Heima er bezt - 01.04.1983, Side 2

Heima er bezt - 01.04.1983, Side 2
Fyrir nokkru gat að líta í blaði tvær skýringarmyndir, er sýndu hlutföll helstu gróðurlenda á íslandi, eins og þau eru nú og ætla má, að þau hafi verið við landnám íslands fyrir 1100 árum, og hefi ég leyft mér að taka þær hér upp, en sannast sagna eru þær uggvænlegar. Landbreyting á íslandi í 1100 ár Vötn Gróðurlaust land Við landnám Vötn 1.500 km. Árið 1974 Það sem mesta athygli vekur eru annars vegar útbreiðsla skóglendis og kjarrs og hins vegar stærð hins gróðurlausa lands: mela, urða og sanda. Skóglendi og kjarr hefir minnkað úr25.000km2í l.250km2, en gróðurlausa landið, auðnin, aukist úr 18.000 km2 í 58.000 km2, og er Tvær myndir þannig meira en helmingur alls flat- armáls landsins. Þetta er i rauninni myndin af því, hvernig þjóðin hefir búið að landinu í 11 aldir. Segja má þó til málsbóta, að ræktað land er nú 1.500 km2, sem er harla lítil sára- bót. Nú kann einhver að segja sem svo, að ekki sé unnt að gera sér grein þess, hvernig gróðri var háttað í upphafi íslands byggðar, og því sé ekkert að marka, það sem sagt er um það efni, en fjarri fer þvi að svo sé. Einkum má fara nærri um víðáttu skóglendis, þar koma til ritaðar heimildir, örnefni, landslag, og kjarrleifar sem enn finn- ast víða á hinum ystu útkjálkum, og í lítt kleifum klettum í skóglausum góð- sveitum og upp til fjalla í allt að 600 m. hæð yfir sjó. Slíkir vaxtarstaðir eru ekki tilviljun, heldur ótvíræð vitni um það, sem var og gæti verið. Tölurnar, sem nefndar voru eru fullgild sönnun þess, að rányrkja hefir verið stunduð í 11 aldir, en fyrst nú á þessari öld hafa menn tekið að veita því athygli og trúa því, hvert stefnir og um leið gert nokkrar ráðstafanir til að tálma öfug- þróun liðinna alda, þótt enn sé langt í langt að nægilega sé unnið. Myndin af nútíma gróðurlendun- um er óvefengjanleg. Hún er unnin eftir allnákvæmum gróðurmælingum og kortum, sem unnið hefir verið að nú um rösklega aldarfjórðungs skeið, og er langt komið um land allt. Ég sagði, að myndirnar sýndu sambúð þjóðar og lands. Landsmenn hafa spillt gróðrinum með skógar- höggi og ofbeit, og rutt með því braut eyðingaröflum náttúrunnar. Vér getum afsakað forfeður vora, þó að þeir yrðu djarftækir um of til gæða landsins. Þeir vissu ekki betur en þeir gerðu. Þeir þekktu ekki nátt- úrufar landsins, og hugðu að náttúru- gæði þess væru óþrjótandi, og þegar þeir sáu hvað gerðist, er jarðvegur og gróður fauk og flaut undan fótum þeirra, hugðu þeir þar vera ófrávíkj- anlegt lögmál náttúrunnar, sem ekki yrði á móti spyrnt. Því verður ekki neitað, að vér búum við kalt og á- fellasamt veðurfar, jarðvegur landsins er laus og léttur og þarfnast sterk- byggðrar gróðurbreiðu til að standast átök vinda og veðra, en enginn gróður veitir meiri mótspyrnu gegn eyðing- aröflunum en kjarr og skógur, bæði með rótum sínum og því að draga úr afli vindanna og veita viðkvæmum gróðri betri vaxtarskilyrði en fást á bersvæðinu. Og það hefir komið í ljós, að sá viðkvæmi skógsvarðargróður er hinn nytsamasti gróður til vaxtar bú- peningi, en um leið er hann öðrum gróðri þolminni, ef hann er sviftur skjóli skógarins. Fátt sýnir betur áhrif byggðarinnar á skóginn en Eyjafjarðarhérað. Eng- inn vafi getur á því hvílt, að þar hefir allt héraðið verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru á landnámsöld, nema flæðimýrarnar meðfram ánum. Hvergi hefir örlað á steini, en nú hefir Eyjafjörður öldum saman verið eitt skógsnauðasta hérað landsins, en fá munu þó þau klettagil, að þar finnist ekki birkihríslur. Ekki getur óblíðri veðráttu verið um að kenna, því að óvíða hefir nýrækt trjáa og skóga gef- ist betur en við Eyjafjörð. En þar var snemma þéttbýlt og margt stórbýla, og þurfti því mikils við um skógvið til eldsneytis og húsagerðar, en mikill fjöldi búfénaðar á tiltölulega þröngu landi tálmaði því, að skógur yxi að nýju, en að ekki kom til stórkostlegs uppblásturs er því að þakka, að hér- aðið liggur á blágrýtissvæði, og jarð- vegur í hófi þykkur. Er því ólíkt um að litast um Eyjafjörð og í móbergshér- öðum landsins allt norðan frá Þing- eyjarsýslum suðvestur á Reykjanes. Skýrustu dæmin um það, hversu beit og ágangur búfjár hefir tálmað Framhald á bls. 141 110 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.