Heima er bezt - 01.09.1983, Side 36

Heima er bezt - 01.09.1983, Side 36
Sjálfsagt hefur þetta verið daglegur vani þeirra, og hafa kannski drepið marga, — menn sem hafa svo bara týnst. Um kvöldið er við komum til Winnipeg og vorum komnir út af stöðinni, gengur stjóri fram hjá okkur og vissi ekki fyrr en hann var alveg kominn upp að okkur og sá hverjir það voru, greip hann til fótanna. Það er það síðasta sem ég hef séð af þeim hundi. Tékkunum okkar gátum við skipt og borgað manninum lánið, og við hann skildum við á C.P.R. stöðinni daginn eftir, heldur lítið ófullan. Við gáfum honum pyttlu í nesti. Hann var að fara vestur að hafi, meira veit ég ekki um hann. Skotinn sem með okkur var, varð eftir í St. John’s — fékk víst vinnu þar. Við settumst að í Winnipeg eins og til stóð og unnum við okkar iðn allt sumarið. En nú er ég einn þar; hinir farnir. Filippus til San Fransisco, en Guðmundur fór heim til Islands. ATHUGASEMDIR eftir Dr. Leigh Syms 1. CNR merkir Norður-Kanada jámbrautimar (Canadian Northem Railway). Nafnið Canadian National Railway var ekki tekið í notkun fyrr en áratug síðar. 2. Þetta er ranghermi. Ekki er ljóst hvort Magnúsi hefur misheyrst vegna tungumálaörðugleika eða hvort ein- hver hefur verið að gabba þá. Bæði við athugun á áætlun jámbrautanna 1911 og skýrslum póststofunnar kemur í ljós að þorp með þessu nafni var hvergi í norðvestur- Ontario. Hins vegar em bæði St. John og St. Johns á vesturströndinni. Sennilega hefur þetta þorp verið Nipigon (sjá kortið), og rökin fyrir því em eftirfarandi: a) í ferðasögunni segir að þorpið sé um eina og hálfa dagleið (u.þ.b. 50 mílur) frá Nipigon-vatni, og þetta er eina þorpið svo nærri. b) Þeir stönsuðu í smábæ sem hafði mjög lítið hótel. c) Bærinn var á „jámbrautarenda", þ.e.a.s. eftir að farið hafði verið fram hjá mörgum viðkomustöðvum, en svo hlýtur að hafa háttað til um Nipigon, vegna einangr- unar þeirrar byggðar. 3. í þessari frásögn, sem er eins og dagbók, vantar einn dag, nema vegalengdin sé styttri en sú sem hann gefur í upphafi. Leiðin sem lýst er telst nefnilega 148 mílur og meðalhraðinn var um 30 mílur á dag. Munurinn á þessari tölu og vegalengdinni sem gefinn er upp er 32 mílur. Leiðrétting Rósfríður Guðmundsdóttir og Halldór Halldórsson. I myndbirtingu með viðtalinu við Magnús Bjarnason í síðasta tölublaði urðu leiðinleg mistök á bls. 239. Innfellda myndin var sögð af foreldrum Magnúsar, en hún er hins vegar af tengdaforeldrum hans, móður og föður Ingibjargar Halldórsdóttur. Það eru því hjónin Rósfríður Guðmundsdóttir og Halldór Hall- dórsson söðlasmiður, sem eru á myndinni. Eru les- endur vinsamlegast beðnir að taka þetta til athugun- ar. Það skal tekið fram að hér var um handvömm blaðamanns að ræða, og ekki við höfund greinarinnar eða aðra að sakast. Bið ég hlutaðeigendur afsökunar á þessu glappaskoti. Ásamt myndinni af þeim hjón- um með réttum texta birtist hér mynd af Bjarna Ein- arssyni, föður Magnúsar. ÓlafurH. Torfason. Bjarni Einarsson, skipasmiður. 304 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.