Heima er bezt - 01.09.1983, Blaðsíða 11
En hvers er að gœta þegar taka skal
ákvörðun um það hvort heimarafstöð borgar sig? Það er
fyrst við hæfi að vitna í skýrslu Ágústs Halblaub fyrir
RARIK í desember 1982:,,... á nokkrum svceðum landsins
kemur vel til álita að reisa smœrri virkjanir í stað langra og
e.t.v. óhagkvœmra línulagna.“ Þarna er kannski í uppsigl-
ingu merkileg stefnubreyting af hálfu samveitnanna, sem
áður vildu einkarafstöðvarnar feigar og gerðu eigendum
þeirra erfitt fyrir á margan hátt. „Rafmagnsveitur ríkisins
höfðu líka það sjónarmið, að bœndur skyldu hœtta við
einkastöðvarnarf eins og segir í fyrrnefndri skýrslu Ágústs.
En nú er hins vegar svo komið, segir hann á öðrum stað, að
þeir sem héldu stöðvum sínum við „spara drjúgum á því að
þurfa ekki að kaupa allt rafmagn frá samveitum“.
Jón Sigurgeirsson segir mér, að þegar hann sé kvaddur til
ráðgjafar verði hann fyrst að mæla eða láta komast að
vatnsmagni og fallhæð. Ef virkjun er ákveðin þarf að at-
huga, hvort hægt er að „ástengja“ rafal við túrbínuna, því
velja verður gerð túrbínunnar með tilliti til þess. Ef ekki er
unnt að ástengja verður að notast við reimar til að færa
kraftinn á milli, sem er á ýmsan hátt örðugra og þá er
hættara við skekkjum eða bilunum. Jón hefur ástengt vélar
við fall frá 180 m niður í 9 m. Þess er líka nauðsynlegt að
geta, að Jón telur það hafa verið mjög misráðið af samveit-
unum að koma ekki upp 3 fasa rafmagni hvarvetna, því
það er nú talið nauðsynlegt við stærri vélar. Sjálfur leggur
hann aðeins 3 fasa rafmagn.
))^M[ér leiðist órökrétt hugsun“,
segir Jón við mig. Hann hefur ekki tekið mikinn þátt í
félagslífi í heimabyggðinni, en kynnst fjölda manns um allt
land í sambandi við verk sín. Og geysilegur fjöldi fólks
þekkir hann af afspurn. Jón segist vera mátulega þrjóskur,
og mig grunar að hann sé einarður og hætti ekki við
hálfnað verk.
„Ég óttast atvinnuleysið og byggðaröskunina, sem ég get
séð fyrir að hætta sé á í stærri mæli en við höfum áður séð á
íslandi á síðari öldum“, segir Jón. Hann er á móti vatns-
flutningum norðan að suður, eins og reynt hefur verið að
byrja á uppi á hálendinu, þó með misjöfnum árangri. Jón
vill láta virkja í smærri stÚ hingað og þangað, til þess að
spara hringtengingu með línulögnum. Víða er góð og ódýr
aðstaða til að virkja nokkur megavött. Byggðalínan er dýr,
sömuleiðis Vestfjarðalínan.
Hefur Jón Sigurgeirsson áhuga á öllum vélum, til dæmis
bifreiðum? Nei, en hann ræður við alla þá tækni, til dæmis
smíðaði hann 1966 frægan snjóbíl upp úr gömlum Peu-
geot-bíl. Nei, ekki mikinn áhuga á bílum, en kannski
flugvélum. Og hann hagnýtir sé alla tækni sem þörf er á.
„Án vasareiknis gæti ég eg ekki verið“, segir hann.
Jón Sigurgeirsson hefur barist við erfiðan sjúkdóm frá
því hann var ungur og er fatlaður maður. Hann tekur þetta
nærri sér og saknar hreystinnar sem hann naut þegar um-
svifin voru sem mest. En það er honum hugsvölun að sjá
syni sína taka til óspilltra málanna við að halda áfram
ævistarfi hans. Sonurinn Sigurgeir er bóndi í Árteigi, Eiður
Sýnishorn af hinum feiknarlegu fram-
kvæmdum í Nípárgljúfri norðan við Grana-
staðatorfubœina. A myndinniaðofan er stífl-
an í ánni og inntaksrörið frá henni neðst á
myndinni. Stíflan er m.a. soðin saman úr
járnbrautarteinum. Eiður heldur á einni
þeirri fjala sem unnt er að raða í stífluna til
að hœkka fyrirstöðuna. Á innfelldu
myndinni sést hreinsibrunnur nokkru neðan
stíflunnar, í hann safnast mosi, slý og annað
sem varasamt er að fá í aðveiturörin. Til
vinstri sést hvernig pípurnar liggja í margra
metra hæð í snarbröttum gljúfurveggjunum.
Sprengja þurfti tugi tonna af grjóti til að geta
komið þeim fyrir. Rörin eru ýmist úr plasti
og stáli og frá þeim rennur vatnið í uppi-
stöðulónið neðar í hlíðinni. Alls er rúmur
kílómeter frá stíflu niður ístöðvarhúsið. Auk
þessa er vatni safnað saman úr öðrum áttum,
og því veitt ýmist um pípur eða rásir sem rist-
ar hafa verið í jarðveginn.
Heimaerbezt 279