Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Side 26

Heima er bezt - 01.03.1985, Side 26
Hundarnir voru mjög vel vandir, en þó kom það einu sinni fyrir, að St. Bernharðshundar réðust á stúlku, sem var í skíðaför, og særðu hana til ólífis. Það varð til að koma óorði á St. Bernharðshundanna á tímabili, og var talað um að hætta að hafa þá við þessi björgunarstörf. Síðar gaf auðmaður einn stóra fjárupphæð, til þess að unnt yrði að venja hundana betur, svo að slíkt gæti ekki komið fyrir aftur. St. Bernharöshundurinn /F,ttfeðnr hins núlifandi St. Bernharðshunds var að finna í Tíbet. Frá Tíbet var hann fluttur til Indlands, en þar var hann einkum notaður til Ijónaveiða. Alexander mikli, sem varð mjög hrifinn af honum, flutti nokkra til Evrópu. Rómverjar hinir fornu lærðu mikið af þessum vitru dýrum, sem ekki þekktu hið minnsta til hræðslu. Rómverskir her- menn fluttu hundana til Helvetiu, hins rómanska Sviss, og þar urðu þeir brátt tryggir verðir bændabýla og búpenings. á voru þeir kallaðir „Molosser“-hundar, en síðar St. Bern- harðshundar eftir munkinum, sem stofnaði klaustrið í Stóra St. Bemharðsskarði. Frægastur allra St. Bernharðshunda er án efa Barry (1800-19), sem með teppi á bakinu og litla vínflösku um hálsinn, fór óþreytandi eftir Alpastígnum í afspyrnusnjó- stormum í leit að týndum mönnum, og til þess að færa þeim hina fyrstu hjálp. Hinn velþekkti Barry dó sem píslarvottur hinnar göfugu köllunar sinnar. „Hann bjargaði fjörutíu mannslífum og var drepinn af því fertugasta og fyrsta", stendur á minnismerkinu, sem var reist til minningar um hann. Fertugasta og fyrsta mannslífið var hermaður, sem Barry hafði grafið upp úr miklum snjó. En vegna þess að hermaðurinn var hálfmeðvitundarlaus, hélt hann að hundurinn væri að ráðast á sig og drap hið trygga dýr með hnífi. Það er ennfremur sagt frá því, hvernig Barry bjargaði frá dauða tiu ára gömlu barni, sem hann fann sofandi í snjón- um. Barry hitaði litla líkamann upp með bringu sinni og sleikti barnið og hristi þangað til það vaknaði. Þá lagðist hann niður alveg upp við barnið og fékk það til þess að setjast á bak sitt. Þannig komst Barry með barnið að lokum til sæluhússins. Minnismerkið um Barry er gert eftir þessari áhrifamiklu lýsingu. Sjálfurstendurhann nú uppstoppaður í náttúrugripasafni Bern, höfuðborgar Sviss. Fyrsta sundlaugin á Reykjum á Skeiðum, Árnes- sýslu, og vígslu- dagur hennar eru í barnsminni Hinriks. Lýsir hann eftir- minnilegu ferða- lagi þangað Það var á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar, sem Ungmennafélagshreyfingin sveif yfir íslandi, eins og marglit norðurljós á heiðu haustkvöldi. Félög voru stofn- uð og margt átti að gera. Er því best lýst í Ijóðum skáld- anna, „Vormenn íslands" og „Sjá hin ungborna tíð“, sem allir kunnu og sungu. Þótt fátt kæmist þá þegar í fram- kvæmd af hugsjónum þeim, sem efst voru settar, verða seint metin sem vert er, þau áhrif, sem hreyfingin hafði og hefurennáland ogþjóð. í þessum hrifningarhita var Ungmennafélag Skeiða- manna stofnað. Og eitt það fyrsta, sem félagið tók sér fyrir hendur, var að byggja sund- laug. Það hefur raunar staðið að byggingu fjögurra sund- lauga, og telja sumir það raunasögu. Það er þó naum- ast rétt að segja svo, frekar að skipst hafi á Ijós og skuggar, þar sem Ijósið hefði þurft að vera meira. Það er fyrsta laugin, sem hér kemur við sögu. Hún var byggð á Reykj- :Jt£? um á Skeiðum, þar sem stærstu og fegurstu fjárréttir landsins voru staðsettar. Um 80 stiga heitt jarðvatn var á Reykjum, kallaður Reykjahver. Vatnsrennsli lítið en átti þó að nægja í litla sundlaug. Hún var öll ofan- jarðar, svo frárennsli næðist. Til hennar kom vatnið í opinni járnrennu, sem lá á grjótgarði nokkurn spöl. Maður var svo ráðinn til að kenna sund. Það var Steingrímur, sonur Páls Erlingssonar, sundkennara. Strax og laugin var tilbúin, hófst námskeið í sundi, sem var vel sótt, mest af ungu fólki, og þótti beragóðan árangur. Bygging laugarinnar fór að mestu fram með sjálfboða- vinnu, en efni varð að kaupa fyrir peninga, sem ekki voru þá í hvers manns vasa. Til að ná einhverjum fjármunum upp í kostnaðinn, var haldin skemmtun, með sundsýningu og hlutaveltu, sem þá var kölluð tombóla. Þetta var eig- inlega vígsla laugarinnar, þó búið væri að synda í henni áður. Auðvitað var samkoman haldin á sunnudegi, og sá dagur skartaði því besta, sem þekkist á Suðurlandi, heið- ríkju, sól og stafalogni. Og bæirnir tæmdust af fólki. Eftir þeirri tímasetningu, sem skráð er frá þessum degi, hef ég verið þriggja ára, eða lítið eitt kominn á það fjórða og man ekkert eftir því tilstandi, sem alltaf fylgdi því, þegar margt fólk bjó sig til heiman- ferðar. Og ég átti að fara í 102 Heimaer bezt HINRIK A. ÞÓRÐARSON FYRS71 MANNFAGNAÐURINN fyrsta sinn á skemmtisam- komu. Hvers vegna veit ég ekki. Líklegast hefur enginn óskað þess að vera heima til að hafa eftirlit með einum óþægum krakka. Reiðskjóti minn var hryssa, sem fóstra mín átti, fífilbleik með mjóa blesu, sögð 49 tommur, bandmál á herða- kamb. Þætti það smátt hross nú. Hún var af því fræga hrossakyni, sem kennt er við Gest á Varmalæk í Borgar- firði. Var keypt sem gæðingur háu verði, fulltamin og mið- aldra. Hvers vegna, verður ekki sagt hér. Til þess liggurof löng saga. Hún hafði þá nátt- úru, að haga sér eins og best þótti þeim, sem á henni sat. Þó fjörið stæði hátt, svo hestfærum mönnum fannst stundum nóg um, hentaði hún jafn vel börnum og gamal- mennum. Haggaðist ekki, ef hún fann að knapinn var lé- legur. Þetta var hrossið sem átti að bera mig til fyrstu skemmtisamkomunnar. Grátt gæruskinn var látið á hryssuna, og ég settur klof- vega þar ofaná. Þó hrossið væri í minna lagi, náðu fæt- urnir á knapanum skammt niður á síðurnar. Svo átti að teyma undir. Þá vandaðist málið. Ég neitaði alveg svo niðurlægjandi verknaði, vildi ríða einn eins og hitt fólkið. Ekki minnist ég þess að hafa þá verið búinn að fara nokkuð einn á hesti. En veturinn áður var bleikálótt hestfolald í kúa- hlöðunni. Það var seint kastað, móðirin þrevetur, og því tekið undan og látið skammta sér sjálft. Gamall maður, sem Halldór hét, gekk um hlöðuna, leysti hey og fleira, sem með þurfti. Mér var sagt það, ég man það ekki, að ég hefði sótt mjög til hans í hlöðuna, því hann lét mig á bak folaldinu, en því líkaði fé- lagsskapurinn vel. Ungviðið dregst oftast hvað að öðru. Aðeins örlítill stigsmunur eftir þvíhvertegundiner. Líklega hefur eitthvað verið messað yfir þessu vandamáli, hvort óhætt væri að láta krakkann vera einan á hross- inu. Hvort sem þar um rætt lengur eða skemur, varð end- irinn sá, að taumurinn var látinn upp á hryssuna og riðið úr hlaði. Fór allt vel fyrst í stað, en Adam var ekki lengi í Para- dís. Þegar komið var snerti- spöl frá bænum, sveif ég af baki og lenti á mjúkri mosa- þúfu. Hvað ég man þetta vel. Ég held nærri því, að ég þekki þúfuna, ef ég leitaði. Ég meiddi mig ekkert, því þegar maður er ungur og dettur, er líkt og fjúki fífuhnoðri. En þung eru gamalla föllin, þá er eins og falli tonn, og hætt við að allt fari í klessu. Ég var fljótlega gripinn, snarað á bak og bundinn á hrossið, snæri brugðið um annan fótinn, ofan við hné og undir kvið á hross- inu og um hinn fótinn á sama hátt. Svo var haldið af stað aftur, og man ég ekki eftir neinu sérstöku, það sem eftir var leiðarinnar. Grunar mig, að ekki hafi verið hátt risið á þessu sunnlenska hrossa- kóngsefni, þar sem hann fór bundinn á hrossið, til fyrsta mannfundarins, sem hann sótti ríðandi. Það næsta, sem ég man, var það, að fóstri minn hélt á mér, en hann sat, ásamt fleira fólki, á bekk, sem komið var fyrir á þaki sundskýla, sem voru við enda laugarinnar. Allt í kring var fullt af fólki, sem horfði á blátært vatnið. Krökkum var lyft upp, svo þau gætu séð hvað fram fór. í einu horninu bunaði volgt vatn í laugina úr opinni blikkrennu. Það mátti heita foss í mínum augum, þó smárværi. Niðri í tæru vatninu syntu nokkrir ungir menn. Þvílíkt undur. Þeir voru bara eins og hornsílin í pollunum heima. Og það, sem mér þótti undar- legast hreint af öllu og raunar algerlega ómögulegt. Þeir gátu sumir synt í kafi, án þess að drukkna. Ég spurði ekki, hvernig þettaværi hægt, hefði áreiðanlega ekki skilið svarið. Aldrei hefur þessi minning fölnað í tímans rás, þó heill mannsaldur sé liðinn síðan húnvarðtil. Næst man ég, að mér var lyft upp til þess að draga miða úr tómbólukassanum. Ég var heppinn, dró grænan kistil með læsingu, góðri, og hjörum. Kistilinn smíðaði ung- ur maður, Eiríkur Jónsson í Vorsabæ, ágætur smiður. Hann var nágranni minn, og lengi oddviti Skeiðahrepps. Ég man ekkert meira frá þessum degi. Sjálfsagt hefur verið sungið og dansað fram á kvöld, og fólkið skemmt sér á margan hátt. Ég man heldur ekkert eftir heimferðinni eða hver reiddi kistilinn, en hann var mér mikil gersemi sem geymsla margra hluta, í fullan áratug. Síðar fékk hann hvíld og var ekki snertur langan tíma. Ég átti hann í hálfa öld. Þá eyddist hann í eldsvoða, með öllu, sem í var. Hefur það varla verið mikið né merkilegt, eðaeftirsjónað. Síðan þessi skemmtan var haldin, er liðinn heill mannsaldur. Það er ekki langur tími í sögu þjóðar, en hann hefur samt verið mannfólkinu viðburða- og ör- lagaríkur. Þar hafa tvær heimsstyrjaldir markað dýpstu sporin. Menn hafa far- ið skemmtiferðir til tunglsins, sett á loft nýja himinhnetti, smíðað sprengjur, sem geta tætt jarðarhnöttinn í smáagn- ir. Og hér heima, í litilli sveit, þar sem fréttnæmast þótti fyrr, ef vinnukona varð þunguð, þar hafa á þessum tíma, verið byggðar fjórar sundlaugar og búið að jafna þrjár þeirra við jörðu. Þjórsá veitt yfir hreppinn, þess sér nú engra staði. Öll hús, smá og stór, byggð að nýju, sum margsinnis. Enginn fer á hesti til mannfunda og lítil börn detta nú ekki af baki, af þeirri einföldu ástæðu, að þau eru ekki látin á bak. Innan skamms eru allir þeir, sem sóttu þessa vígslu, horfnir bak við tjaldið, og þá er ekkert orð- ið eftir af því, sem einu sinni var stórviðburður í lítilli sveit. Heimaerbezt 103

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.