Heima er bezt - 01.04.1983, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.1983, Blaðsíða 14
hýsi, ýmist nefnt „ranghali“ eða „lækjarhús“. Það síðara var réttnefni, því að bæjarlækurinn hafði verið leiddur þangað inn og féll úr þröngu ræsi í fallegri bunu niður í hellulagða þró og kvað sitt þekka háttbundna lag, sem var manni svo samgróið, að hrokkið var við ef það þagnaði, sem að visu kom sjaldan fyrir. Veggir húsa, hlaðnir úr torfi og grjóti voru margir meistaralega vel gjörðir, hreinasta listasmíð. Standa sumir enn — óhagganlegir, þ.e.a.s. veggir útihúsa, en þau voru mörg og dreifð um allt tún. Torfþök voru á öllum húsum, sem hripláku í miklum rigningum og var það næsta hvimleitt, því að fyrir utan leiðindin olli slíkt ósjaldan skemmdum. Lekinn í bæn- um líður mér seint úr minni, svo ömurlegt var að búa við hann. Iðu- lega varð að vaka nótt eftir nótt til að verja matvæli og muni — að ekki færi allt á flot. Oft varð að ausa úr bæjar- Jónína Gísladóttir. dyrum, göngum og skemmu, slíkur var vatnsaginn. Þar kom að bætt var úr þessu að nokkru með því að koma tjörupappa fyrir í þaki á framhúsi. Var þá varinn hluti bæjarins, þótt flóðgáttir himins stæðu opnar. I bæ þeim, sem hér hefir lýst verið, þróaðist mannlíf það, sem nú skal gjörð grein fyrir að nokkru — svo og ýmsu því tengdu. Móðurforeldra mína, Ólaf Guð- mundsson og Guðnýju Jónsdóttur sá ég aldrei. Þau voru bæði látin áður en ég leit ljós þessa heims. En þegar ég vitkaðist fannst mér ég þekkja þau allvel af orðspori og lýsingu. Það var svo oft talað um þau heima — og Sörlastaði á þeirra dögum. Svo voru til myndir af þeim, sem ég skoðaði oft og gaumgæfilega. Foreldrar föður míns, Páll Jónsson og Kristjana Guðlaugsdóttir höfðu endað sinn búskap á Efri-Vind- heimum á Þelamörk. Þaðan komu þau til foreldra minna, þegar þeim var orðið um megn að hafa sjálfstætt heimilishald. Afi minn lést árið 1922, þegar ég var aðeins tveggja ára og fékk ég tæpast nokkra mynd né minningu honum viðkomandi inn í vitund mína. Um ömmu gegndi öðru máli. Ég var orðin stálpaður krakki þegar hún andaðist, vorið 1931. Er mér það minnisstætt, því að þá fann ég í fyrsta sinn nánd dauðans. Ég Elísabet Bjarnadóttir. gleymi ekki hljóðleikanum í baðstof- unni þegar þetta var skeð. Og í fleiri daga á eftir gekk ég eins og ósjálfrátt afar hægt um. Amma hafði legið rúmföst í allmörg ár sökum ellihrum- leika, en hún hélt sjón, heyrn og sönsum fram í andlátið og fylgdist lengi furðu vel með, ef henni var sagt frá því sem gekk og gjörðist frammi í bæ, eða úti við. Líka fékk hún notið þess þegar lesið var upphátt eða leikið á hljóðfæri og sungið. Hún var ekki þjáð, en máttfarin og þurfti mikla umönnun. Hún varð aldrei mjög náin mér. Ég stöðvaðist sjaldan hjá henni og þýddist hana ekki sérstaklega vel, þótt hún vildi vera mér góð. Samt fann ég fyrir verulegum tómleika, fyrst eftir að rúmið hennar varð autt. Auk ömmu, pabba og mömmu og okkar systkinanna voru í heimilinu á Sörlastöðum Elísabet Bjarnadóttir og Jónína Gísladóttir, vinnukonur hjá foreldrum mínum áratugum saman. Enn fremur, fyrst er ég man til mín — hjónin Friðþjófur Guðlaugsson og Sigríður Sigurðardóttir með son sinn Guðlaug og systir Sigriðar, Sigurbjörg Sigurðardóttir með dóttur sína, Mar- gréti. Sigurbjörg var starfandi hjá foreldrum mínum, hið dyggasta hjú. Þá átti og heima á Sörlastöðum Hjalti bróðir mömmu. En hann var tíma og tíma annarsstaðar og sjaldan fastráð- inn til starfa. Vorið 1924 varð sú breyting að Friðþjófur og Sigríður fluttu með son sinn að Bakka, næsta bæ, þar sem sú Guðrún Ólafsdóttir, Sörlastöðum. jörð losnaði þá úr ábúð. Með þeim fóru og þær mæðgur, Sigurbjörg og Margrét. Við brottför þessa ágæta fólks varð mikil eyða í Sörlastaða- heimili. En þel manna hélst óbreytt, þótt eigi væri lengur eitt og sama þak yfir höfðum. Og maður kom í manns stað. Strax þetta sama vor fluttu í Sörlastaði hjónin Finnur Jónatansson frá Reykjum og Jónasína Pálsdóttir systir föður míns. Létu þau sér nægja húsmennskukjör. Slíkt var altítt á þeim tíma og þótti sumum allgott, en öðrum magurt. Sjálfsagt hafa kjörin 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.