Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 23
Mjóifjörður með verslunar-
húsum Konráðs Hjálmars-
sonar á blómalímanum sem
Gísli minnist. Hann saknar
hvalanna, sem léku sér í
hundraða tali á firðinum.
Borgareyrará er þarna í
grennd. Nú búa 20-30
manns í Mjóafirði, en sem
dœmi má nefna að í hvalstöð
Norðmanna í Asknesi voru
300-400 manns fyrir utan
skipshafnir um aldamótin.
og með öllu Austurlandi sást ekki
nokkur hvalur. Á liðlega 10 árum var
allur hvalur flúinn, hann var ekki all-
ur skotinn. Hvað olli? Fleira en eitt
gat komið til.
Þá minnist ég frásagnar hins mæta
manns Gísla Lárussonar í Stakka-
gerði, Vestmannaeyjum. Ég var
heimagangur í húsi hans og fjölskyld-
unnar, er ég sótti atvinnu til Eyja
1911-1916. Gísli var, að mig minnir
mér vera sagt, sigmaður ötull og
djarfur, ungur maður og átti hann
marga stund í úteyjum, Heimakletti
og annars staðar þar sem var fengs
von, fugla og eggja. Ef til vill vegna
þess að ég var af Mjóafirði þar sem
Gísla Lárussyni var kunnugt um, að
tvær hvalstöðvar voru, hefur hann
spurt mig frétta hvernig veiðarnar
gengju og fleira þar að lútandi.
Ég hafði unnið ígripavinnu á stöð
Ellefsens og var allkunnugur ýmsum
Norðmönnum, sem þar störfuðu ár-
um saman. Reyndi ég að svara
spurningum Gísla eins og ég gat best,
og sagði honum, að veiði væri orðin
nánast engin og veiðiskipin á báðum
stöðvunum þó 12-14. Gat einnig um
hina miklu hvalagengd, áður en þeir
hófu veiðar eða rétt um þær mundir.
Þá sagði Gísli Lárusson mér frá því,
er hann eitt sinn af háum sjónarhóli
hefði starað undrandi út yfir hafið á
hvalatorfur um allan sjó, en mestar
suður og vestur af Vestmannaeyjum.
Sagðist aldrei myndi gleyma þeirri
sýn. Gísli hafði dvalið eitt sumar í húsi
foreldra minna fyrir aldamót og tók
þá ástfóstri við mig, lítinn dreng-
hnokka.
Nú hefur hvalur verið veiddur frá
hvalstöð í Hvalfirði síðan 1948. Að
þeim veiðum eru fjórir veiðibátar,
mikið stærri en þeir sem ég minnist frá
Mjóafirði. Ganghraði þeirra miklu
meiri og eflaust allur búnaður meiri
og fullkomnari.
Engan dóm ætla ég að fella um
veiðar þeirra, sem eru miklu meiri á
hvert skip en var á veiðiskipin á
Mjóafirði fyrsta áratug þessarar aldar.
Og hvalurinn hvarf, flúði að því er
virtist algerlega af hafinu öllu austan
íslands og hann hefur ekki komið
aftur. Annars staðar hljóta skilyrði að
vera meiri og betri, svo sem suðvestur
og vestur af íslandi. Ég gleymi ekki
frásögn Gísla Lárussonar, þegar hann
ungur starði undrandi og hugfanginn
á hvalamergð um allan sjó suður og
vestur af Vestmannaeyjum. Sú mergð
er nú löngu horfin, utan nokkrar eft-
irlegukindur. Þarna á svæði eru trú-
lega lokkandi lífsskilyrði hvala. Hvað
lengi? Veit enginn. Gát er á höfð nú,
hefur mér skilist og veiðin jöfn og góð
frá ári til árs á fjóra veiðibáta móti
margföldum bátafjölda á hvalstöðv-
unum á Mjóafirði fyrrum.
Þess vegna skrifa ég þessar línur, að
ég og allur almenningur hef i nokkur
ár ekki komist hjá því að hlýða á þrá-
látar deilur um hvaladráp annars
vegar og algera friðun hins vegar. Það
eitt fullyrði ég (eins og máltækið seg-
ir), að enginn brunnur er svo djúpur,
að ekki verði þurrausinn. Læt ég svo
útrætt um hvali, stórhveli, dráp eða
friðun.
Þá vil ég í fáum orðum geta um
síldargengd á Mjóafirði að sögn all-
mikið eldri manna þar, sem sögðu
mér sögur um síldargengd í fjörðinn
og í sambandi við hana fiskigengd
mikla. Skulu hér rifjaðar upp tvær af
þessum sögum.
Það bar við alllöngu fyrir síðustu
aldamót, að við klappirnar niður af
Krossstekk var eitt sinn þvílík mergð
síldar að fyllti hvern vog og skoru
milli klappanna svo með ólíkindum
var. Menn fóru niður á klappirnar og
jusu síldinni upp með fötum. Mikil
hálka myndaðist á klöppunum. Einn
mannanna gætti sín ekki nægilega vel,
féll út af klöppinni í sjóinn. Hann
sökk samstundis niður í síldartorfuna,
sem jafnskjótt luktist saman yfir höfði
hans. Manninum skaut aldrei upp að
sagt var.
Löngu seinna var kona að skola úr
plöggum við Borgareyrará, þar sem
mætist árvatnið og sjórinn. Konan
stóð á steini í ánni. Veitir hún því at-
hygli, að fiskitorfa líður áfram við
fætur hennar, þar sem hún stendur á
steininum og við nánari eftirgrennsl-
an reyndist þetta vera stórsíld. Má
geta nærri, hversu mikið hefur verið
af henni þegar fjær dró og dýpra.
Síldin þrengdist upp í ána eða öllu
heldur ármynnið.
Á síldin eftir að aukast og vekja at-
hafnalífið, vekja af Þyrnirósarsvefni
starfið á Mjóafirði, sem er mér svo
minnisstætt? Hver veit?
Heima er bezt 99