Heima er bezt - 01.03.1985, Side 13
inga mína tiltæka. En þetta var lítið
yfir 300,00 kr.
Ég hafði fengið samþykki fyrir
skólavist á Hvítárbakka veturinn
1916-17. Samgöngur voru erfiðar á
þeim tímum. E/s Sterling átti að
koma til Þórshafnar snemma í slátur-
tíð, síðustu daga septembermánaðar,
fara austur um, og frá Austfjörðum til
útlanda með haustvörur, sem tiltækar
voru. Með þeirri ferð sendi ég far-
angur minn til skólavistarinnar, á
Seyðisfjörð, en hafði áður kynnt mér
það, að e/s Botnía var áætluð á Seyð-
isfjörð um miðjan október og þaðan
suður um land til Reykjavíkur. Ég var
við vinnu á sláturhúsi á Þórshöfn og
fannst hyggilegra að vinna heimili
mínu inn peninga en fara með Ster-
ling og kaupa mig niður á Seyðisfirði
um lengri tíma og bíða eftir Botníu,
um aðra ferð var ekki að ræða. Þá
vildi ég heldur leggja landið undir
fótinn, þó langt væri til Seyðisfjarðar,
en ég var á þeim árum frískur göngu-
maður og vílaði ekki fyrir mér nokk-
urra daga göngu.
2
Ferðalagið hefst. Til Mið-
fjarðar og Vopnafjarðar
Það mun hafa verið 6. eða 7. október,
sem ég lagði upp í ferðalagið og komst
ekki af stað fyrr en um hádegi, því
kvöldið áður hafði ég hætt á slátur-
húsinu og komið seint heim.
Það var hægviðri, og hafði aðeins
fallið snjóföl á jörð um nóttina, sem
ekki var þó farartálmi göngumanni,
heldur aðeins mýkra við fót, farangur
hafði ég léttan, aðeins pokaskaufa
með sokkaplöggum til skipta og skóm.
Fyrsta daginn fór ég aðeins í Miðfjörð
á Langanesströnd. Settist þar að, fyrr
en þurft hefði, hjá Jónasi föðurbróður
mínum og Hólmfríði móðursystur
minni, sem vildu endilega hafa mig til
gistingar, enda gerði Jónas jafnvel ráð
fyrir að fylgjast með mér til Vopna-
fjarðar, því þangað ætti hann erindi,
og þótti mér það betri kostur.
Við komumst ekki af stað frá Mið-
firði fyrr en undir hádegi. Veður var
ekki sem álitlegast, norðankaldi og
nokkuð dimm hríðarél, en birti á
milli, og hafði bætt nokkuð á um
nóttina, en þó engin ófærð komin.
Það kvöld var sest að á Dalhúsum,
sem er bær undir Sandvíkurheiði að
norðan, því ekki þótti rétt að leggja
upp á heiði svo seint á degi, sem við
komum að Dalhúsum í ótryggu veð-
urútliti. Þá bjuggu á Dalhúsum
Gunnlaugur Jónsson frá Höfn í
Bakkafirði og Oktavía Jóhannesdóttir
frá Dalhúsum. Höfðum við þar góða
gistingu.
Morguninn eftir, í dagrenningu,
fylgdi Gunnlaugur bóndi okkur yfir
Bakkaá, sem rennur skammt frá
bænum, og óð ána tvær ferðir með
okkur á baki sér, því hest hafði hann
ekki við hús en vildi ekki, að við
bleyttum okkur í fætur, áður en við
legðum á heiðina. Áin var með mjó-
um skörum við bæði lönd, en annars
auð, því frost höfðu verið væg með
þessum hríðaréljum, og fremur var
hún grunn.
Veðrið versnaði ekki, þegar fram á
daginn kom, aðeins sami norðan
kuldagjósturinn og fremur strjál él.
Við vorum hátt á fimmta klukkutíma
yfir heiðina, óðum Selá skammt frá
Hvammsgerði og gengum í blautu
niður í Vopnafjarðarkauptún, kom-
um þar í rökkri, dálítið gönguþreyttir,
því þæfingur af snjó hafði verið á
heiðinni, og aldrei er gott göngufæri í
fyrstu snjóum.
Við tókum gistingu á Vopnafirði,
hjá Gunnlaugi Sigvaldasyni móður-
bróður mínum og Margréti Gríms-
dóttur konu hans, og var ekki í kot
vísað. Fljótlega eftir að við komum
barst ferðalag mitt i tal, og sagði þá
Gunnlaugur, að þar væru nokkrir
menn í þann veginn að leggja af stað
landveg til Seyðisfjarðar, í veg fyrir
Botníu til Reykjavíkur. Þótti mér þar
bera vel í veiði og bað Gunnlaug að
grennslast um, hve nær þeir hyggðust
leggja upp, og að ég óskaði eftir að
verða þeim samferða. Gunnlaugur fór
um kvöldið til fundar við ferðamenn-
ina og kom með þær fréttir, að þeir
mundu leggja upp næsta dag, ekki
snemma, og væri ég velkominn í
hópinn.
3
Þriðji göngudagurinn.
Ferðafélögum fjölgar
Það var liðin nokkur stund frá hádegi,
og ég búinn að bíða, að mér fannst,
óratíma ferðbúinn, þegar ferðamenn-
irnir birtust, fjórir í hóp, allir með
einhvérja smápinkla á baki. Þeir
þurftu ekki að bíða eftir mér, ég
kvaddi í snatri og snaraðist út á eftir
þeim. Komst ég í hópinn eftir ör-
skamma stund.
Áður en lengra er haldið, vil ég
reyna að gera stuttlega skil á þessum
samferðamönnum mínum, sem voru
að leggja af stað frá Vopnafjarðar-
kauptúni: Fyrstan tel ég þá Karl Sig-
valdason, sem þá taldist bóndi í
Syðri-Vík í Vopnafirði og vissulega
hafði þar bú, en var sjálfur eitthvað
laus við, því veturinn áður, a.m.k.
hafði hann dvalizt í Kaupmannahöfn
og mundi einnig dveljast þar í hönd
farandi vetur. Hann var einhverskon-
ar starfsmaður eða erindreki svo-
nefnds „Títan-félags“, sem margir
munu kannast við og hafði á stefnu-
skrá sinni raforkuframleiðslu með
vatnsafli hér á landi. Var á Karli að
heyra, að Lagarfoss væri fyrsta verk-
efnið, og vonaði hann, að það gæti
hafizt á komandi vori. Annar ferða-
maðurinn var Páll Einarsson, sem
undanfarið hafði verið starfsmaður
við verzlun Örum & Wulfs á Vopna-
firði, en var nú að hverfa þaðan. Páll
hefur í hálfa öld verið sýslustarfs-
maður, fyrst á Húsavík og síðar á Ak-
ureyri. Þriðji ferðamaðurinn var Sig-
urður Ólafsson, unglingspiltur, að
mestu uppfóstraður á Fremra-Núpi í
Vopnafirði. Fjórði maðurinn var
Thorvald Wejvett, unglingur úr
kauptúninu, af dönskum eða þýskum
uppruna í föðurætt.
Það var nokkuð farið að bregða
birtu, þegar við fórum hjá Krossavík,
hriðarveður, ekki mjög hvasst en
drjúg snjókoma. Karl Sigvaldason
kom ekki við heima hjá sér í Syðri-
Vík, enda svolítið úr leið, úr því hann
byrjaði ferðina úr kauptúninu,
hvernig sem nú á því stóð, en ákvað að
ná til gistingar að Vindfelli, sem er í
leiðinni til Hellisheiðar. Það var al-
Heima er bezt 89