Heima er bezt - 01.03.1985, Page 2
„En skynjum vér refskák og refilsstigu
stjórnmálanna og hagvísinda nútímans,
þótt margt sé um það talað?“
Ný orð — ný hugtök
Sífellt bætast tungu vorri ný orð og
gömul hverfa a.m.k. úr daglegu máli,
þótt þau geymist á bókum. Þetta er
ekkert furðuefni, nýjar atvinnugreinar
og lífshættir krefjast umfjöllunar með
öðru orðavali en áður tíðkaðist. Ara-
skipum og seglskútum með sínum
veiðiaðferðum og búnaði heyrði til
annar orðaforði en vélknúnum togur-
um, þótt þorskurinn sé hinn sami.
Heyvinnu með orfi og hrífu hæfði ekki
sama umtal og dráttarvélum og þeim
búnaði er þeim heyrir til, enda þótt
töðuilmurinn sé hinn sami, en meðferð
og verkun heysins tekið þeim stakka-
skiptum, að um tvennt ólíkt er að ræða
fyrr og nú. Margvíslegur iðnaður hefir
risið á legg, sem engan dreymdi um á
aldarmorgni, og vöruvali og af-
greiðsluháttum stórmarkaða heyrir
ekki til sama tungutak og var við haft í
krambúðunum gömlu, og furðumargt
ber á milli torfbæjanna og nýtísku
íbúðarhúsa. Þannig má halda í hið
óendanlega liggur mér við að segja. Á
öld vorri, sem brátt fer að hverfa í
skaut sögunnar, hefir risið upp nýtt
þjóðfélag með nýju tungutaki, svo að
ég býst við, ef einhver, sem lagðist til
hinstu hvíldar um aldamótin siðustu
gamall og saddur lífdaga, risi allt í
einu úr gröf sinni ætti hann dálítið
erfitt með að skilja æskulýð 9. áratug-
arins. Jafnvel vér, sem fylgt höfum
öldinni að árum, höfum annað
tungutak í þéttbýli nútímans en í
strjálbýlum sveitum í bernsku.
hvort sem oss líkar betur eða verr. Ekki
tjáir að stríða gegn því, heldur að láta
hina nýju strauma falla i farveg með
hinum gömlu og aðhæfa tungu vora
því liðna, svo að engin brotalöm sjáist.
Það er ekki einungis að breyttir séu
atvinnuhættir og lifsvenjur, hugarfar-
ið og viðhorfin hafa einnig breyst. Ný
hugtök og orð hafa skapast í samræmi
við það. Aukin skólamenntun, annað
félagslíf, skemmtanir og tómstunda-
iðja, svo eitthvað sé nefnt kallar allt á
nýtt orðaval, að ekki sé minnst á
fræðimennsku, skáldskap og listir, að
ógleymdri pólitíkinni. Þá má ekki
skilja undan fjölmiðlana, sem flytja oss
daglega fréttir af viðburðum úr öllum
heimi á nýju tungumáli að kalla má,
stundum að vísu lítt aðhæft hinu
gamla, enda ekki tími til að fága og
snyrta í kapphlaupi nútímans við
tímann. Stundum skortir einnig á
þekkingu.
„Söm er hún Esja og samur er
Keilir“, kvað Bjarni Thorarensen á
sínum tíma, og þótti þá þjóðlífið harla
breytt frá Ingólfs dögum. En hvað
mundi hann segja nú? Hann horfði á
fornöldina gegnum gleraugu róman-
tíkurinnar. En í rauninni hafði þá
minni breyting orðið í 8 aldir en nú á
tæplega einni öld.
En nýjum tíma hæfa ný orð og
hugtök, sum koma ósjálfrátt fram í
huga og á varir þjóðarinnar, önnur eru
smíðuð af misjafnlega högum orða-
smiðum, en allt klingir það í eyrum
vorum, þótt hljómurinn sé mishreinn.
Nýju orðin segja oss mismikla sögu.
Sum benda einungis á nýtt tæki, sem
mikilvægt er í daglegu lífi, en önnur
sýna oss hugarfarsbreytingar, eða
breytingar á lífsviðhorfum, sem gerst
hafa jafnvel án þess vér tækjum eftir
því. Vér sáum öll þegar flugvélarnar
komu til landsins og heyrðum og
skynjuðum allt hið nýja, sem þeim
fylgdi í orðum og athöfnum, án þess að
um nokkra hugarfarsbreytingu væri
að ræða. En skynjum vér refskák og
refilsstigu stjórnmálanna og hagvís-
inda nútímans, þótt margt sé um það
talað?
Tvö eru þau orð, sem á síðustu tím-
um bylja í sífellu í eyrum vorum í
umræðum um þjóðmál, og það eru
orðin flokkseigendur og verkalýðsrek-
endur. Ég veit ekki um aldur þeirra, en
víst er að engum hefði dottið þau í hug
fyrir 40-50 árum, og voru þó stjórn-
málaflokkar fastmótaðir þá fyrir
nokkru og verkalýðshreyfingin orðin
afl, sem ekki varð komist hjá að taka
tillit til og gat þá þegar með samtaka-
mætti sínum valdið straumhvörfum á
ýmsum sviðum. En hvaða saga eða
hugarfarsbreyting liggur að baki þess-
ara nýju orða, eða eru þau ef til vill
aðeins vígorð til að hamra á andstæð-
ingum? Þau eru ef til vill hvorttveggja
að nokkru leyti, en umfram allt segja
þau sögu um hugarfarsbreytingu
þjóðfélagsins, sem vér tökum lítt eftir i
daglegu lífi. Þau segja það, að stjórn-
málaflokkum og hagsmunasamtökum
sé stjórnað af fámennum hópum, sem
fari með málefni umbjóðenda sinna
eins og þau væru eign þeirra og at-
vinnutæki. Og hér hefir í raun gerst
hættuleg þróun. Sú þróun bendir í þá
átt, að lýðræðið og um leið réttur ein-
staklingsins sé að færast í kaf í ein-
ræðisstjórn fámennisklíkna, hvað svo
sem þeir ágætu menn segja, sem með
stjórn fara. Auðvitað verða einhverjir
að stjórna og annast framkvæmdir. En
samkvæmt grundvallarreglum lýð-
ræðisins eiga þeir ekki að fara með
flokk sinn eða félagssamtök sem
einkaeign sína, heldur samkvæmt hag
og farsæld heildarinnar og eftir því
umboði, sem þeim hefir verið fengið af
meiri hluta umbjóðenda þeirra.
En af hverju stafar þessi öfugþróun?
78 Heimaerbezt