Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Side 7

Heima er bezt - 01.03.1985, Side 7
Ámesinga. Egill Thorarensen sást hvergi, en frá honum fékk ég eftirfarandi bréf síðar, dagsett í Sigtúnum 17. júlí 1946: P. Bryde Mejeribestyrer arbejdede hos os som Förste- mejerist frá 1. okt. 1934, og som Mejeribestyrer frá 1. nov. 1936 til 1. mai 1942. Det er en Fornöjelse að give ham bedste anbefalinger. — Svo sestu að á lækjarbakkanum í Hafnarfirði? — Þegar við komum til Hafnarfjarðar, þessi fjögur og telpa á leiðinni, sem fæddist í ágúst, Inga Annalísa Bryde, nú gift Sveini Halldórssyni húsgagnabólstrara, fengum við inni í húsi hér upp með læknum sem Einar á Setbergi átti og þar héldum við heimili fyrsta árið. Svo var innréttuð sæmileg íbúð fyrir okkur í mjólkurbúinu. Stjórnun á Mjólkurbúi Hafnarfjarðar var minna og auðveldara starf, en við Mjólkurbúið á Selfossi. Það var í reynd lítið annað en að taka á móti mjólkinni, gerilsneyða og koma henni á markað. Við fengum ekki nóga mjólk af okkar svæði, Hafnarfirði, Garða- og Bessastaðahreppum og að sunnan með sjó. Seinna, 1944, fengum við mjólk frá bændum ofan Hvalfjarðar, en sunnan Skarðsheiðar, sem áður hafði verið flutt til Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík, en við gerilsneyddum og seldum. Þá var lítillega unnið í skyr og við þrír sem unnum á búinu. Vélar búsins voru gamlar og heldur lélegar. Árið 1948 fjölgar enn í fjölskyldunni og okkur fæðist sonur, Axel Bryde, nú hjá Flugleiðum, svo við vorum orðin sex, og í júní árið eftir var Mjólkurbú Hafnarfjarðar lagt niður. Nú hefur það verið rifið og eftir stendur sökkullinn af skorsteininum. — Hvað var framundan? — Þegar svo var komið fékk ég vinnu í Mjólkurstöðinni í Reykjavík sem mjólkurfræðingur. Fyrst við niðursuðu á mjólk er síðar var lagt niður. Þá vann ég við smjörgerð sem yfirverkstjóri og við afleysingar. Svo var ísgerð sett á stofn og ég fór inn í það, sem var tiltölulega nýtt hér í mjólkur- iðnaði. Samhliða rak ég um skeið þvottahús, í húsi Mjólkur- stöðvar Hafnarfjarðar, sem við fengum á leigu, því við vorum tveir um þvottahúsið. Hinn var Nílsen er einnig vann í Mjólkurstöðinni. Það gekk svona sæmilega, en ósköp lítið sem það skilaði í arð og gerði okkur ekki ríka. Svo seldi ég Nílsen minn helming og hann rak þvottahúsið einn um tíma. Það var svo lagt niður þegar hann missir heilsuna. — Hver var forstjóri Mjólkurstöðvarinnar? — Það var Árni Benediktsson, þegar ég hóf þar störf. Árni var stórfínn maður sem talaði við alla sem hjá honum unnu og fylgdist vel með öllu. Stefán Björnsson tók við forstjórastöðunni næst á eftir Árna, tekinn frá Mjólkurbúi Flóamanna eins og Jörgensen. Stefán varð mjólkurbús- stjóri þar á eftir mér, og mun ég hafa verið rekinn úr starfi svo hann gæti fengið stöðuna. Mér líkaði vel við manninn, en hann er nú lifandi ennþá svo ég vil helst ekkert um það segja, ha, ha. Það var árekstralaust á milli okkar og allt í lagi með það, já, já. Ég starfaði svo í Mjólkurstöðinni þar til ég varð sjötugur og er nú með elstu mjólkurfræðingum hér á landi og alltaf starfað í sömu iðn. — Þú hefur verið heiðraður af starfsfélögum og stéttar- félagi? — Þegar ég átti þrjátíu ára starfsafmæli hjá Mjólkur- stöðinni 1979 var mér haldið samsæti og fært málverk að gjöf og Félag mjólkurfræðinga færði mér vandaða klukku með áletruðum silfurskildi. Nú, og Mjólkurbú Flóamanna, eða stjórn þess, bauð okkur hjónum á tuttugu og fimm ára afmælishátíð Mjólk- urbúsins, sem ég gat ekki þegið því ég var við jarðarför erlendis. En þegar Mjólkurbúið var fimmtíu ára var mér einnig boðið og það boð gat ég þegið. Sátu það um hundrað manns og eingöngu karlar. Merki Mjólkurbúsins var lagt hjá diski hvers manns, þar var enginn undanskilinn. — Hvað eru þin síðustu orð í þessu spjalli? — Hvað maður getur sagt? Mér þótti gaman að heilsa upp á gamla meistarann minn í Danmörku í sumar og ég vonast eftir að geta heimsótt hann næsta sumar, 1984, ef við verðum lifandi þá. Frú Bryde grípur fram í hjá manni sínum, leggur hönd sína hlýlega á öxl hans og segir: — Þessi maður á enga óvini. — Þegar ég lít til baka, já. Jæja, nú þetta hefur bara verið ágætt. Og nú þegar ég er hættur störfum í iðninni skipti ég árinu á milli tveggja landa, Islands og Danmerkur, föðurlanda okkar og barnanna og víst er það gaman. HENDINGAR Höskuldur Einarsson bóndi á Vatnshorni, Skorradal, hafði Húnvetninga oft að skotspæni í vísum sínum. Átti það rót sína að rekja til æringjaskapar þeirra Sigurðar Jónssonar frá Brún [ Svartárdal, A-Hún, sem voru góðir vinir en glettust með alls konar kerskni í bundnu máli. Tvö börn Höskuldar festu ráð sitt í Húnaþingi, og þar á hann afkomendur. Hér yrkir hann þó um aðra, þekkta ætt úr Húnavatnssýslum. Tilefnið var útvarpserindi sem Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri flutti: Óstöðvandi orðadyn öslar á hundavaði þetta fræga kjaftakyn, kennt við Guðlaugsstaði. Fyrri part vantar: Svo virðist sem Höskuldur Einarsson hafi iðrast vísna sinna um Húnvetninga. Lesendur geta kannski hjálpað okkur að rifja upp fyrri part vísu eftir Höskuld, þar sem seinni parturinn hljóðar svo: en líklega hef ég logið mest lasti á Húnvetninga. Heima er bezt 83

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.