Heima er bezt - 01.12.1986, Side 3
HEIMA ER BEZT Bolli Gústavsson í Laufási — Honum var ljúft að mála sigur ljóssins yfir myrkrinu 421
12. tbl. 36. árg. DESEMBER 1986 Kr. 100
Hannes Pétursson skáld Fimm tölublöð úr afrétt 427
Steindór Steindórsson frá Hlöðum Sólskinsblettur í heiði - Leiðari 414
Sigtryggur Símonarson Hermann í Leyningi 430
Heiðrekur Guðmundsson skáld Ný ljóð 416 Steindór Steindórsson frá Hlöðum Garðsöspin í Fnjóskadal 431
Bolli Gústavsson í Laufási Gagnrýnandinn Kynning á gamalli þýðingu eftir Gísla Guðmundsson 4ZU Helgi Hallgrímsson Um furðuleg vötn í Eyjafirði - Þættir um þjóðtrúar- fræði XI 435
Leó Kristjánsson
jarðeðlisfræðingur
Þeirbiðu eftirhenni
í Dýrafirðinum
438
Björn Egilsson
frá Sveinsstöðum
Brúarmálið
440
Arinbjörn Árnason
Undir álagadómi (VII)
Framhaldssagan
443
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum
Bókahillan
449
myndin er dregin í Dalvísum, fífil-
brekkan, flóasundið, Gljúfrabúi,
hnjúkafjöllin himinbláu, allt blasir
þar við og hvergi nema á Steinsstöð-
um. En allt um þetta. Jónas var ná-
lægari mér hér i Hjartakershúsum en
heima í dalnum sínum. Eg þóttist sjá
hópinn stiga út úr vögnunum, dálítið
voru þeir þreytulegir og rykugir eftir
aksturinn innan úr borginni. Inni i
,stofunni biður þeirra borðið hlaðið
vistum, en áður en sest er að snæðingi
rísa menn úr sætum, hver með ný-
prentað kvæði í höndunum og sam-
stundis hljómar „Hvað er svo glatt“ og
tónarnir fylla stofuna og berast út um
opnar dyrnar út í vorskóginn. En um
leið og „gleðin skín á vonarhýrri brá“
læðast tár fram i augu sumra. Vinirnir
eru að kveðja, og heimþrá hinna
blandast i fögnuðinn. Þarna eru þeir
þrir Fjölnismennirnir, fóstbræðurnir,
Jónas skáldið, visindamaðurinn Kon-
ráð, flestum viðkvæmari en þó um leið
meinfyndinn og höfðinginn Brynjólf-
ur, öðlingurinn með hjartað, „sem al-
drei reikning skildi“, eins og Grímur
Thomsen kvað. Og þarna er Jón Sig-
urðsson svipmikill en ekki enn kominn
í forystu flokksins. Að loknum söng er
glösum lyft og drukkin skál heimfar-
endanna og allra landa, sem aftur
heilsa fósturjörðinni gömlu. Sest er að
snæðingi, gleðin skín á hverri brá.
Ræður eru fluttar, gamanyrðin fjúka,
það er spjallað og sungið. Þetta er
góðra vina fundur. Varla hafa þeir
stúdentarnir i Hjartakershúsum borið
mikil skartklæði, og fátæktin íslenska
hefir vissulega fylgt þeim flestum, en
því meiri var hin innri auðlegð, skáld-
legar sýnir og raunsæjar framtíðar-
vonir sumar þó ef til vill dálítið
draumkenndar. Fjölnistímabilið er að
hefjast. Tímabilið, sem aldrei má
gleymast meðan islensk tunga er töluð.
Það er að vora i íslenskri menningu.
Ég hrekk upp af þessum hugleið-
ingum og draumsýnum. Því miður er
ég ekki skyggn, hvorki á liðna atburði
né ókomna. Sé einungis það, sem fá-
tækt ímyndunarafl fær skapað.
Skógarvarðarfrúin vill fá að vita
sem nánast um þennan atburð og bið-
ur okkur að skrifa kvæðið í bók, sem
hún safnar í minjum úr sögu Hjarta-
kershúsa. Það er fúslega gert.
Við kveðjum hjónin og þökkum
þeim alúðlegar viðtökur og fróðleik
um húsið og ökum síðan aftur inn í
borgarglauminn og karnivalsgleði
Kaupmannahafnarbúa.
Enn hefir mér veist ein ánægjustund
i minningasjóð langrar æfi. Eg hefi
leyst pílagrímsferð af hendi. Ég hefi
heimsótt Jónas Hallgrímsson og
Fjölnismenn.
I dimmu skammdegi hefi ég horfið
inn í heim minninganna, heim til sólar
og sumars, og óska yður öllum gleði-
legra jóla og yls hækkandi sólar.
St. Std.
Heima er bezt. Þjóðlegt heimilisrit. Stofnað árið 1951. Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar. Ritstjóri: Steindór
Steindórsson frá Hlöðum. Ábyrgðarmaður: Geir S. Björnsson. Fulltrúi ritstjórnar: Bolli Gústavsson í Laufási. Heimilisfang: Tryggvabraut 18-20, pósthólf
558, 602 Akureyri. Sími 96-22500. Áskriftargjald kr. 840.00. í Ameríku USD 25.00. Verð stakra hefta kr. 100.00. Prentverk Odds Björnssonar hf.
Heimaerbezt 415