Heima er bezt - 01.03.1985, Page 21
Gamla kennaraskólahúsið í Reykjavík. Héðan lauk Árni prófi 1938, eftir mikið mótiæti.
fylgjast með því, sem lesið var í skól-
anum. Og dagamir siluðust áfram.
Rétt fyrir jólin var svo ákveðið, að ég
legðist inn á Landsspítalann til upp-
skurðar og að ég notaði jólafríið á
sjúkrahúsinu.
.»
Loksins er ég þá kominn á skurð-
stofuna til Guðmundar Thoroddsen
og starfsliðs hans. Til öryggis var ég
festur með ólum við sjúkrabekkinn og
svæfingarlyfið borið að vitum mér.
Þegar lyfið tók að verka, hef ég aldrei
lifað þvílíka sælu- og unaðsstund. Ég
leið upp í loftið — frá sjálfum mér —
við undurfagran söng, sennilega söngl
frá einhverjum viðstöddum, og þar
með fjaraði meðvitundin út og ég vissi
ekki lengur, að ég var til. Sælan og
meðvitundarleysið varaði ekki lengi.
Ég vaknaði með uppköstum og sáru
taki í kviðarholi. Mikil ígerð var
komin við botnlangann, sem nú var
að vísu farinn og var holskurðurinn
hafður opinn á parti með sárakanna.
Þarna lá ég um jólin og leið betur
eftir því, sem ígerðin minnkaði.
Skólabræður mínir heimsóttu mig og
Steinunn kom oft og fylgdist með
heilsufari mínu, en hún var heimilis-
kennari þennan vetur í Borgarfirði.
Allt var gert á spítalanum til að sjúkl-
ingunum liði sem best. Jólin leyndu
sér ekki: gjafir, jólatré, kertaljós o.fl.
Þetta voru sérstök jól fyrir mig og ólík
því, sem ég hafði áður lifað. Þetta var
áhrifamikil reynsla og þroskandi, þó
að ekki væri hún þægileg meðan á því
stóð. Læknar og hjúkrunarlið reyndist
mér ágætlega og var notalegt að finna
nærgætni þess og hlýhug.
Eftir að ég komst af sjúkrahúsinu,
þurfti ég að mæta þar til eftirlits og
umbúðaskiptingar. Fannst mér leitt
að komast ekki í skólann og spurði nú
hikandi Guðmund Thoroddsen
lækni, hvort ég mætti ekki fara að
stunda skólann. Það var eins og hann
yrði hálf hissa og segir svo eftir
stundarkorn: „Ja, ef þú treystir þér til,
þá máttu prófa það“. Það stóð ekki á
mér og fór ég í skólann daginn eftir og
mun það hafa verið nálægt miðjum
janúar.
Ég hitti fyrst skólastjórann, Frey-
stein Gunnarsson, sem tók mér mjög
alúðlega og gaf mér góð ráð. En einn
af kennurum skólans var mér ekki
jafnnotalegur. Hann var ákafamaður,
sem gerði miklar kröfur til sjálfs sín og
annarra, en grein hans var byrjunar-
kennsla í lestri og kennslufræðum.
Það valt á miklu með kennslu hans við
skólann. Eg vildi leita ráða hans,
hvernig ég gæti sem best unnið upp
það, sem ég hafði misst, en þar hafði
ég ekkert getað lesið mér til í veikind-
um. Orð hans voru eitthvað á þessa
leið:
„Mér sýnist, að þú sért úr leik. Þú
getur ekki náð því, sem þú hefur tap-
að úr kennslu. Þú verður að fara í 3.
bekk næsta haust, ef þú vilt ná kenn-
araprófi. Það þýðir ekkert fyrir þig að
halda áfram hjá mér“. Ég þrjóskaðist
við og hélt, að hann bannaði mér ekki
að sitja í tímum, þar sem ég væri
skráður nemandi.
„Þú getur það,“ sagði hann, „en
það er þýðingarlaust“.
Ég hafði áður fengist við kennslu og
hafði sótt námsskeið á Akureyri ein-
mitt í þessari grein, svokallaðri
hljóðaaðferð í byrjunarlestri barna.
Ég hafði því dálitla þekkingu og æf-
ingu á kennslusviði þessa kennara, en
það vissi hann ekki og ég var ekkert að
flíka því. Ég sótti svo tíma til hans eins
og annarra kennara. Og tíminn leið.
Sumir skólafélagar mínir voru mér
mjög hjálpsamir og vildu allt fyrir mig
gera og kom mér það oft mjög vel, því
stundum var skilningurinn ekki á
marga fiska og tíminn oft naumur,
þótt ekki stundaði ég dansstaði, bíó-
ferðir eða skáldsagnalestur. Allur
tíminn fór í skólanámið og hrökk ekki
til. Prófin nálguðust og hafði ég bætt
mér að nokkru það, sem tapast hafði.
Áðurnefndur kennari sá, er á reyndi,
að ég var ekki eftirbátur hinna í hans
fagi og reyndist hann mér eftir að
hinn ljúfmannlegasti og var auð-
fundið, að hann vildi bæta fyrir
ónotalegheit sín, en aldrei minntist
hann á það við mig.
Kennaraprófi lauk ég um vorið,
eftir heilsufarslegt mótlæti og krapp-
an fjárhag. Ég fór ekki í skólaferða-
lagið með skólasystkinum mínum.
Þurfti að spara. En einn skólabróðir
minn sendi mér seinna bréf og myndir
frá ferðalaginu. Var þá farið um
Suðurland, ekki var það nú lengra í þá
daga.
Ég giftist Steinunni í próflokin,
heima hjá séra Bjarna Jónssyni í
Reykjavík. Síðan héldum við heim til
átthaganna og að koma á heimaslóðir
var hinn besta brúðkaupsferð.
Heima er bezt 97