Heima er bezt - 01.04.1983, Síða 8
kíkja á landafræðina hjá Sigurði Þórarinssyni í Háskóla
Islands og tók tvö stig að gamni mínu. Þetta lífgaði mig við
og ég dreif mig til Stokkhólms til náms í jarðfræði haustið
1958. Þá var ekki farið að kenna jarðfræði við Háskóla
íslands. Það var ekki fyrr en 10 árum seinna. Það þurfti
dálítið átak til að rífa sig upp úr örygginu og halda út í
óvissuna á ný, en ég sé aldrei eftir að ég gerði það.
— Voru margar konur aö lcera jarðfrœöi í Stokkhólmi um
leið og þú?
— Já, og það var kannske þess vegna sem mér fannst svo
gott að koma til Svíþjóðar.' Þegar ég fór héðan voru margir
að furða sig á þessu uppátæki, og það mátti halda að ég
væri eitthvað viðundur, en svo komst ég að því að um
helmingur allra nemenda í jarðfræðideildinni í Stokk-
hólmsháskóla voru konur. Þar var ástandið ekki ólíkt því
sem það er hér núna. Margar þessara kvenna höfðu drifið
sig í „öldungadeild“ og síðan í háskóla þegar um hægðist
heima og bömin voru vaxin úr grasi.
í Stokkhólmi kynntist ég Pálma Lárussyni, sem var þar
við nám í verkfræði. Við giftum okkur svo 1960.
— Hafa konur sótt í jarðfrœði síðari ár?
— Já, það má segja að þær hafi flykkst í jarðfræðina og
aðrar greinar náttúrufræða. Það höfðar til margra kvenna.
Þetta er líka auðveldara eftir að námstækifærum í nátt-
úrufræðum fjölgaði í Háskólanum hér.
— Það hefur vakið athygli í nýlegum rannsóknum á
menntunarmálum kvenna, að ennþá hœttir um helmingur
þeirra námi eftir grunnskóla og eru því enn eftirbátar karla í
þessum efnum. Gœti þetta verið hinn raunverulegi upphafs-
punktur jafnréttisbaráttu kvenna?
— Ég held að hún byrji raunverulega miklu fyrr, í
frumbernsku og sé fólgin í uppeldinu, innrætingu og
áhrifum frá umhverfinu. Það er oft búið að marka konum
,,/ Stokkhólmi kynntist ég Pálma Lárussyni, sem var þar við
nám í verkfrœði": Elsa og Pálmi á Stokkhólmsárunum
(1962).
bás í lok skyldunáms og þær fá litlu um það ráðið, jafnvel
ekki enn þann dag í dag. Það verð ég vör við.
— Eiga konur með menntun erfiðara með að „komast
áfram“ en karlar með hliðstœða menntun eða reynslu?
— Eg verð að segja út frá minni reynslu, að meðan ég
var við nám varð ég ekki vör við misrétti milli kynja í
náminu sjálfu, en þegar ég kom á vinnumarkaðinn varð ég
þess áskynja að það er ansi mikill aðstöðumunur konum í
óhag og ræður ef til vill mestu um það staða þeirra innan
fjölskyldunnar. Ég býst þó við því að ef ég væri bæði dugleg
og metnaðargjörn hefði ég náð meiri frama í starfi, en það
hefði bitnað á börnunum mínum og fjölskyldunni. Það
hefur líka verið þannig, að minnsta kosti alveg fram undir
þetta að körlum þykir ákaflega sárt að tapa fyrir konum
þegar þau keppa á jafnréttisgrundvelli. Ég held að þeim
finnist það auðmýking af versta tagi. Ég hef reynt að forð-
ast að koma körlum í slíka aðstöðu, því að ég er fremur
kjarklítil. Við búum í samkeppnis- og happdrættisþjóðfé-
lagi, sem getur verið ansi strembið stundum, því að mörgu
merkilegu er hafnað, sem ekki þjónar stundarhagsmunum
keppenda og vinningshafa.
— Hvert hefur svo verið starfþitt sem jarðfrœðingur?
— Ég byrjaði sem sumarmaður hjá Raforkumálaskrif-
stofunni meðan ég var í námi og vann við undirbúnings-
rannsóknir vegna Búrfellsvirkjunar sumurin 1961 og 1962.
Þegar ég kom heim 1963 fékk ég vinnu hálfan daginn hjá
Raforkumálaskrifstofunni og í framhaldi af því á Orku-
stofnun. Ég vann við rannsóknir á borkjörnum og einnig á
botnefni Hvítár og þveráa hennar. Störf mín hafa þó fyrst
og fremst verið tengd virkjanarannsóknum og þá einkum á
Þjórsár-Tungnársvæðinu, ég hef haft umsjón með borun-
um og öðrum rannsóknum og einnig unnið við jarðfræði-
kortlagningu. Þetta er útivinna að sumrinu en vetumir fara
í úrvinnslu og skýrslugerð. Ég var lengi vel í hlutastarfi, en
frá 1978 hef ég unnið fullan vinnudag og vel það, vegna
þess að á sumrin vinnur maður myrkranna á milli.
Ég á tvö börn, Vilmund sem er fæddur 1965 og Guðrúnu
Láru, sem er fædd 1967. Mér fannst erfitt að vinna úti með
börnunum og mætti þar talsverðum andbyr. Margir, bæði
konur og karlar, fundu að því að ég skyldi vinna úti þótt ég
ætti góða fyrirvinnu og þyrfti þess ekki af fjárhagsástæðum.
Mér var það hins vegar mikið sáluhjálparatriði að vera í
Vilmundur, Pálmi og Guðrún Lára í Feneyjum.
mlr%
116 Heimaerbezt