Heima er bezt - 01.12.1986, Side 9
&
- Honum var Ijúft
að mála sigur Ijóssins
yfir myrkrinu -
Þáttur um Magnús Jónsson prófessor,
tekinn saman af Bolla Gústavssyni
í Laufási
Á forsíðu Heima er bezt er að þessu
sinni vatnslitamynd af Akureyri og
útverði Eyjafjarðar, Kaldbaknum. Er
líklegt að myndin sé gerð skömmu
eftir 1940. Á þvi ári var Akureyrar-
kirkja vígð (17. nóv. 1940), en turna
hennar ber við himin á myndinni.
Listamaðurinn hefur hins vegar
hvorki sett ártal né nafn sitt á þetta
vel gerða listaverk.
Kunnugum dylst ekki, að nokkur breyting hefur orðið á
Fjörunni, þ.e.a.s. syðsta eða innsta hluta Aðalstrætis, síðan
mynd þessi var máluð. Magnús Jónsson hefur staðnæmst
með pentlistargögn sín neðst í brekkunni sunnan við
Aðalstræti 87. Það hús var ekki risið þá, heldur stóð þar
lítill torfbær, sem sést fremst á myndinni og gekk undir
nafninu Sibbukofi. En mesta breytingin, sem orðin er síð-
an, varð þegar svonefnd Drottningarbraut var byggð
frammi á Leirunni, enda setur hún nú mikinn svip á
þennan elsta hluta Akureyrar. Var hún nefnd eftir Margréti
Þórhildi Danadrottningu, sem kom í heimsókn til höfuð-
borgar Norðurlands um það leyti, sem brautin varð öku-
fær.
Þessi litla vatnslitamynd er úr miklu og merku safni
smámynda, sem Magnús skildi eftir sig. Hafði hann fyrir
venju, þegar hann var á ferðalögum, bæði innan lands og
utan, að taka með sér pappír og liti. Þegar hann sá áhuga-
verð eða hrífandi mótíf, settist hann gjarnan niður með
fyrrgreind föng og var ekki lengi að festa á pappírinn það
sem augun námu og reyndar meira til. Sennilega mun þessi
litla mynd teljast til þeirra verka, sem byggja á impress-
ionisku viðhorfi, eins og mikilvægi birtunnar, snöggri and-
rá blæbrigðanna og kvikum pensildráttum. En í 2. bindi
&
Heima er bezt 421