Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Page 11

Heima er bezt - 01.03.1985, Page 11
sjórinn drekkur í sig jökulvatnið. Menn raða sér við kaðalinn og halda í hann með annarri hendi. Þeirra hlut- verk er að varna liðsmönnum faraós að flýja til sjávar undan nótinni. Þetta er mín fyrsta og síðasta sel- veiðiferð. Best að sjá hvernig hinir bera sig að og reyna að gera eins. Ég vel mér stöðu næst Gunnari á Hraunbóli, traustvekjandi maður og mér áður að góðu kunnur. Það er talsvert þungur straumur, sandurinn er á stöðugri hreyfingu við botninn. Það verður að hreyfa fæturna eins og verið sé á hlaupum, svo maður grafist ekki fastur í sandinn. Mér hafði ekki tekist að finna neitt í fjörunni nema handónýtt sprek. Það er bara til að sýnast, kobbi mundi ekki einu sinni depla auga, þótt því væri danglað í haus hans. Menn eru í stríðsskapi, láta ófrið- lega með keppina á lofti, albúnir að mæta Egyptunum. Nú nálgast nótin óðum ofan frá. Þegar hún er komin allnálægt er best að taka til fótanna í land, svo maður lendi ekki í henni sjálfur. Faraó hefur verið fáliðaður í dag. Það næst bara einn stórselur og einn eða tveir smákópar. Þeir eru rotaðir, dregnir á land og skornir. Sandurinn litast blóði. Þegar mesti móðurinn er runninn af mönnum eftir þessa lotu, tekur ein- hver eftir því, að einn manninn vant- ar. Það er Steingrímur. Allir hlaupa upp með ósnum, þangað sem nótin hafði verið dregin út. Ósinn er þar breiður og grynningar inn á milli. Menn skima út á ósinn. Langt út á ósnum sést ofurlítil þúst við litla sandeyri. Nokkrir röskir menn brjót- ast þangað út, þetta er Steingrímur. Hann er borinn í land og lagður á sandinn, sýnir ekkert lífsmark. Hestarnir höfðu verið bundnir á streng á fjörukambinum. Maður er sendur í ofboði að sækja Snorra lækni. Breiðabólstaðarhrossin eru tekin í þá ferð, enda líklega fárra hrossa betri völ. Hinir standa hljóðir eftir, horfa niður í sandinn. Veiði- hugurinn er rokinn útí veður og vind og það svo mjög, að selveiðar í Hval- síki leggjast af um langt skeið eftir þetta. Ég hefði heyrt að líf leyndist oft með mönnum, þótt þeir virtust dánir. Veturinn áður hafði verið haldið námskeið í skyndihjálp. Það var í Múlakoti á Síðu. Ég hafði verið þar og nokkrir aðrir sem hér voru staddir. Þar höfðu m.a. verið sýndar æfingar til lífgunar úr dauðadái. Ég sting upp á, hvort ekki sé rétt, að reyna slíkar æfingar. Því er undireins vel tekið og strax hafist handa. Steingrími er hag- rætt á sandinum og farið að öllu eins og kennt hafði verið. Það er Jón Eiríksson síðar bóndi á Fagrafossi, sem þar er ötulastur, en fleiri skipast á. Mönnum finnst biðin eftir læknin- um löng, en þó hefur hún víst verið eins stutt og mögulegt var. Snorri læknir reið oftast hart á ferðum sínum til sjúkravitjana, en líklega hefur hann sjaldan riðið harðara en í þetta skipti. Loks kemur læknirinn. Hann þarf ekki nema andartak til að kveða upp þann dóm, sem flestir bjuggust við. Steingrímur er látinn. Læknirinn snýr heim og aðrir búast til ferðar. Aflinn er ekki til marg- skiptanna. Það verður þegjandi sam- komuleg, að sá bóndinn er næst bjó vettvangi og einnig var talinn mest þurfandi fyrir björgina fengi aflann óskiptan. Það er Geir Jónsson á Sléttabóli. Sumir höfðu verið svo for- sjálir að hafa hestvagna með sér, ef eitthvað veiddist. Það er búið um Steingrím á einum vagninum og stilltur hestur spenntur fyrir. Við höfðum verið síðastir í fjöruna og er- um síðastir á heimleiðinni, en nú liggur ekkert á lengur. Okkur er fenginn traustur maður til fylgdar. Það er Skúli Valtýsson á Fossi. Skúli situr keikur í hnakknum að venju og teymir kerruhestinn. Ég lötra á eftir vagninum, finnst mér beri að hafa auga með Steingrimi. Mósa fær nú að fara fetganginn. Hún er líka búin að hlaupa þindarlaust 70 til 80 km vegalengd síðan um hádegi. Eftir þennan dag verður hún heldur aldrei söm og jöfn. Kvöldrökkrið er fallið á, þegar sigið er út með Síðufjöllunum sem Steingrímur fær ekki að líta framar. Þegar komið er á móts við Keldunúpinn, lít ég ekki þangað upp í þetta skiptið, hef líklega ekki hugsað neitt hlýlega til Keldunúpsfíflsins og hellis þess. Nú fer Steingrímur í síð- asta sinn um Keldunúpshlaðið. Þá verður mér aftur hugsað til Helgu gömlu. Það kemur á mig hik. Var víst að það væru svo slæm örlög að deyja snöggt, — deyja í blóma lifsins. Nú er aðeins örskammur spölur heim að Breiðabólstað. Þegar svona langt er komið verður að segja þessa sögu undandráttarlaust til enda. Mér er nokkuð órótt innanbrjósts. Því meir sem leiðin styttist því meir óska ég að hún lengist og lengist. Heima á Breiðabólstað biður ung stúlka ári yngri en Steingrímur. Allir vissu að með þeim voru nánir kærleikar, hversu nánir veit ég ekki, en altalað var, að þau væru leynilega trúlofuð. Ég hafði heyrt margar sögur af fólki er lent hafði í svipuðum kringumstæð- um og hér voru. Hvernig mundi hún taka þeim atburðum er hér höfðu gerst, stúlkan sú? Enginn fær stöðvað tímans rás, það er komið í hlaðið. Komið er fram yfir miðnætti og fólkið hefur tekið á sig náðir, allir nema tveir. Snorri læknir og vinkona Steingríms bíða úti. Hún hefur þegar tekið til þvottaskálar og handklæði. Hennar bíður það hlut- verk að þvo líkama vinar síns í hinsta sinn og búa hann til hinnar löngu hvíldar. Hún gengur að því verki með þeirri nákvæmni og vandvirkni, sem hún hafði vanið sig á við öll sín störf. Áhyggjur mínar höfðu verið ástæðu- lausar. Enginn sá hana bregða skap- lyndi sínu hið minnsta hvað sem innifyrir bjó. Heima er bezt 87

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.