Heima er bezt - 01.04.1983, Side 15
líka verið afar misjöfn, sem þetta fólk
bjó við, bæði að því er varðaði hús-
næði og nytjar af landi.
Á þessum árum kom í Sörlastaði
systursonur föður míns, Sigtryggur
Friðriksson frá Vindheimum á Þela-
mörk, og gjörðist þar heimilismaður
um hríð, og vann bæði þar og víðar.
Skepnur sínar hafði hann að sjálf-
sögðu á Sörlastöðum. Átti hann
fallegan fjárstofn og léttan hest, sem
hann annaðist um af mikilli alúð.
Sigtryggur var efnismaður og varð
foreldrum mínum mjög kær og hand-
genginn og mikill vinur okkar syst-
kinanna. Hann varð síðar bóndi í
Sellandi í Fnjóskadal, en fórst, þegar
hann var á besta aldri í snjóflóði. Þá
fór harmur um hugi. Þetta átti sér stað
haustið 1934. Vorið eftir flutti ekkja
Sigtryggs, Sigurbjörg Benediktsdóttir
frá Breiðabóli, ásamt fjórum ungum
börnum þeirra til átthaga sinna á
Svalbarðsströnd.
ííér hefir verið talið það fólk, sem
heimilisfast var á Sörlastöðum svo
langt, sem ég man. Sumt dvaldi aðeins
skamma hríð, en annað í áraraðir.
Kaupafólk var oft tíma og tíma,
verkamenn við margskonar störf og
fólk, sem var einstætt eða heilsubilað,
dvaldi um stundarsakir, var því alloft
mannmargt löngum. Gestkvæmt var
og mjög á þeim tíma sem hér frá grein-
ir. Eðlilega skóp þetta eril, umsvif
ýmisleg og ríka önn, sem mæddi einna
mest á móður minni og stúlkum
hennar, einkum þeim Jónínu og
Elísabetu, áðurnefndum, sem tekið
höfðu órofa tryggð við heimilið, unnu
því eins og þær ættu það og væru
okkur systkinunum sem mæður.
Veitti slíkt ómælda blessun. Móðir
mín var stjórnsöm húsmóðir og leið
ekki leti, vanrækslu eða lélega unnm
verk — þurfti og sjaldan við slíkt að
búa. Hún var mjög snyrtileg í öllum
störfum, hreinlát og reglusöm með
afbrigðum. Á verði skyldunnar vakti
hún af þeirri trúfesti, að henni fannst
sem hún mætti helst aldrei af heimilis-
arninum líta. Þar skyldi eldurinn
ekki fölskvast, því að öllum sem við
hann bjuggu varð að vera hlýtt. Móðir
mín fór sjaldan af bæ nema til kirkju
sinnar og stöku sinnum í kaupstað, til
Akureyrar. Að vísu skrapp hún til
næstu bæja, en tæplega án erindis.
Það var bjargföst sannfæring hennar
að heima væri best.
Ein af lífsreglum móður minnar var
að fara hægt i sakirnar með að stofna
til vináttu, gætti hún þar varfærni og
íhygli. En þegar hún á annað borð
sýndi velþóknun og gaf trúnað sinn
urðu til þær tryggðataugar sem
tengdu æfilangt. f stóru skapi hennar,
sem henni tókst allajafna að stilla,
vottaði ekki fyrir brigð.
Félagsmálaáhugi föður mins var
mikill og framlag hans til sveitar-
félagsins í þá veru var vel þegið.
Gegndi hann áratugum saman fjöl-
þættum trúnaðarstörfum. Tíunda ég
þau ekki, en vil fullyrða að þau voru
honum ánægjuauki, viss lífsfylling —
og á ýmsan máta ávinningur. Hann
eignaðist traust þeirra sem hann vann
með og vann fyrir og var, að mér er
óhætt að segja: mjög vinsæll maður.
Félagsmálastörfin gáfu föður mínum
tækifæri til að fara út á meðal fólks,
mæla það málum og blanda við það
geði. Hann naut viðræðna og var
maður gleðinnar á mannamótum og
hvar sem hann kom gestur. En oft
mun hann líka hafa átt sínar áhyggju-
og andvökustundir vegna félagsmála-
stappsins. Vissi ég þess dæmi að það
gekk nærri honum. Eðlilega útheimti
það ferðalög og fjarvistir, svo um
munaði og tók einnig drjúgan skerf af
tíma hans heima, hvað oft kom að
marki niður á heimilinu. Húsfreyj-
unni var ekki heldur alltaf hlýtt í þeli
til starfa húsbóndans á opinberum
vettvangi. í því efni var aldrei um að
ræða fulla sátt.
r-
A meðal þeirra mörgu sem að garði
bar á Sörlastöðum, voru ýmsir sem
mótuðust skýrt í minni — karlar og
konur, sem með framkomu sinni og
hæfileikum skópu góðar og ógleym-
anlega skemmtilegar stundir með
heimamönnum. Auk sveitunga var
hér um að ræða Eyfirðinga, en þó al-
veg sérstaklega Bárðdælinga, sem
voru tíðir gestir, að heita mátti allan
ársins hring, einkum þeir, sem bjuggu
vestan Skjálfandafljóts. Stóð það eigi
ósjaldan í sambandi við fjárleitir og
fleira búskap varðandi. En líka lá um
Vallnafjall og Vaðlaheiði leið þeirra
þá farið var til Akureyrar og vestur-
sveita eða komið þaðan. Þótt fjall-
garður skildi, voru þetta grannar
okkar og urðu heimilisvinir — margir
hverjir. Yfirleitt var vinum að mæta
hvar sem var og gott eitt að gjalda
þeim, sem voru með á vegi. Alltítt var
að langferðamenn gistu dalabæinn.
Voru ýmsir þeirra skemmtilegir í við-
ræðu, fræddu og glöddu og fluttu með
sér ferskan blæ þess lífs, sem þróaðist
í fjarlægð. Þegar svo að kynni urðu af
útvarpinu bar aðeins til, að þar komu
fram einhverjir þessara manna, og var
það eins og hlý snerting við liðnar
ánægjustundir.
2^.rið 1931, — ári síðar en Ríkisút-
varpið tók til starfa, var keypt viðtæki
á næsta bæ við Sörlastaði, Snæ-
bjarnarstaði. Þar bjó móðurbróðir
Heimaerbezt 123