Heima er bezt - 01.09.1983, Síða 38

Heima er bezt - 01.09.1983, Síða 38
Umsagnir um bækur var það eins og að hitta gamlan og góðan vin að fá hana í hendur. Mér er það minnisstætt, hversu mjög ég og jafnaldrar mínir á skólaárum mínum fögnuðum hverri nýrri bók eftir Hamsun og ekki síst eldri sögunum frá hans yngri árum og flökkulífi. Þær snertu ótrúlega marga strengi. En á seinni árum hefir verið hljóðara um Hamsun en fyrr, og geldur hann þar, ómaklega að vísu, afstöðu sinnar til Þjóðverja á heimsstyrjaldarár- unum. Þykir mér hörmulegt ef feilspor hans þá kunna að verða til þess, að svifta lesendur nautninni af að kynnast snilld- arverkum hans. Þessi útgáfa af sögunni Að haustnóttum ætti að rjúfa þann víta- hring og opna íslenskum lesendum leið inn í töfralönd Hamsuns. Og ekki spillir snilldarþýðing Jóns frá Kaldaðarnesi áhrifum sögunnar. Enginn fslendingur hefir enn kunnað að túlka Hamsun á ís- lensku eins og hann. Eins og nafnið bendir til gerist sagan að hausti til, og þegar Hamsun sjálfum þótti sem haustið færðist yfir hann sjálfan, þótt ekki væri hann meira en vel á miðjum aldri og ætti eftir að skrifa margt af sínum bestu verkum. Þetta er síðasta flakkara saga hans, og lýsir rót- leysinu og leitinni, sem einkenndi margar persónur hans á þeim árum, og hann sjálfur var haldinn af. En hvað um það. Sagan orkar á lesandann eins og hún gerði fyrir löngu. Hún er eitt þeirra verka, sem ekki fymist. Heimildimar um eyðibyggðimar alltaf vinsælar Þórleifur Bjamason: HORNSTRENDINGABÓK. Rvík 1983. öm og örlygur. Það eru ekki nema sjö ár siðan hin mjög aukna önnur útgáfa af Hornstrendinga- bók kom út, fyrsta útgáfan kom 1943 og seldist fljótt upp, og nú hefir hið sama gerst um 2. útgáfu. Sýna þessar viðtökur best hversu lesendum fellur bókin í geð, enda er það mála sannast, hún höfðar til margvíslegra áhugaefna, enda þótt þau öll snúist um land vort og þjóð. Þar er að finna landlýsingu, atvinnusögu, þjóðtrú, mannlýsingar og mannlíf, bæði hetjusög- ur og harmleiki, svo að eitthvað sé nefnt, og frá öllu þessu margbreytilega efni er sagt í ljósu og lifandi máli, kjarngóðu eins og fólkið við björgin var. Ekki síst verður þetta merkilegt rit vegna þess að nú er öll byggð á Hornströndum löngu komin í eyði, og þeir orðnir fáir til frásagna af mannlífinu þar. En höfundur var fæddur og upp alinn við björgin, gat hann því sagt margt af eigin heyrn og sjón, og átti greiðan gang að mörgum þeim, sem mundu lengra aftur og óþreytandi að leita heimilda. Bókin er ómetanleg heimild um íslenska menningarsögu, sögð af skáldi og Framhaldafbls. 270 jafnmikla kosti og fylgismenn þess telja. Eitt af einkennum, og mér liggur við að segja meinum aldar vorrar er skriffinnskan og pappírsflóðið, sem vitanlega krefst mikillar vinnu og efnis, og mikið af því virðist gagns- laust til þess að efla starf skólanna, sem síst af öllu hafa farið varhluta af því. Virðist margt af því vera til þess eins að þjóna skýrslugerðaræði á hærri stöðum. Nýlega var í blöðum bent á hvílíkar upphæðir skólarnir notuðu í fjölritunarefni, og hvað þar mætti spara á því einu að nota ódýrari pappír en gert er. Hefði ekki hvarflað að mér, að þar væri um slíkan út- gjaldalið að ræða, og er hann þó einn af hinum minni. En þá kem ég að því, sem ef til vill getur dregið fljótar úr hinum mikla rekstrarkostnaði en annað, en það er að spara í hinu smáa. Margt smátt gerir eitt stórt. Og það væri verðugt hlutverk skólanna allt frá neðstu bekkjum og upp úr að kenna nemendum dyggð sparsem- innar og hófsins. Og er þá annað betur fallið til að leggja áherslu á viðfangs- efnið, en að skólinn sjálfur gangi á undan og sýni fordæmið? sagnamanní. Hornstrandir hafa á seinni árum orðið vinsælt ferðamannasvæði, svo að árlega leggja stórir hópar fólks leiðir sínar þangað. Ég hygg að Hornstrend- ingabók sé þeim öllum nauðsyn, til þess að njóta ferðarinnar og hinnar stórbrotnu náttúru Hornstranda, og hún gefur ómet- anlegt færi á að finna samband fólksins við náttúruna, þótt allt sé nú autt. Þessi útgáfa er lítt breytt frá 2. útg., nema bætt er við nýjum myndum, og munar þar mest um frábærar litmyndir Hjálmars Bárðar- sonar. Vonandi kunna menn að meta þessa útgáfu eigi síður en hinar fyrri. St. Std. Ég hefi drepið á hitt og þetta, sem vekur óþægilegan grun og jafnvel vissu um, hvemig ofþensla í kerfinu skapar þau vandræði sem nú kreppa að. Þarna er lífsnauðsyn að taka allt kerfið til athugunar og niðurskurðar, hvar sem fært er. Það er gamall sann- leikur, að sníða verði stakk eftir vexti. Þeim sannleik höfum vér gleymt á síðari árum, og ekki síst i skólakerfinu öllu saman. Þar hefir óskhyggja ráðið allt of miklu, og vér sniðið kerfi vort eftir fyrirmyndum stærri og auðugri þjóða, en ekki eftir eigin þörf, stærð vorri og getu. Ég efast ekki um, að þeir sem stóðu að breytingu og sköpun skólakerfis vors hafi gert það af góð- um hug, viljað bæta úr mörgu, sem miður fór og skapa eitthvað nýtt og betra. En þeir gleymdu takmörkunum þeim, sem geta vor var háð og að sníða framkvæmdir eftir því. Þeir horfðu út á við en ekki inn á við ef svo mætti að orði kveða. Eitt er víst. Ekki verður áfram haldið í sama horfi og nú er stefnt. Kerfið allt þarfnast end- urskoðunar og aðhalds, svo að það megi gegna þvi hlutverki, sem því er ætlað, og það gerir það aðeins með því að sníða stakk eftir vexti. St. Std. - Að sníða stakk eftir vexti. . . 306 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.