Heima er bezt - 01.09.1983, Page 9
Á síðustu 10 árum hafa viðhorf gerbreyst í þessum efnum.
Raforkuverð til almenningsnota hefur stórhækkað, fyrri eigendur
sveitarafstöðva sjá sáran eftir að hafa ekki haldið þeim við og
þeir sem enn keyra slíkar stöðvar spara stórfé.
við aukum vatnsstraum, sem gat hnikað 20 g kúlu úr stað,
um helming, getur hann þá hreyft kúlu sem er 64 sinnum
þyngri?1
„Já, því að formúlan segir okkur, að ef straumhraðinn er
tvöfaldaður, þá vex krafturinn í 26, eða tveimur í sjötta
veldi sem kallað er.“
Þe
6f*dV TV16YITI hafd eðlislægt vald yfir og til-
finningu fyrir þessari „tæknilegu" heilastarfsemi, þá er
unnt að hrifsa mátt úr sakleysislegum brekkum og láta orku
spretta fram, nánast úr jakkaerminni eins og sjónhverf-
ingamaðurinn. „En ég hefði viljað læra meira og fá betri
undirstöðu,“ segir Jón.
Árið 1959 hófu Jón og Hildur kona hans að byggja
íbúðarhúsið í Árteigi, sem þau fluttu í 1961. Og 1964 reis
þar skammt norðan við verkstæðishús upp á 230 m2. Þar
hófst svo framleiðsla á súgþurrkunarblásurum og gnýblás-
urum, sem líka voru kallaðar heybyssur. Slík tæki fram-
leiddi Jón í tugatali, en smíðaði líka mykjusnigla,
áburðardreifara og flaghefil, svo eitthvað sé nefnt.
Þekktastur er Jón Sigurgeirsson í Árteigi hins vegar fyrir
túrbínusmíð sína og afskipti af heimarafstöðvum um land
allt. „í upphafi var þetta dútl“, segir hann. 1950 setti hann
upp fyrstu rafstöðina heima hjá sér. Nú getur hann horft til
baka yfir sögu um 40 virkjana, þar sem hann hefur komið
við sögu á einn eða annan hátt. Hann hefur í rauninni
framkvæmt það ótrúlega afrek að virkja á annað megavatt
af raforku fyrir landa sína. Hann segir brosandi og ætlar
því líka að vera til skemmtunar: „Það er svipað og raf-
magnsframleiðsla Kröfluvirkjunar hefur verið annað slag-
ið“.
Virkjanir Jóns eru á svæðinu frá Fáskrúðsfirði að austan,
til Nesjavalla í Grafningi að vestan. Þær eru í Þingeyjar-
sýslum, Eyjafirði og á Vestfjörðum. Og sú virkjun sem hæst
stendur yfir sjó á fslandi, við Skíðaskólann í Kerlingar-
fjöllum, er verk Jóns. Stærsta rafstöð á íslandi með inn-
lendri vél er að Húsafelli í Borgarfirði, 160 kW að stærð.
Höfundurinn var að sjálfsögðu Jón Sigurgeirsson.
Jón smíðar ekki aðeins túrbínur, eða hjól, í virkjanir
sínar, heldur allar vatnsvélamar og vatnspípur, en ekki sist
gangráða. Gangráðar eru í fyrsta lagi notaðir til að halda
jöfnum gangi á hraða stöðvanna, í öðru lagi til þess að stilla
vatnið eða skammta það í réttu magni inn á vélina, og svo
eru líka til gangráðar sem stjórna spennunni, þeir nefnast
líka spennustillar. Gangráður þarf helst að vera í hverri
vatnsaflsrafstöð. Jón Sigurgeirsson mun vera eini íslend-
ingurinn sem smíðar slíka gripi.
Er
'Ti Jón hefur ekki verið einn á báti í virkj-
anaframkvæmduni sínum. Björn Þórhallsson á Ljósavatni
hefur unnið með honum víða og sett upp sumar þeirra
Túrbínan sem Jón smíðaði fyrir Húsafellsbændur í Borgar-
firði er talin stœrsta vatnsvél eftir Islending fram að þessu.
A neðri myndinni sést sonurinn Arngrímur við hina hlið henn-
ar. Þar eru sjálfvirkir álagsarmar, sem stýra skurðinum á
leiðiskóflunum (það glittir í eina þeirra efst til vinstri á efri
myndinni). Myndir: MatthíasGestsson.
Heimaerbezt 277