Heima er bezt - 01.03.1985, Síða 14
dimmt fyrir nokkru, er þangað kom.
Bóndinn á Vindfelli hét Gísli, og tók
hann við okkur til gistingar með hinni
alkunnu, íslenzku sveitagestrisni
þeirra tíma og fékkst ekki um mann-
fjöldann. Bóndi var mjög skrafhreifur
um kvöldið og ræddi mest við Karl
um virkjun Lagarfoss, sem hann virt-
ist hafa á mikinn áhuga. Matur og
allur aðbúnaður þarna var í bezta lagi
og sýndi enga búsveltu, enda haust-
dagar.
4
Frá Vindfelli til Ketils-
staða í erfiðri færð
Nú átti að leggja af stað, fyrr en farið
var úr kauptúninu, helzt ekki síðar en
klukkan 7 morguninn eftir, ef ekki
hindraði veður. Ég held, að konurnar
á Vindfelli hafi ekki sest að um nótt-
ina, því um klukkan 6 vorum við
vaktir, og þá til að drekka morgun-
kaffi. Þar rétt á eftir var borin á borð
nýsoðin kjötsúpa, ásamt kjöti og
slátri, en því miður var matarlystin hjá
okkur, svo snemma morguns ekki í
samræmi við það, sem á borð var
borðið, eitthvað var þó reynt við rétt-
ina og síðan hraðað sér af stað, því nú
var Hellisheiði framundan, milli
Vopnafjarðar og Jökulsárhlíðar.
Það var ekki runninn dagur, þegar
við lögðum af stað frá Vindfelli og
ekki meir en hálfbjart, þegar við fór-
um framhjá Eyvindarstöðum, sem er
næsti bær vestan heiðarinnar. Ekki
urðum við þar manna varir, og hefur
fólk þar naumast verið úr rekkju risið.
Dálítið dalverpi er á milli bæjarins á
Eyvindarstöðum og heiðarbrekkunn-
ar. sem er bæði há og brött, raunar
fjallshlíð, stalialaus, upp að sækja.
Talsvert hafði bætt á snjóinn um
nóttina, og loft enn fremur lágskýjað
og hríðarél af og til. Mikinn snjó hafði
skafið ofan af fjöllunum og niður í
brekkuna, og var þar botnlaus ófærð,
sem við áttum upp að sækja. Við vor-
um eitthvað á þriðja klukkutíma að
brjótast um í þessari brekku, ýmist að
kafa í sporaslóð eða skríða, þar sem
botnlaust var. Við Sigurður Ólafsson
skiptumst á að fara á undan og mynda
slóð eða bæla fönnina eftir föngum,
því við vorum einna léttastir til
gangsins og vanir labbinu, en hinir
meiri kyrrstöðumenn.
Þegar nokkuð upp í brekkuna var
komið, fóru sumir að kvarta um
þreytu og vildu taka sér lengri hvíldir.
Renningurinn ofan af fjallinu dundi á
okkur, sérstaklega þó, þegar élin
gengu yfir, og var þá algert dimm-
viðri. Páll Éinarsson virtist þola
þennan þæfing einna verst, enda
hafði hann undanfarið setið á skrif-
stofu á Vopnafirði og hreyft sig lítið,
var þó stæltur fimleikamaður á
skólaárunum. Ég bauð honum þá að
losa hann við bagga sinn, og þáði
hann það, enda létti það svolítið fyrir
honum kafaldið. Bagganum skilaði ég
ekki fyrr en í náttstað var komið.
Þegar loks upp á fjallið var komið,
var gangfæri allgott, því rifið hafði af
öllum hávöðum, og á Hellisheiði
(eystri) er mikið hægt að þræða mela
og ása. Lítinn snjó hafði fest, og virtist
sem miklu minni snjór væri, þegar
austar kom. Það var aðeins lítið tekið
að bregða birtu, þegar við komum að
Ketilsstöðum, sem er austasti bær í
Jökulsárhlíðinni, og var þar tekin
næturgisting, þótt ekki væri fremur
dags, því sumum ferðamönnunum
fannst þeir nægilega þreyttir. Þar átti
Auslurbrekkan mesta sök á.
Það þótti helzt til margt til gistingar
á Ketilsstöðum, að við yrðum þar allir
fimm næturgestir, fóru því þeir Sig-
urður Ólafsson og Thorvald til næsta
bæjar og gistu þar. Það var nokkurn
spöl vestar, nær Jökulsá og hét Mýr-
arkot eða Mýrarsel. Við áttum ágæta
nótt á Ketilsstöðum og fengum ekki
að greiða neitt fyrir næturgreiðann.
Þá bjuggu þar hjónin Magnús Sig-
björnsson og Jónína.
5
Sleðbrjótssel og ægileg
lífsreynsla hjá Fossvöllum
á fimmta degi. Kaffi-
drykkja í fjárhúsum í Bót
Þegar við vorum ferðbúnir morgun-
inn eftir, eitthvað stundu fyrir hádegi,
kom Sigurður Ólafsson einn til móts
við okkur og sagði þær fréttir, að
Thorvald ferðafélagi væri hálflasinn
og alveg afhuga ferðalagi, mundi
hann snúa heimleiðis, er hann hefði
90 Heima er bezt