Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 22
Þetta er athyglisverður þáttur frá Austfjörðum. Stórhvelavöðurnar og síldartorfurnar inni á Mjóafirði forðum eru í fersku minni Gísla. Eftirminnileg er lýsing hans á hvalnum sem festi sig við mynni Borgareyrarár. Gísli býr nú í Hafn- arfirði í hárri elli. Kona hans var Fanný Ingv- arsdóttir. Börn þeirra eru Margrét, húsmóðir á Akureyri, Ingvar, al- þingismaður, María, húsmóðir í Reykjavík, Kristján, sjómaður í Reykjavík, Ásdís, fóstra í Kópavogi og Tryggvi, skólameistari á Ákureyri. Ég er fæddur 1893 og mér finnst ég muna eftir ýmsu er við bar, þegar ég var fjögurra ára, en þó varla því er nokkru skiptir. Litlu eftir þann aldur fara að bera fyrir augu mér minnis- stæðari atvik og sum sitja föst í minni GÍSLI KRISTJÁNSSON frá Mjóafirði , Það sem geymist i mínu ljóslifandi án þess þó að ég geti með nokkurri vissu og nákvæmni greint frá ártali, hvað þá meiri eða nánari tímasetningu. Ég varð krafta- Smár sjómaður tíu og hálfs árs. Það mun þó hafa verið árið 1900 frekar en árið áður eða eftir, að ég ásamt fjölda fólks stóð við flæðarmál í Brekkuþorpi í Mjóafirði og horfði á þvílíka stórhvelagengd um gervallan fjörðinn að undrun vakti allra er á horfðu. Ég heyrði fullorðna sjómenn þver- taka fyrir að mögulegt væri að setja bát á flot, hvergi nánast auður blettur á öllum firðinum svo langt sem til sást, það mundi líftjón og bátstap. En ólýsanleg var þessi stórfenglega sjón og ógleymanleg. Víða í Mjóafirði er aðdýpi með ólíkindum og mun svo vera víðar á Austfjörðum. Venjulega vatnslítil á, Borgareyr- ará, fellur í sjó í þorpinu og mun hafa gert í árhundruð eða þúsundir ára. Hver veit það? Áin hefur myndað nokkurt grunn fram af ósnum, sem er andstæða við annars aðdýpið beggja megin áróssins. Þá bar svo við, að eitt stórhveli úr torfunni tók niðri á grynninu fram af árósnum og barðist um. Sveiflaði hinum gríðarmikla sporði og braust um, s.vo bárur féllu hratt við fjöruna eins og af sterkri vindkviku. Á þessu gekk alllengi og störðu menn agndofa á hamfarir hvalsins, og sporðurinn þeytti möl og steinum allt umhverfis. Menn munu hafa búist við að skepnan spryngi af þessum heljarátökum fyrir frelsi sínu og að þeir fengju mikla björg þar á móti. En loks hlaut hvalurinn laun erfiðis síns og frelsið sem barist var fyrir. Nóg var dýpið beggja megin eyrarinnar og djúp víðátta hafsins. Mönnum þóttu endalokin verri. Mat- ur annars nægur á Mjóafirði hinum fisksæla á þessum árum, hvað sem áður kann að hafa verið. Hvað lengi menn entust til að horfa á þessa mikilfenglegu sjón hundraða eða þúsunda stórhvela man ég ekki. Einmitt um þessar mundir kom Hans Ellefsen frá Vestfjörðum með stóran flota veiðiskipa og tvö flutn- ingaskip. Litlu síðar Lauritz Berg með nokkru færri veiðiskip og eitt flutningaskip. Um 1902 var allur floti veiðiskipa í óða önn byrjaður að skjóta stórhveli skammt undan aust- urströnd landsins. En ekki liðu mörg ár þar til sækja varð lengra á haf út og vart mun hvalur hafa sést inni á Mjóafirði. Þó var mér sagt, að áratug síðar hafi reyðarhvalur haldið sig þar einn, vikum saman. Vissulega varð hann ekki fyrir áreitni á fyrri vett- vangi kynbræðra og systra. Ég má fullyrða, að 3-4 síðustu árin sem hvalveiðar voru stundaðar frá hinum tveim stöðvum á Mjóafirði hafi hvalir ekki sést nærri Austur- landi. En hvalveiðum lauk raunar 1912, þó eitthvað væri gert út 1913 og örfáir hvalir veiddir það ár. Því hugleiði ég þetta nú svo löngu seinna, að ég er undrandi yfir hversu skammur tími leið frá hinni ofboðs- legu hvalagengd, þangað til í fjörðum 98 Heimuerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.