Heima er bezt - 01.09.1983, Side 27
Gangráður frá Jóni Sigurgeirssyni. Hann
mun vera eini íslendingurinn sem smíðar
gangráða.
Aflskortur varð stundum
vegna þess að menn sviku
sjálfa sig: Gerðu ekki nægar
rennslisathuganir fyrirfram.
Krafla var ekki fyrsta dæmið
um skort á grunnrannsókn-
um. . .
Búnaður, stjórnun
og rekstur
Yfirleitt voru notaðir rakstraumsrafalar
í þessum rafstöðvum, ýmist ástengdir,
ef túrbínan snerist nógu hratt, eða þá
reimdrifnir. Með því að nota rak-
straumsrafala komust menn hjá ná-
kvasmum hraðastillingum á túrbínun-
um, þar sem ekki þurfti að hugsa um
tíðnina á straumnum, eins og þegar
riðstraumur var notaður. Það voru því
ekki notaðir gangráðar til að stjórna
hraða þessara véla, nema sjaldan,
enda eru þeir dýrir. Þess í stað voru
afköstin stillt í grófum dráttum með
handstýrðum loka við túrbínuna og til-
svarandi álag svo sett á vélina þannig
að spennan héldist rétt. Þetta var oftast
gert með því að setja fleiri eða færri
hellur á eldavélina í samband eða þá
rafmagnsofna. Á vegg í eldhúsinu voru
því hafðir amper- og voltmælar svo
húsmóðirin gæti stillt spennuna með
breytingu á álaginu eins og með þurfti.
En ef meiriháttar álagsbreytingar voru
nauðsynlegar varð að stilla vatns-
rennslið með túrbínulokanum, (nálinni,
ef um peltonvél var að ræða), og þar
með afköstin og spennuna. Þetta gekk
yfirleitt vel, þvímönnum lærðist fljótt að
hafa hæfilegt álag á vélinni, svo að
spennan yrði rétt.
Oft takmarkaðist aflgeta rafstöðvar-
innar af vatnsrennslinu í læknum, en
ekki af vélarstærðinni. Þetta var af því
að stundum voru truflanir á aðrennsli
vatnsins, sem stöfuðu af ís, krapi og
snjó í læknum eða óhreinindum á rist-
unum. Stundum var rennslið of lítið fyrir
fulla afkastagetu vélarinnar og gat það
stafað af langvarandi þurrkum á að-
liggjandi úrkomusvæði eða þá lang-
varandi frostaköflum á veturna og þar
með rýrnun á aðrennsli vatnsins, sem
oftast var yfirborðsrennsli en ekki upp-
sprettuvatn og ekki tekið úr miðlunar-
lónum. Þegar slíkt skeði, varð að tak-
marka álagið á vélinni því að ekki mátti
tæma inntaksþróna eða aðrennslispíp-
una, því halda varð fullum vatnsþrýst-
ingi, svo að rennslið nýttist.
Rekstraröryggi
smávirkjana
Langflestar þessara sveitarafstöðva
voru hreinar rennslisvirkjanir, þ.e.
ekkert miðlunarlón var fyrir vatnið, svo
að aflgetan var alveg háö rennsli
lækjarins á hverjum tíma. Venjulega er
vatnsrennsli mælt ínokkurár ífallvatni,
sem virkja skal, svo að hægt sé að
ákveða vélarstærðina. Þetta hafði oft
ekki verið gert í sveitunum, heldur var
það stundum mælt árið sem virkjað var
eða árið áður, á þeim tíma ársins sem
það var meira en minnsta rennsli. Þetta
varð til þess, að menn sviku sjálfa sig,
þannig að aflið varð stundum minna en
aflgeta túrbínanna var, svo að aflskort-
ur varð vegna vatnsleysis. Þetta kom
oft fyrir að áliðnum vetri, þegar lang-
varandi frost gengu, eða þá seinnipart
sumars, ef lítið rigndi og þurrkar voru
langvarandi. Einnig var þetta sums-
staðar háð þvíhvað snjór ífjöllum entist
lengi fram á sumarið til miðlunar, en
það breyttist nokkuð með hlýnandi
loftslagi í seinni tíð. Alltaf var reynt að
velja rafstöðinni stað við læk eða á,
sem næst notkunarstað, því að raf-
magnslínur voru dýrar og orsökuðu
orkutöp, ef þær voru langar, þar sem
aldrei var um háspennulínur að ræða.
Rafstöðin á Nípá, Kinn, S-Þing.
Veðurfar
og úrkoma
Árin 1931 til 1960 var meðalhiti lands-
ins 3,9 gráður og meðalúrkoma hvers
árs var 962 mm. Meðalhiti og meðalúr-
koma eru mæld á veðurstöðvum
landsins, sem flestar eru í byggð.
Lengd landsins frá austri til vesturs er
490 km og breiddin frá norðri til suðurs
Mynd: Matthias (áestsson.
er 312 km. Á landið falla því 99 km3 at
vatni á hverju ári. Meðalhæð landsins
er u.þ.b. 500 m yfir sjávarmáli og
flatarmál landsins er 103.000 km2. Það
er því augljóst, að miklir virkjunar-
möguleikar eru hérlendis.
Heimaerbezt 295