Heima er bezt - 01.09.1981, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.09.1981, Blaðsíða 26
> Garðar og botn Eiríksfjarðar. X-ið er nálœgt því sem höf datt. þá ekki var hægt að stökkva úr land- vökinni. Loftið var hálfhráslagalegt, þó að sólin skini í heiði. Hver andblær utan af ísnum gekk í gegnum merg og bein, en þegar komið var gegnum ís- inn og inn í kyrran fjörðinn var eins og komið væri til sólarlanda. Við gengum í land á nokkrum stöðum, bæði til að taka á móti kortagerðarmönnum, sem komið höfðu yfir fjöllin, og skoða okkur um. Hefði ég þó viljað koma víðar. Eitt sinn. er við sátum þar efst í fjörunni, ef fjöru skyldi kalla og snæddum nesti okkar heyrðist í tóu, skammt undan. Meira þurfti ekki til, að Grænlend- ingarnir þrír, Kaj, Hans Jakob og Lassi spruttu upp eins og stálfjöður. hver með sína byssu, — en byssur höfðu þeir alltaf með — og þutu eins og kólfi væri skotið upp í hlíðina. Tvö eða þrjú skot kváðu við, og að vörmu spori komu þeir aftur glaðir í bragði með tófuskrokkinn eins og sigurtákn til að sýna okkur hinum. sem sátum og drukkum kaffi og mauluðum nesti okkar, sem við vafalaust hefðum gert. þó að tugir af tófum hefði verið á ferðinni. Sá ég þarna hve veiði- mennskan er rík í eðli Grænlendinga. en enginn þessara þriggja. er veiði- maður að atvinnu. Seinna kynntist ég skotfimi þeirra og skotgleði. Við fengum náttstað í lítilli byggð all langt inni í Agdluitsoq firðinum þar sem heitir Qagdlimiut. Þar er stór ferðamannaskáli. en hann var fullur af ferðafólki, en okkur var léð autt hús, þar sem heimafólk var í ferðalagi. Reyndum við þar sem oftar greiða- semi og gestrisni Grænlendinga. All drjúgur spölur var frá lendingunni að húsinu og var býsna erfitt að koma öllum farangrinum þangað. En heimamenn komu okkur til hjálpar. Ætlun okkar var að fara lengra inn í fjörðinn að morgni. en það brást því miður. Nokkru áður en við komum í nátt- stað bilaði vélin í báti Hans Jakobs. og tafði það för okkar. svo að nær dimmt var orðið. þegar við höfðum búið um okkur. Fóru þeir Kaj og Hans Jakob með hann þegar um kvöldið til þorps. er Sletten heitir á dönsku en Ang- magsivik á grænlensku. þ.e. staðurinn sem loðnunni er ausið upp. Hugðust þeir að koma aftur tímanlega að morgni. í Qagdlimiut eru nokkur býli og búa á þeim um 30 manns. Inn af byggðinni er langur dalur. og er vatn eftir honum endilöngum að kalla. Milli vatnsins og sjávar er alllangur spölur, með lágum klappaholtum og raunverulega er það klappahryggur. sem skilur þar á milli. Er dalurinn sýnilega sorfinn af ísaldarjöklinum, en klapparhryggurinn staðið óhreyfður í mynni hans. Úr vatninu fellur allvatnsmikil og straumhörð á meðfram byggðinni, eru þar í henni fossar og flúðir. Neðan þeirra er áin full af silungi, sem ekki kemst lengra upp. Einn bóndinn kom til okkar um morguninn og bauð okkur silung í matinn, sem við þáðum með þökkum. Hann brá sér með eitthvert stangar- prik niður að ánni og kom að vörmu spori með nokkra fallega. feita sil- unga, sem nægðu okkur í matinn þann dag og næsta morgun. Við skiptum liði. Nokkrir kortagerðar- mennirnir fóru í langferðir upp um fjöllin. Ólafur Gíslason fór út með hlíðinni. en ég hafði nóg að gera að fara um láglendið inn að vatninu og um neðanverða hlíðina. Þar skiptust á ávalar klappabungur og mýrasund með tjörnum og pollum. en utan í hæðum drottnaði krækilyngið. Lítils- háttar birki- og víðikjarr var þarna. Kaj hafði nú samband við okkur gegnum talstöð á einu býlinu. og bjóst hann við að koma nokkru upp úr há- degi. En honum seinkaði. en þetta olli því. að ég mátti ekki fara langt burt. Hefði mig þó fýst að fara lengra inn með vatninu. Annað mein gerði vél- arbilunin okkur. Ætlunin hafði verið að f;ya lengra inn eftir firðinum og að stað. sem heitir Vandfaldet. er þar mikill foss og er þar mikil gróska í kring enda í beinu framhaldi af Vatnahverfi. Urðu mér það von- brigði. Fram að þessu hafði veður verið hið fegursta, en þegar um morguninn þyngdi í lofti. og er kom fram á dag- inn gekk á með smáskúrum. en ekki svo að truflaði okkur að störfum. Dagurinn leið. og komið var kveld. þegar Kaj kom. en vélin var enn óviðgerð úti í Angmagsivik. Urðum við því að gista í Qagdlimiut. Var búist við stvkki í vélina frá Qaqortoq að rnorgni. Við fóruni snemma á fæt- ur á laugardagsmorgun. Strákarnir fóru gangandi yfir fjöllin og skvldu fara til Einarsfjarðar. og vera sóttir þangað. en við Ólafur fórum í bátnum með Kaj með allan farangurinn. Framhald. 298 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.