Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 17
Elísabet Geirmundsdóttir Mannlíf Þú víðáttan kvika, ég vil ekki hika nú verð ég að slíta öll bönd. Sólgeislar loga um ljósbláa voga og leika sér bárur við strönd. Lögurinn tindrar og leiftrar og sindrar og leiða ég hrindi mér frá. Ég finn hvernig blossar í brjóstinu og fossar um blóð mitt hin ólgandi þrá. Það er logandi straumur, það er líf ekki draumur, sem leysir hin þvingandi tröf, þegar ljómar af degi, er létt mínu fleyi og látið á svellandi höf. Vindurinn tryllir og voðina fyllir og víður er glitrandi hlér. Ó berðu mig alda á brjóstinu kalda ég bíð ekki lengur, — ég fer. Útþrá Yfir hafið líður ljúfur blær, léttum fyrir anda gárast sléttur sær. Ljósa bláa báran leitar uppi ókunn lönd, lyftist og brotnar og deyr við svala strönd. Þrár manna reika um ómælis óravíð höf, eins og báran kvika, þær hafa enga töf. Loks er landið þráða sér lyftir úr köldum sæ, lífið er á enda, sem bára vakin af blæ. Iðunn Ágústsdóttir Óveðurskvöld I Forlög kalla. Sem fallandi straumur er för manns og dáðadraumur. Einum geymist þó öðrum gleymist í glaumi og munúðarseimi. II Heyr storma þorra, stefin kveða óð við strendur sands og kletta, efldum móð. Þá minnist þess að maður hver er smár og megnar lítt að þerra annars tár. Við brimasand er búinn dauði þeim er berst á kaf, sá framar nær ei heim. En kemst þó „heim“, það komast allir menn, þeir koma að lokum, einn og einn í senn. Menn segja að tíminn sárin lækni flest, þó sól mun áður oft, svo oft, fá sest. Er kulnar vonin, kallar sál í neyð. Hví reiðist svo, hví fór á þessa leið? Ó. haltu vöku, hugur óttast fár, er hafið glampar stund sem spegil gljár. Því oftar rok mun organ hafsins slá, þá einn og einn sem ei mun landi ná. Ó, guð minn faðir, græddu allra sár þeim gefðu frið og þerrðu af vanga tár. Lát bjarma sólar bræða ís sem fól það brum á lífsins meið, er áður kól. Heimaerbezt 93

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.