Heima er bezt - 01.03.1985, Qupperneq 3
Forsíðan:
Claus P. K. Bryde hefur starfað sem mjólkur-
fræðingur á Islandi í hálfa öld.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum Ný orð—ný hugtök Forystugrein 78 Árni Rögnvaldsson Erfitt námsár Nám í Kennaraskólanum 1937—38 96
Jón Gísli Högnason „Þetta var bara sjúss“ Claus Peter Kortsen Bryde segir frá 80 Gísli Kristjánsson Það sem geymist í minni Frá Mjóafirði um aldamótin 98
Þórarinn Magnússon Meinleg örlög Þáttur frá Síðu árið 1930 84 Gunnar Guðmundsson Fuglanet og fuglagrindur Lýsing á gömlum veiðiaðferðum 100
Hólmsteinn Helgason Skólaferð árið 1916 Fyrsti hluti ferðasögu 88 Arngrímur Sigurðsson Bjargvættur hinn týndu Sagt frá Bernharðshundunum 101
Sesselja Helgadóttir Litið til baka Minningar um þrjá förumenn 92 Hinrik A. Þórðarson Fyrsti mannfagnaðurinn Sundlaug vfgð á Reykjum, Skeiðum 103
Elísabet Geirmundsdóttir Mannlíf-Útþrá Tvö ljóð 93 Rafn Jónsson Perlur í mold 3. hluti framhaldssögunnar 104
Iðunn Ágústsdóttir Óveðurskvöld Ljóð 93 Steindór Steindórsson Bókahillan Ritdómar um 9 bækur 108
Jónas Pétursson Lífskjör Ræða flutt 23. nóvember 1984 94 Ólafur H. Torfason Giftingarstaðurinn er Keldudalur Fjórfalt systkinabrúðkaup í Dýrafirði 112
Vafalaust liggja rætur hennar víða, en
ef til vill stingur þó eitt mest í augun,
og það er áhugaleysi almennings um
virka þátttöku í meðferð mála. Allur
þorrinn lætur sér nægja að greiða at-
kvæði á kjörfundi við þingkosningar,
en láta sig síðan engu skipta, hvernig
umboðsmenn þeirra reka erindi sín.
Einnig heyrist sífellt um ákvarðana-
töku í fjölmennum félögum, þar sem
einungis örlítill hluti félagsmanna
hefir mætt á fundi, til þess að kjósa
stjórn og taka ákvarðanir um hin
mikilvægustu mál. Flokksforingjar
halda fundi þar sem smalað er saman
einlitri hjörð flokksmanna til að greiða
halelúja atkvæði með stjórn flokksins
og störfum hennar, er þá að undra þótt
hún þykist eiga flokkinn? Og þá má
minnast á útvarps- og sjónvarpsum-
ræðurnar, hversu margir hlusta orðið
á þær í alvöru og eftirtekt? Stöðug
endurtekning slævir athyglina að lok-
um. Áreiðanlega eru fjölmiðla áheyr-
endurnir færri en þeir voru, sem sóttu
almenna sjórnmálafundi fyrrum, þeg-
ar umræðan var ekki hneppt í mín-
útuviðjar og öllum viðstöddum var
leyfilegt að taka til máls. Þessi deyfð og
áhugaleysi almennings er áreiðanlega
einn meginþátturinn, sem skapað hef-
ir þenna flokk manna, sem hlotið hefir
nafnið flokkseigendur og verkalýðs-
rekendur, sami maðurinn getur verið
hvorttveggja, .en vafalaust kemur
fleira til.
Oft heyrðist fyrrum að rætt var um
menn, sem lifðu fyrir hugsjón sína, fé-
lag eða flokk. Nú heyrist það sjaldan
eða jafnvel aldrei, en hinsvegar er ekki
ótítt, að sagt sé að þessi eða hinn lifi á
hugsjóninni, félaginu eða flokknum.
Hann er með öðrum orðum hættur að
þjóna öðrum, heldur lætur þá þjóna
sér. Skyldi það ekki vera sú hugarfars-
og stefnubreyting, sem skapað hefir
hin margnefndu nýyrði flestu fremur?
St. Std.
Heimaerbezt 79