Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 7
Þar kom þó, að Rafmagnsveitur ríkisins reyndu að stuðla að því að bændur hættu við einkastöðvarnar. furðuverk, 4U-M) kw vatnsaflsrafstöð við Búðará á Húsavík. Sá hún þorpinu fyrir rafmagni. Jón var þarna á ferð með móður sinni, sem lét það eftir syninum að fá forvitninni svalað. En ekki voru allir jafn skilningsríkir á það hvert stefndi hjá hugvitsmanninum unga. Hann hafði heyrt um Bjarna Runólfsson frá Hólmi í Landbroti, sem var helsti frum- herjinn í sögu heimarafstöðvanna og smíðaði a.m.k. 120 túrbínur á árunum 1927-1937. Og hann breytti víða lækjum í rafmagn til ljósa, „það eru mörg rafljós í slóðinni hans“, eins og Jón kemst sjálfur að orði. Þetta hafði þau áhrif á Jón Sigurgeirsson, að á aldrinum 10-12 ára útbjó hann að gamni sínu spjaldahjól, leiddi lækjarbunu gegnum tréstokk og lét strauminn snúa þessu undirfallshjóli sér til ununar. Ekki þótti þetta tíðindum sæta, og flestir létu sér fátt um finnast, þegar Jón bisaði við það að láta lækinn á sama hátt snúa strokknum fyrir sig. Einhverjum hefur fundist þetta smáskrítið og skemmtilegt, en jafnvel þegar Jón tengdi vatnshjól með reim við sagarblað og hafði til þess kvörn við húsvegginn, þá vakti það enga verulega athygli. En ástríðan var vöknuð. Ásamt bræðrum sínum og fleirum hófst Jón handa í hlíðinni og fjallinu ofan við bæinn um að grafa rásir og veita lækjum saman til að auka bæjarlækinn. Og þegar Jón er 24 ára fer að muna um hugvit hans svo eftir er tekið: 1945 er íbúðarhús byggt á staðnum. Þá var algengt að hræra steypu í fótstignum tunnum eða láta hesta erfiða við hræruna. Jón Sigurgeirs- son greip hins vegar til sinna ráða: Hann tók bæjarlækinn í þjónustu sína, þótt hann væri 100 metra frá húsbygging- unni. Með traustum útbúnaði og kaðalreim lét hann væt- una í brekkunum taka af þeim ómakið. Þarna voru kost- irnir við verktæknina loks augljósir hverjum manni. 4 árum áður hafði Jón smíðað sér plötuspilara, vafði spólurnar, segulmagnaði stálið í kjarnanum, hleypti straum á þetta og spilaði síðan gegnum útvarp. Hann hafði líka fiktað eitt og annað við hátalara, heyrnartæki og síma. Það var greinilegt, að bæði smátt og stórt lék í höndum hans. I fyrstu smíðaði hann úr tré, og upp úr 1940 hafði hann unnið við ýmsa trésmíðavinnu, fina og grófa, smíðað hurðir, glugga, eldhúsinnréttingar og þess háttar. Það var svo ekki fyrr en um 1960, er Jón hætti venjulegum búskap, að hann„fór yfir í járnaruslið“, eins og hann segir. Á árum áður hafði hann þó stundað skeifnasmíði og lært að um- gangast eld og málm. Ekki var að furða þótt slíkum völundi væri falið að setja upp margar litlar ljósavélar í nærsveitum. En fyrsta raunverulega jámsmíði Jóns Sigurgeirssonar var þó heimarafstöðin sem hann kom upp 1950 ásamt hinum heimilismönnunum. Þá framleiddi hann túrbínuna og vatnsrör þau sem til þurfti. Hann hafði tileinkað sér hugarfar virkjunarmannsins við að setja upp nokkrar 12 volta ljósastöðvar í Kinn, Aðaldal og Reykjadal áður. Ágúst Halblaub hafði síðan athugað aðstöðuna til virkj- unar á Granastöðum 1949. Það voru 8 bæir í nyrsta hluta sveitarinnar, Útkinninni, sem ekki fengu samveiturafmagn á sínum tíma, heldur voru smíðaðar 4 heimarafstöðvar í hlíðinni. Jón smíðaði vélarnar í þær allar nema eina. Og þar með var framtíðin ráðin. 1949 höfðu líka þau tímamót orðið í lífi Jóns að hann giftist Hildi Eiðsdóttur, nágranna sínum frá Þóroddsstað. Þau höfðu þekkst frá unglingsárum og verið einn vetur samtíða á Laugaskóla. jÓn Sigurgeirsson hefur einkum fengið til- sögn hjá tveim mönnum í sambandi við rafmagn og virkj- anir. Þeir eru Þorgeir Jakobsson frá Brúum í Aðaldæla- hreppi, sem útvegaði honum bækur, og svo Guðmundur Kinnungar í Laugaskóla 1943-1944. Aftari röS frá vinstri: Sigurður Jóns- son, ,,Þingeyingur“, Ystafelli; Jón Sig- urgeirsson, Granastöðum, nú í Árteigi; Jón Jónsson frú Holtakoti, nú í Grund- argili, Reykjadal; Þorkell Skúlason frá Hólsgerði, nú í Reykjavík. Fremri röS frá vinstri: Helgi Marteins- son, Hálsi; Sigurður Marteinsson, Ysta- felli; Hildur Eiðsdóttir, Þóroddstað, varð síðar eiginkona Jóns; Sœmundur Helgason, Gvendarstöðum, nú á Galta- lœk, Skilamannahr. Borg.; Hreinn Þór- hallsson, Ljósavatni. Heima er bezt 275

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.