Heima er bezt - 01.09.1981, Blaðsíða 15
Frá sjómennskudögum Sigurðar kynni og að
vera þessi staka:
Forlaganna fjörðurinn
frekt sig náir yggla:
óláns fyrir annesin
ekki er hægt að sigla.* *
3._________________
Eftir að Sigurður reisti bú í Garðshorni. riðu
yfir harðæriskaflar, sumir með ógegnd. í
einum þeirra, 1881-82, sneri Sigurður máli
sínu til guðs almáttugs og bað hann að létta
hörkunum. Bak við yfirlætislaust bænarákalls
hins fátæka manns má skynja sárar þrengingar
hans, þegar bæði land og sjór eru í heljargreipum
hjarns og ísa:
Lífsins orða lindin djúp.
linaðu forðann kinda,
klæddu storð úr hríðarhjúp,
hastaðu’ á norðanvinda.
Guð. af þýðum gæzkumátt
gleddu lýði á jörðu,
sendu blíðu úrsuðurátt.
sjóinn þíðan gjörðu.
Þó eru það hvorki sjóferðavísur né bænarvers
sem haldið hafa uppi hagyrðingsnafni Sigurðar í
Garðshorni, heldur ómýkri vísur hans: háðglós-
ur og stækir áfellisdómar um menn. Hann þótti
„rammaukinn kjaftur, skammyrtur, en þó alltaf
með hófi, aldrei með svakahætti“ mælti Kol-
beinn Kristinsson frá Skriðulandi í samtali við
höfund þessa stutta þáttar. En menn skyldu hafa
hugfast, að á Sigurðar dögum var enn landssiður
að fjandskapast í vísum. Nú er það aflagt að
mestu og blöðunum trúað fyrir ádeilum, oft litlu
vægari hrakyrðavísum áður.
Síðustu ár sín baunaði Sigurður í Garðshorni
óþvegnum vísum sér í lagi á tvo menn: Evert
Evertsson í Nöf við Hofsós og Björn Schram á
Stafni í Deildardal. síðar Hofi. Þeir voru báðir
* í Hafrœnu. bls. 285. er vísa þessi eignuð Signrði. en einnig
nnin sagt. a(5 hún sé eftir Magnús Siguréisson frá HeiAi í
Gönguskörðum. — Til skilnings á fjórðu hendingunni er vert
ad niuna. aö luegt nierkir fiar ekki kleift. eins og nú er títt.
heklur atnhelt. />uif‘ilet;i: þaö er: ekki er auöveld sigling fvrir
óláns-annesin.
hagorðir, þó einkanlega Björn, og stóð hann
Evert langtum framar í vísnagerð.
Sigurður sendi Evert mjörg skeyti, misfimlega
eins og gengur í orrahríð. Eitt þeirra fékk Evert í
brag um Hofsóskaupstað, en hann starfaði þar
meðfram sem utanbúðarmaður, eftir að hann
settist að í Nöf; hafði áður verið á ýmsum stöð-
um í Húnavatnssýslu og Skagafirði og jafnan
með lítið milli handa. Evert var maður heldur í
Iægra lagi á vöxt, en léttur í svifum, snaggara-
legur. Sigurður kvað:
Þar sést Evert þjóta um ranna,
þrátt sem grefur æti sér,
setur nef í sakir manna,
síðan slef og róg út ber.
Eftirfarandi vísu fékk Sigurður aftur á móti frá
Evert, og ?r þó sumra mál, að Björn Schram, sem
var níðskældinn í meira lagi, hafi búið hana til í
orðastað hans:
Sífellt angur segginn sker,
sultar- stanga -flogin,
Garðshornslangur af því er
oft á gangi boginn.
Sigurður galt fyrir sig þannig:
Líkt og refur lágfættur
lömb í grefur tennur,
margoft Evert móleitur
matarþef á rennur.
Tvær af kveðjum Sigurðar til Björns Schram
hljóða svo:
Þá heltröð flytur heimi fjær
hrekkja- skitið -goðið.
allir vita, að fjandinn fær
feitan bita í soðið.
Skrámur þver og skilningsber
skoltinn gerir hrista.
Ef að meri míga sér,
manninn fer að þyrsta.
Ekki er vitað um svör Björns, sem sjálfsagt
voru vel úti látin. Og lýkur hér að tína upp fá-
einar af tækifærisvísum Sigurðar í Garðshorni.
Heimildarmcnn aö vísum. adSrir en Sigurrtur Helgason. eru Jónas
Jónasson frá Hofdölum. Stefán Vagnsson og Kolheinn Kristinsson.
l 'm annaó er farió eftir Jaróa- og búendatali og Skagf. æviskrám III
(þætti Siguróar) og IV (þætti F.verts F.vertssonar).
Heima er bezt 287