Heima er bezt - 01.09.1983, Side 2

Heima er bezt - 01.09.1983, Side 2
Nú að undanförnu hafa óvenjulegar og að ýmsu leyti uggvænlegar fréttir birst í fjölmiðlum, og umræða nokkur verið um þær. Minnist ég ekki að slíkar fregnir hafi áður verið fjöl- miðlafæða. En þessar fréttir eru fjár- þröng skóla víðsvegar á landinu á öll- um skólastigum að kalla. Svo mikil vandræði hafa skapast, að í sumum skólum er lokað fyrir rafmagn, hita og síma, en á öðrum stöðum hefir verið haft við orð, að loka verði skólum á komandi vetri sakir þess að rekstrar- kostnaður sé að sliga skólahéraðið, og enn hefir heyrst að skólar dragi sig áfram frá degi til dags fyrir góðvild og langlundargeð lánardrottna. Sjálfur háskólinn hefir uppi ráðagerðir um að takmarka aðgang að deildum sínum sakir skorts á húsnæði og fjárveiting- um. Vandræðin eru hin sömu allt neðan frá grunnskólum og upp í háskólann, bæði í þeim skólum, sem ríkið stendur eitt straum af og hinum, sem reknir eru í félagi af ríki og sveitarfélögum eftir tilteknum hlutföllum kostnaðar. Frá mörgum hinna félagsreknu skóla heyrist, að vandræðin stafi af því, að ríkið standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart sveitarfélögunum, en fjármálastjórnin svarar að svo sé ekki, heldur sé fé það sem fjárlög heimila uppurið. Sveitarfélögin verði því að bjarga sér það sem eftir er þangað til ný fjárlög verða sett. En svo virðist sem ekki sé síður tómahljóð í kössum sveitarfélaganna en ríkisins sjálfs. Meðal annars, sem sveitarfélögunum er svarað, er að eyðsla þeirra sé meiri en fjárhagsáætlun skólanna leyfi, og alls staðar kveður við sama tón, að það sé verðbólgan, sem öllu meininu veldur. Engin fjárhagsáætlun, sem gerð er heilt ár fram í tímann fái staðist í því verðbólguflóði, sem á oss skellur. Heyrst hefir að ríkisstjórnin hafi gefið skólunum bendingu um, með hve mikilli verðbólgu ætti að Að sníða stakk eftir vexti reikna, þegar áætlanirnar voru gerð- ar, og hún hafi síðan reynst drjúgum meiri, og er naumast að efa, að þetta sé rétt. Og er þá sök ráðamanna nokkur, ef áætlanir hafa ekki staðist í framkvæmd, og beri ríkissjóði því siðferðileg skylda, að greiða sinn hluta af hallanum. En það er ekki nóg að tala um skyldur, og hver eigi að borga brúsann. Allt sem vér heyrum um fjárhagsstöðu ríkis og sveitarfé- laga ber að sama brunni, að allir sjóðir séu tæmdir. Og ekki verði lengur fleyst áfram á lánum. Þau séu þegar meiri og skuldabaggi hins opinbera stærri en góðu hófi gegnir, og þjóðinni sé hættulaust. Vér verðum að leita dýpra til or- sakanna, þar nægir ekki að kenna verðbólgunni um allt, sem aflaga fer, þótt þáttur hennar sé stór. Ég hefi ekki heyrt nokkurn minnast á hvort ekki væri full ástæða til að kanna, hvort skólakerfið sé ekki orðið of stórt, það sé orðinn þjóðinni þyngri baggi en svo að hún fái risið undir. Og ég játa fús- lega, að ég óttast að svo sé. Þetta lætur vissulega illa í eyrum þeirra, sem allt- af kalla á meiri menntun, fleiri og dýrari skóla, umfangsmeiri stjórnun o.s.frv. Enginn neitar því að góð menntun er mikils virði, en spurning- in er ekki um menntunina sem slíka, heldur hverra þátta hennar sé mest þörf, og hvemig góðum árangri verði náð án þess tilkostnaður flæði yfir alla bakka. Á s.l. áratug má kalla að gjörbreyt- ing væri gerð á öllu skólakerfi lands- ins, og verður ístuttu máli sagt, að það var allt gert umfangsmeira og um leið dýrara. Farið var mjög að erlendum fyrirmyndum, og sumar þeirra gleyptar óreyndar og hálfhráar. Skólakerfið varð allt að einskonar til- raunastofu. Vitanlega var þetta af góðum hug gert í þeim tilgangi bæði að bæta skólamenntun landsmanna og greiða sem flestum leið í skólana, og er það virðingarvert. En vér hljót- um að spyrja, hefir árangurinn orðið samsvarandi því, sem til kerfisins hefir verið kostað? Ýmsar raddir hafa heyrst um að árangurinn hafi orðið misjafn, en ekki skal á það lagður dómur hér. En hitt er víst, að kostn- aður við skólakerfið hefir orðið gífur- legur, miklu meiri en menn létu sér til hugar koma í upphafi, ef þá nokkur hefir hugsað svo langt að spyrja um, hvað allt þetta mundi kosta. Grunar mig fastlega að þarna sé að leita megin orsakarinnar til fjárhagsvand- ræðanna sem nú dynja yfir með full- um þunga, þegar efnahag þjóðarinnar hefir hnignað. Mikið hefir verið reist af skólahús- um. Mörg þeirra virðast vera gerð meira til að þjóna listhneigð arkitekt- anna en brýnni þörf skólanna, og víst er að stofnkostnaður þeirra er þungur baggi á þjóðinni. Hin óþarflega dýru hús gera reksturinn dýrari en ella, og eiga sinn þátt í rekstrarerfiðleikunum. Þá hefir bæði skólaskylda og lengd skólatímans á hverju ári verið aukin svo um munar. Víst er að það eykur mjög rekstrarkostnað og er að margra dómi til lítilla þarfa, a.m.k. ístrjálbýli sveitanna, þar sem ekki þarf að bjarga krökkunum frá götunni. Þá hefir stjórnunarkerfi skólanna þanist út með alls konar lögbundnum störfum, skrifstofuhaldi og skrif- finnsku. Hefir það blásið út með hverju ári að kalla eftir lögmáli Park- insons, og vandséð hvar endar. Hlaðið hefir verið á skólana æðri sem lægri alls konar embættum sálfræðinga, fé- lagsfræðinga, deildarstjóra og ham- ingjan má vita hvað. En hvað hefir komið í staðinn? Hið nýja fyrirkomulag skólanna með annakerfi og öllu, sem því heyrir til, er sýnu kostnaðarsamara en gamla kerfið, en vandséð hvort það hefir Framhald á bls. 306 270 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.