Heima er bezt - 01.09.1983, Side 6

Heima er bezt - 01.09.1983, Side 6
Myndin er tekin norðarlega í Lambafjöllum austan Reykjahverfis og sér vestur yfir sveitir að Kinnarfjöllum og Köldukinn, á Skjálfanda og Víknafjöll. / forgrunni er nýja háspennulínan frá Laxárvirkjun að Kópaskeri, mikið mannvirki, enn í lagningu. A milli stauranna í tvístæðunni sést Arteigur í miklum fjarska. Jón Sigurgeirsson er fæddur 1921 og uppal- inn á Granastöðum, Kinn, S-Þingeyjarsýslu, og býr þar enn. Að vísu heitir húsið hans Árteigur og er eitt 5 íbúðar- húsa sem síðan hafa risið á landareigninni. Hin nefnast Granastaðir I og II, Ártún og Fitjar. Eins og fram kemur hér á eftir hefur hugvitið nefnilega breytt venjulegu miðl- ungsbýli í stórkostlega hlunnindajörð, sem ber margar fjölskyldur og ótal möguleika í skauti sér. Jón er hægur og virðulegur í fasi, yfirvegar orð sín og gætir nákvæmni í hvívetna. Hann segist ekki ganga alveg heill til skógar, en frá honum stafar æðruleysi snillingsins og festa þess manns, sem getur litið yfir farinn veg með nokkru stolti. Hann er gagnmenntaður í þeirri stærðfræði sem þarf til skipulagningar, hönnunar og smíða á túrbínum og öðru því sem þarf til að beisla fallorku vatnsins í hlíðunum. Slík fræði hefur hann numið nánast upp á eigin spýtur í heimahúsum. Þjóðin hefur ekki borið þungan kostnað af menntuninni sem stendur á bak við um 40 virkjanir, ráð- gjöf og aðstoð. Jón Sigurgeirsson var tvo vetur í Lauga- skóla. Búið. Að vísu fékk hann einkunnina 10 í smíðum, en framhaldsnámið hefur hann síðan stundað í skóla lífsins. Hann er enn að leiðbeina mönnum í þessum hagnýtu efn- um og vart hafa margir langskólagengnir menntamenn ávaxtað betur sitt nám en sveinninn ungi sem útskrifaðist úr Laugaskóla 1944. En hvaðan er þessi áhugi og verklagni? Páll föðurfaðir Jóns var söðlasmiður og járnsmiður, og Sigurgeir faðir hans hagur og vandvirkur smiður, svo mikið er víst. Móðir Jóns, Kristín, var frá Geirbjarnarstöðum í Köldukinn. Ættingjar hennar sem fluttu vestur um haf fundu þar upp korn- skurðarvél sem þeir urðu frægir af. Og ömmubróðir Jóns í móðurætt smíðaði fiðlur. Þessi dæmi gætu sýnt, að um- hverfis Jón hafa straumar framfara, iðni og vandvirkni legið. Á æskuárum Jóns Sigurgeirssonar var heyjað á frum- stæðan hátt miðað við nútímann, með hestasláttuvél, en engjar slegnar með orfi og ljá. Flutt var heim á kerru. Sími kom til Granastaða 1939. En Jón hafði áhuga á allri tækni frá því hann man fyrst eftir sér. 7 ára skoðaði hann mikið Smíðadeildin á Laugum 1943-1944. Aftari röS frá vinstri: Níels Kröyer frá Raufarhöfn, skipasmiður á Akureyri; Þorlákur Jónasson, Vogum, Mývatns- sveit; Reynir Tómasson frá Syðri-Nes- löndum, Mývatnssveit, nú bóndi í Eyvík, Grímsnesi; Þórhallur Björns- son, Ljósavatni, smíðakennari, kenndi á Laugum í áratugi; Ingimar Jónsson frá Torfastöðum, Jökulsárhlíð, bóndi Skriðufelli; Lárus Jóhannesson, bóndi á Hallgilsstöðum á Langanesi; Snœ- björn Kristjánsson, smiður, Laugum. Fremri röS frá vinstri: Jón Sigurgeirs- son, Granastöðum, síðar Arteigi; Krist- ján Jósepsson, bóndi, Stafni, Reykja- dal; Hermann Þórhallsson, Vogum, Mývatnssveit, dó ungur; Þorbergur Þórarinsson, Eyrum við Seyðisfjörð. 274 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.