Heima er bezt - 01.09.1983, Side 15

Heima er bezt - 01.09.1983, Side 15
mundur var að velta því fyrir sér hvað gera skyldi. Snjóslyddan hélt áfram að falla á bátinn en sædrifið úr öldu- toppunum þvoði mestan hluta hennar af jafnóðum. Það var lítið sem ekkert skyggni en að því sem greint varð fór stormurinn síður en svo minnkandi. Við Guðmundur vorum í stýris- húsinu og ræddum saman um veðrið og um hvert skyldi halda. Allt í einu sagði Guðmundur: „Ég held að við förum að Miðsandi. Það hlýtur að vera skárra þar í þessari átt.“ Stefnan var áætluð í skyndi og sett á ferð. Við höfðum aldrei komið að Miðsandi en þar var þá komin dá- lítil bryggja sem annað hvort Bretar eða Bandaríkjamenn byggðu. í raun- inni voru þarna tvær jarðir sem herinn hafði lagt undir sig, Litlisandur og Miðsandur, en gengu jafnan undir Miðsandsnafninu. Fyrst hófu Bretar þar framkvæmdir 1940 en síðan tóku Bandaríkjamenn við, eftir að þeir komu til landsins. Við vorum lengi á leiðinni. Ofan- koman, rokið og náttmyrkrið töfðu ferð okkar og nú var ekki síður þörf en endranær að fara með gát meðal annars vegna skipa sem lágu ljóslaus við festar á nokkrum stöðum á leið okkar. Öldugangurinn minnkaði eftir að nær dró norðurlandinu, en það var jafna rok og skóf sjóinn. Það var nöt- urleg aðkoma við bryggjuna þrátt fyrir feginleikann að vera nú kominn í það var, sem endast mundi okkur út nóttina. Svo ljós er enn í huga mínum endurminningin um komuna að landi þar að ég þarf ekki annað en að loka augunum til að sjá og heyra þetta allt fyrir mér. Sjálfur stóð ég fremst í bátnum, kaldur, þreyttur og van- svefta og skimaði eftir hentugu plássi fyrir bátinn. Bátarnir sem leitað höfðu skjóls á undan okkur, sviftust nú til fyrir vindstrokunum. Hríðarmuggan barði í augun og sogið í öldunum undir bryggjunni lét illa í eyrum. Menn voru á ferli við að huga að festingum og treysta þær. Veðurhljóð var uppi í myrkrinu. Einhvern veginn tókst okkur að festa bátinn utan á aðra báta. Um annað var ekki að ræða. Allt rúm næst bryggjunni var fullnýtt. Bátarnir lágu þarna hver utan á öðrum, rykktu og toguðu hver í annan. Reynt var að binda þá sem tryggilegast með hæfi- legum slaka á köðlunum, sem enginn vissi hvort eða hvenær slitnuðu. Nælonið var ekki komið til sögunnar þá. Þegar við vorum búnir að koma bátnum eins vel fyrir og okkur var mögulegt, var orðið mjög áliðið næt- ur, klukkan líklega fjögur til fimm um morguninn. Um hádegisbilið byrjuðu bátarnir að fara frá. Veðrið hafði lægt allveru- lega og farið að létta í lofti, komin norðanátt og meira frost. Ekki varð okkur svefnsamt þennan tíma sem við vorum við bryggjuna á Miðsandi. Þó blundaði ég eitthvað í sæti mínu í lúkarnum. Ég held að þeim Guðmundi og Sæmundi hafi ekki komið blundur á brá. Rósa Einarsdóttir frá Stokkahlöðum Saumavélarlánið Saumavélarnar voru víst fyrstu heimilisvélarnar, sem fluttust hingað til lands. Áður var allt hand- saumað, jafnvel stangaðir karl- mannsjakkar og vesti í höndunum. Um annað var ekki að ræða, en þá var siður að stanga utan öll karlmannsföt. Það er því skiljanlegt, hve mikill léttir það var fyrir konurnar, þegar þær eignuðust saumavél, enda þótti þeim vænt um saumavélina sína. Frá því eg man fyrst eftir mér, átti móðir mín saumavél. Hefir hún líklega fengið hana um 1880, eða rétt þar á eftir. Þetta var „Singer“ saumavél og það munu allar fyrstu vélarnar sem flutt- ust hafa verið. Þær voru úr járni og litlar fyrirferðar. Rósir voru greiptar ofaná vélarnar, til skrauts. Ekki mátt- um við systurnar snerta á vélinni á meðan við vorum litlar, en við dáð- umst að þessu fallega verkfæri og eignuðum okkur sina rósina hvor. Mömmu þótti áreiðanlega ekki eins vænt um neinn dauðan hlut, sem hún átti eins og saumavélina sína, enda ekki um marga búshluti að gera hjá frumbýliskonum á þeim tímum. Ég man það eins og það hefði skeð í gær, að einn dag að vori til, kom maður með bréf til mömmu, sem hann var gagngert sendur með frá húsmóður sinni. Efni bréfsins var það, að konan tjáir vandræði sín fyrir mömmu, segir að sér liggi á að sauma föt á fermingardreng, en sig vanti saumavél. Fer hún nú þess á leit við mömmu, að hún láni sér saumavélina. Eg man glöggt að mömmu féll þessi bón afar þungt. Var hún hrædd um að þessi dýrmæti hlutur jæti skemmst við þennan flæking. A hinn bóginn fannst henni að hún gæti ekki neitað konunni um þessa greiðasemi, þar sem henni lá svo mikið á. Saumavélin var svo tekin og stoppað vel meðfram henni í kassann. Síðan var kassinn settur í poka og bundið yfir. Tók svo maðurinn kassann á hnakknefið og reiddi hana þannig alllangan veg og yfir tvær ár. Að nokkrum tíma liðnum kom sami maðurinn aftur með vélina óskemmda. Fylgdi henni besta þakk- lætisbréf frá konunni. Einnig sendi hún mömmu dálítið af nýjum fiski, sem þá var venjulega nefndur blaut- fiskur (líklega til aðgreiningar frá harðfiski) en nýr fiskur var ekki dag- lega á borðum, langt fram í sveit. Eg held að þetta saumavélarlán hafi orð- ið til þess að vinátta gerðist á milli þessara tveggja kvenna, þeirrar, sem bað um greiðann og hinnar, sem veitti hann. Kom þessi kona oft til okkar eftir að við fluttum í Stokkahlaði er hún átti leið um til Akureyrar. Heimaerbezt 283

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.