í dag. Þá vil ég nefna, að faðir minn gerði svolitlar tilraunir á sviði kornræktar til skepnufóðurs og ég held að óhætt sé að segja, að þær hafi gefist mjög vel. Áhugamál hans voru fjölbreytileg og hann var svo sannarlega lifandi í athafna- Iífinu.“ — Kom faðir þinn ekki eitthvað nálægt útgerð? 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.