Heima er bezt - 01.04.1983, Síða 13
MINNINGAR ÚR SUÐUR-ÞINGEYJARSÝSLU
Heimilislíf og hugðarefni
_________og sitthvað fleira_____
JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR FRÁ SÖRLASTÖÐUM
■ft
Sörlastaðir í Fnjóskadal um 1927. Jónatan Davíðsson, Brúnagerði í Fnjóskadal, tók myndina. Hann keypti sér fyrstur manna
myndavél á þessum slóðum og notaði hana óspart, okkur nútímafólki til góðra nota.
Þáttur þessi var upphaflega saminn
sem hluti mun viðameiri þáttar í 11.
bindi bókaflokksins „Aldnir hafa
orðið“, sem kom út fyrir síðustu jól.
Þáttur sá reyndist í heild of rúm-
frekur fyrir þann ramma, sem honum
var skorinn í nefndri bók og varð að
fella eitthvað úr honum. Varð það ofan
á, að þessum kafla var kastað burt. En
að sjálfsögðu var það illt fyrir bygg-
ingu þáttarins í heild og rýrir að mínu
mati all verulega gildi hans, þar sem i
kaflanum er sitthvað sem nauðsynlegt
var að kæmi fram, til nánari skýringar
og undirstrikunar á mörgu því sem í
þættinum er birt, og hefði ennfremur
orðið viss fylling.
Ákvað ég því að kaflinn skyldi á
„þrykk“ og fékk með góðu móti rúm
fyrir hann í Heima er bezt, því víðlesna
og vinsæla riti. Fannst mér það besta
úrlausnin þar sem svo féll, sem frá er
skýrt.
Jórunn Ólafsdóttir.
-Bærinn á Sörlastöðum —sá sem ég
man fyrst og lengst var, sem flestir
bæir á þeim tíma, gjörður úr torfi,
grjóti og timbri. Hann var stór og líkt
sem gerð hans hefði verið miðuð við
mannmargt heimili og gjarnan tví-
býli. í framhúsi (langhúsi) voru, auk
bæjardyra, þrjár stofur, tvær all stórar
og góðar, var önnur gestastofa, nefnd
í daglegu tali „Bláastofa“, því að hún
var blámáluð í hólf og gólf, en hin
ómáluð og kölluð „Hvíta stofa“. Þar
sváfu gestir tíðum og ýmsir sem
dvöldu um skamman tíma. Þriðja
stofan var lítil og eigi máluð, en samt
þokkalegt herbergi —kölluð „komp-
an“. Hana hafði húsmennskufólk til
umráða — jafnan. Allar voru stofur
þessar óupphitaðar, og því æði svalt
þar í kuldatíð á vetrum. Yfir stofun-
um voru tvö mjög rúmgóð geymslu-
loft og var gengið í þau um stiga úr
gangi, sem skildi að framhús og inn-
bæ. Fráskilin aðalbyggingu (fram-
húsi) syðst á hlaði, stóð skemma,
ágætt geymsluhús með all miklu rými.
í innbænum voru tvö rúmgóð eldhús,
hlið við hlið, stórt búr, tvískipt og
göng, allrúm, úr hverjum gengið var í
eldhús, búr og baðstofu, sem var innst
bæjarhúsa. Hún var stór og skiptist í
„frambaðstofu" og „hjónahús“. Raðir
rúma voru undir hliðum og tvö við
suðurstafn, öll negld föst utan eitt,
það sem var beint á móti baðstofu-
dyrum. Gluggar voru litlir, aðeins
fjögurra rúða og gluggakistur djúpar.
Var birta því ekki sem best varð á
kosið. Skarsúð var í baðstofunni úr
þykkum völdum viði eins og þiljurnar
og gólfið.
Frambaðstofan var ómáluð, en
hvítskúruð og hreinleg jafnan.
Hjónahúsið var málað í blágrænum
ht. Hurð var brún með sérkennilega
fallegum húnum á handfangi. Fjós
var undir palli baðstofunnar og þaðan
fékkst ylurinn. Til hliðar við fjósið var
stórt hlóðaeldhús og út frá því torf-
Heima erbezt 121