Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.03.1985, Qupperneq 12
HÓLMSTEINN HELGASON, Raufarhöfn Skólaferð árið 1916 Ég átti heima í Ásseli á Langanesi, en hafði sótt um vist á ung- mennaskólanum á Hvít- árbakka í Borgarfirði syðra, sem þá var kall- aður lýðháskóli. Hann var rekinn svo sem verða mátti að fyrir- mynd þeirra skóla á Norðurlöndum, einkum í Danmörku, en þar hafði stofnandi og skólastjóri þessa skóla stundað nám, eftir að hafa útskrifast frá bændaskólanum í Ólafs- dal. Verður sú saga ekki rakin hér, þótt merk megi teljast í skólamál- um okkar þjóðar á þeim tíma, og Reykholtsskóli sé arftaki Hvítárbakka- skólans. 1 Námsfjár aflað á Skálum á Langanesi Einn af sveitungum mínum, sem út- skrifaður var af bændaskólanum á Eiðum, hafði verið á Hvítárbakka- skólanum vetrarlangt og lét vel af bæði námi og því, hve sérstaklega ódýrt þar hefði verið að dvelja í heimavistinni. Ég var kominn yfir tvítugt og hafði ekki getað látið eftir þeirri löngun minni, sökum fátæktar, að afla mér frekari fræðslu, en ég hafði getað komizt yfir með eins vetrar setu í unglingaskóla á Vopnafirði og sjálfs- námi, sem ég reyndi að stunda eftir getu. Allt, sem ég vann inn, utan heimilis, sem raunar var ekki mikið, gekk til sameiginlegrar þarfar fjöl- skyldunnar, en ég var elztur barn- anna, og hvíldi því mest á mér, ásamt foreldrum mínum, um framfærsluna, þar sem líka elzti bróðir minn, þremur og hálfu ári yngri, var heilsulaus og ekki vinnufær á þessum árum, og svo þrír drengir aðrir innan fermingar. Að loknum sauðburði þetta vor, 1916, lét ég í poka nauðsynlegasta fatnað minn, batt á bak mér og lagði land undir fót út að Skálum á Langa- nesi, sem var þá orðin allstór verstöð og þorp, með þeirri fyrirætlun að koma mér þar í einhverja vinnu á sjó eða landi, sem ég gæti aflað mér pen- inga með, því nú var ég ráðinn í að láta ekki lengur dragast einhverja skólagöngu. Á Skálum dvaldi ég í 6 vikur, komst þar á sjóinn og aflaði allvel. Afla minn seldi ég Þorsteini Jónssyni frá Seyðis- firði, sem þarna keypti fisk og frum- verkaði í salti og gerði sjálfur út nokkra árabáta. Þegar ég yfirgaf ver- stöðina um mánaðamót júlí og ágúst og hélt heim til heyskaparstarfa, fékk ég lítið meira útborgað en það, sem ég þurfti að greiða þar á Skálum fyrir uppihald mitt þennan dvalartíma, en hitt stóð inni hjá fiskkaupandanum til síðari tíma. 1 septembermánuði skrif- aði ég Þorsteini og sagði honum, að ég mundi sækja innstæðu mína til hans á Seyðisfjörð, í sambandi við komu e/s Botníu þangað frá útlöndum í október n.k. og að hann hefði þá þessa pen- 88 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.