Heima er bezt - 01.04.1983, Blaðsíða 16
minn, Jón Ólafsson, ásamt konu sinni,
Guðrúnu Árnadóttur og einkasyni,
Ólafi Þorsteini. Með því barst and-
blær heimsmenningarinnar til hins
fábrotna umhverfis. Um leið og tæk-
inu hafði verið komið fyrir sem þurfti,
svo að það gæti starfað, var kallað á
okkur heima að koma í heimsókn og
hlusta á útvarpið. Munum við víst
ekki hafa látið segja okkur það tvisv-
ar. En ekki man ég nú lengur hversu
við vorum mörg, sem fórum í þessa
fyrstu för til útvarpshlustunar. En
eftirvænting var rík hjá okkur, a.m.k.
var hún slík hjá mér, að ég man ekki
eftir henni öllu meiri í annan tíma.
Strax og komið var í Snæbjarnar-
staði flýtti ég mér sem mest ég mátti
inn í baðstofu til að sjá þetta töfra-
tæki, sem gat flutt talað orð og tóna
vítt og breitt úr órafjarlægð. En þetta
var svo sem ekkert stórkostlegt að sjá
— lítill, brúnn kassi með fáeinum
tökkum, og annar ofan á, gjörólíkur
að lögun. Svo var hreyfður takki á
tækinu, ljós kviknaði og um leið
heyrðist lágt suð, og litlu síðar
mannsrödd, hver mælti orð, sem
heyrðust mjög skýrt, eins og sá sem
talaði væri staddur i stofunni hjá
manni. Litlu síðar skipti um — tóna-
regn streymdi yfir, unaðslega fagurt.
En sú dýrð. Þegar ég lít yfir mína
liðnu daga, er ég ekki í vafa um, að
þótt margt sem fyrir bar á vori æfinn-
ar hefði rík áhrif, þá var það að heyra í
útvarpi í fyrsta sinn, mín mesta upp-
lifun.
Þær urðu margar ferðirnar, sem við
á Sörlastöðum fórum til okkar góðu
granna á Snæbjarnarstöðum til að
hlýða á tal og tóna sem öldur ljósvak-
ans báru. Ýmislegt af því loðir enn í
minni. Þetta var svo stórt og nýstárlegt
að athyglisgáfunni var óspart beitt og
minnið skerpt. Ýmsir fleiri en við á
Sörlastöðum komu í Snæbjarnarstaði
til að fá að njóta útvarpsins. Stundum
voru það þó nokkuð margir sem röð-
uðu sér í kring um viðtækið í baðstof-
unni á þeim stað og drukku í sig það,
sem barst í gegnum það og veitt fékk
snertingu við umheiminn. Öllum var
tekið tveim höndum af húsráðendum,
og við eggjuð á að koma sem oftast.
Voru veitingar í té látnar af rausn og
ekkert til sparað að þetta gæti orðið
sem ánægjulegast. Skapaðist í kring-
um þetta viss stemming, sem ég á um
hinar bestu minningar eins og annað
varðandi hið mæta heimili á Snæ-
bjarnarstöðum, sem var tengt mínu
heimili ættar- og tryggðaböndum.
að var svo í kring um 1940 sem
útvarp kom á mitt heimili. Páll bróðir
minn hafði farið í kaupstað eitt sinn
sem oftar, og þegar hann kom heim
hafði hann meðferðis ókennilegan
kassa allþungan, sem hann fór varlega
með. Hann kom og með mann með
sér, sem ekki var von á sem gesti.
Skýrðist skjótt að gestkoma sú stóð í
sambandi við það, sem kassinn hafði
að geyma. Að kvöldi þessa dags
ómaði „Útvarp Reykjavík“ í stofunni
heima og fögnuði þeim, sem þessi tvö
orð vöktu ætla ég ekki að lýsa. Ótaldar
voru ánægjustundirnar sem útvarpið
veitti. Og spurning vaknaði — þessi:
„Hvernig var hægt áður að una lífinu
án þessa“?
Útvarpið var dýrleg gjöf til þjóðar-
innar, ekki síst þess hluta hennar, sem
bjó við einangrun, langræði og erfiðar
samgöngur. Eg efast um, þegar starf-
semi útvarpsins er mæld og metin eftir
þá liðlega hálfu öld, sem hún hefir
varað, að þetta sé nægilega yfirvegað,
og a.m.k. ekki þakkað sem skyldi af
öllum þorra fólks.
Síðan Sjónvarpið tók til starfa, að
ekki sé minnst á Vídeó-vitfirring-
una, hefir útvarpið þokað mjög í
skuggann og það jafnvel verið nær
einskis metið af sumum og sett út í
horn. Er slíkt illa farið og síst til
fremdar, ein af mörgum sönnunum
þess að of oft gleymist það sem vel er
gjört. Fyrir enga muni vildi ég vera án
útvarps, því að á það hlusta ég alla
jafna mjög mikið, og tel það sannan
heimilisvin. En sjónvarpið get ég látið
lönd og leið tímum saman, mér að
meinalausu, þótt sitthvað gott megi að
sjálfsögðu um þann fjölmiðil segja.
F aðir minn keypti talsvert magn
blaða og tímarita, raunar um efni
fram, en þannig opnaðist honum
gluggi út að umheiminum og þess
varð hann að fá notið. Hann las þetta
með ríkri athygli og nokkuð sterkri
gagnrýni og myndaði sér sínar föstu
skoðanir sem ógjarnan högguðust.
Samt átti hann til að bera víðsýni og
visst umburðarlyndi og var oftar en
hitt í takt við æðaslátt líðandi stundar.
Hann fylgdist alla tíð, en ekki síst eftir
að útvarpið kom til sögunnar, mæta
vel með þjóðmálum og ræddi þau
seint og snemma við gest og gangandi.
Stjórnmálastefna hans var fastmótuð.
Hann fylgdi Framsóknarflokknum —
án hiks eða efa.
Bókasafn átti faðir minn nokkurt,
en þó mun minna, en hann hefði ósk-
að sér. En efni brast til að kaupa
bækur, nema í litlum mæli. Lestrar-
félag var starfandi í dalnum og voru
bækurnar látnar ganga á milli bæja
eftir vissum reglum. Þetta notaði hann
sér út í æsar og las áreiðanlega hverja
bók sem barst þannig, ef ekki upphátt
fyrir fólk sitt, þá fyrir sjálfan sig. Hann
var örfljótur að lesa og eftir því þol-
inn. Mun hann oft eftir hinn erfiðasta
vinnudag, hafa lesið mestalla nóttina,
ef um gott efni var að ræða, sem tók
hugann fanginn. Hann hafði oft
miklar skriftir í sambandi við félags-
málastörf sín og vann aðallega við
þær á kvöldin. Samt reyndi hann að
finna stundir til að lesa upphátt,
bækur, blöð og tímarit. Oft las hann
heilu kvöldin, en skrifaði svo gjarnan
á nóttunni.
Faðir minn las listavel að dómi
allra, sem heyrðu. Hafði hann þrótt-
mikla rödd og gott lestrarlag, og bar
svo skýrt fram að ekkert orð tapaðist.
Þegar hann hætti lestri í það og það
skiptið, ræddi hann löngum um
lestrarefnið á eftir við heyrendur sína,
inntak þess, mál og stfl. Dró hann
fram það, sem fagurt var og bætandi,
að hans mati, en líka misfellurnar,
málgalla o.fl. og kom af stað umræð-
um um þetta, sem oft teygðist úr, en
sem voru skemmtilegar og gátu verið
mjög gagnlegar og þroskandi og
fengu því til leiðar komið að verkið,
sem um var rætt festist mun skýrar í
minni en ella hefði orðið. Lflca skóp
þetta ígrundun, áhuga á að vega og
meta og leikni í að verja og sækja í
málflutningi — veitti auk þess víð-
sýni. Var þetta því útaf fyrir sig góður
skóli. Eru mér margar slíkar stundir í
baðstofunni heima ógleymanlegar.
Þegar svo að kvöldvakan endaði með
orgelspili, söng og lestri hugvekju og
bænar, var einsætt að gott myndi að
hverfa á vit hvfldar og drauma.
F aðir minn las húslestur á hverju
kvöldi á föstunni og sungið var úr
Passíusálmunum, lflca var lesið hvern
helgan dag yfir veturinn, ef unnt var.
Á sumrin var sjaldan lesið, nema þá
við sérstök tækifæri. Frá því að fyrst
ég man, var ætíð lesið úr ræðusafni
prófessors Haralds Níelssonar „Árin
og eilífðin. “ Hin bjarta og heita trú
hans, frjálshyggja og víðsýni, auðug
andagift og snilldartök á máli hrifu
bæði föður minn og móður og barst til
124 Heimaerbezt