Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Page 35

Heima er bezt - 01.03.1985, Page 35
Giftingarstaðurirm er: BRÚÐKAUPSVEISLAN KELDUDALUR Dýrafirði Mikið fjölmenni var viðstatt brúðkaupið í Keldudal 4. ágúst 1984, einkum frá Þingeyri, en líka víðar að. Margir urðu að standa í kirkjunni og aðrir fyrir dyrum úti. Að athöfn lokinni var slegið upp dýrlegri veislu í sýslutjaldinu, sem fengið var að láni og sett upp í túninu á Arnarnúpi, en þar ólust upp systkinin fjögur, sem nú gengu í það heilaga. Sigurður Friðfinnsson, bóndi á Ketilseyri í Dýrafirði og Björnfríður Magnúsdóttir kona hans eiga 17 börn. Sonur þeirra Líni Hannes var einn brúðguminn að þessu sinni. Nágrannarnir og einbúarnir í Arnarfirði, Sigurjón Jón- asson á Lokinhömrum og Sigríður Ragnarsdóttir á Hrafnabjörgum, búa afskekktar en aðrir veislugestir og eru ekki einu sinni í opinberu vegasambandi við umheiminn. Það var ekkert smáræðis fyrirtæki að flytja öll veisluföng um erfiðan veg út í Keldudal. Svínakjötið kom heitt í Rafha-suðupotti. ÚTSKURÐARSNILLINGARNIR í DÝRAFIRÐI Þór Magnússon, þjóðminjavörður, hefur bent á það opin- berlega, „að vestur í Dýrafirði hafa fyrrum verið óvenju miklir hagleiksmenn á útskurð“ (Brúðhjónabekkur frá Söndum, Lesbók Morgunblaðsins, 16. tbl. 1984). Því miður hafa ýmsir bestu gripirnir borist úr landi, og segir Þór frá því í grein sinni, að glæsilegan, dýrfirskan brúðhjónabekk frá 1739 keypti safnið frá Noregi árið 1982 á um 230 þúsund krónur, „og sést hér glöggt, hve mat á slíkum hlutum er hátt þegar þeir eru á annað borð komnir á alþjóðlegan forngripamarkað". Það var fyrir höfðinglega gjöf Ingibjargar Guðjónsdóttur frá Laugarbökkum í Ölfusi og manns hennar, Ralp E. Johnson, sem Þjóðminjasafninu var kleift að endur- heimta þennan dýrgrip, en þau hjón eru búsett í Banda- ríkjunum. Um brúðhjónabekkinn sjálfan farast Þór orð á þessa leið: „Þetta er ekki stór gripur í sjálfu sér, en þó meðal stærstu útskurðargripa íslenskra. Hann er rétt mátulegur fyrir tvo að sitja /', enda tvímælalaust brúðhjónabekkur, 108 sm breiður og 96 sm hár á stuðla. En útskurðurinn er með óvenjumiklum glæsibrag og þar með er þessum bekk skipað í hóp hinna bestu gripa sinnar tegundar. - Um brúðhjónabekkinn frá Söndum segir Þór að lokum: „... ann- an jafngóðan grip af hendi hinna gömlu útskurðarmeistara mun vart reka á fjörur Þjóminjasafnsins né annarra safna í náinni framtíð“. Heima er bezt 111

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.