Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 24
Gunnar Guðmundsson
frá Hofi
Gamlar veiðiaðferðir:
Fuglanet
Æðarfugl var í upphafi aldarinnar veiddur í fuglanet,
sem lögð voru í fjörur. Netið var einn faðmur (eða hálfur
annar) á hvern kant.Það var fest við botn á öllum fjór-
um hornum með stjóra (yfirleitt steini). Flotholt eða
korkur mynduðu samhangandi röð allan hringinn að
ofanverðu, en netið náði talsvert niður með böndunum í
stjórana, Það varð því í laginu eins og kassi eða skúffa á
hvolfi, þegar féll að og flotholtin lyftu netinu.
í miðju var netakúla, til að halda netinu uppi þar. í
staðinn fyrir kork og netakúlu var hægt að nota sviðna
grenistubba. Grenið varð ekki vatnssósa ef hvergi var
skilinn eftir ósviðinn blettur á því. Ekki mátti bera fernis
eða annað efni á til að verjast vætunni, því það gerði lykt
og fældi bæði grásleppu og fugl frá.
Ætíð var steinað niður undir miðju netinu, bundið í
taug og lyftist í sjónum, yfirleitt innan úr fiski eða grá-
sleppu, best var það úr fiski. Agnið var látið undir miðj-
una á netinu þegar fór að falla að og staðið yfir því á
meðan, svo mávarnir ætu það ekki. Netin voru höfð þar
sem bára var lítil, líka undir bryggjum. Það var ekkert
farið leynt með þetta.
Mest var veitt af og sóst eftir æðarfugli, en alls konar
fugl steypti sér og synti undir netið og beit í agnið, en
komst ekki undan netinu aftur. Það gátu verið 4-8 fuglar
í því í einu, ef vel gekk yfir daginn.
Fuglinn var reyttur, sviðinn og saltaður, en hengdur út
og geymdur ef frost var. Allur fugl var étinn nema mávur
og hrafn. Að minnsta kosti þekktist það ekki á Suður-
nesjum.
Fuglagrindur
Kría og rita voru veiddar í grindur sunnanlands í mínu
ungdæmi, annað hvort sjógrindur eða landgrindur. Þær
voru svipaðar að gerð.
Agnið í grindunum var lifur, sem bundin var á þær.
Tvær stórar fjaðrir voru teknar og fanirnar rifnar af, svo
fjöðurstafirnir einir voru eftir. Þeir voru festir uppistand-
andi hvor sínum megin á grindina. Um þá var snúið
hrosshár, hvítt eða svart. Hrosshárið var stamt og rann
ekki greiðlega niður af fjöðurstöfunum. Best var það úr
faxi. Fjaðrirnar áttu helst að vera af lóm, himbrima eða
veiðibjöllu.
Þegar fuglinn hafði tyllt sér rétt til að gogga í agnið og
vildi hefja sig til flugs á ný, fór hann gegnum snöruna
sem hertist um leið að honum.
Mikið var veitt af ritu á þennan hátt, en kríunni var oft
sleppt. Ritan var ágætur matur. Þessi aðferð var notuð
alls staðar þar sem ég þekkti til suður með sjó.
100 Heima er bezt