Heima er bezt - 01.12.1986, Page 11
hafa stælt eftir myndum Jóns „með dæmalausu kjarkleysi.“
Þegar hann kom svo heim í föðurgarð, fór hann að reyna að
mála landslagið þar úti á nesinu. Sjálfur kveður Magnús
þau verk, sem hann vann þá hafa verið „afar litlar myndir,
blóðlausar, þurrar á hörundið og veiklulegar. Ég á þær enn
sumar, þessar hryggðarmyndir sannleiksástarinnar og
fórnardýr samviskuseminnar. Ég gæti best trúað, að á
dómsdegi rísi þær upp og verði góðir talsmenn mínir.“ En
rétt er að bæta því hér við, að Magnús nam svo að segja
allan skólalærdóm fyrir stúdentspróf heima hjá föður sín-
um, sat aðeins þennan eina vetur í Lærða skólanum.
III
Éorvitnilegt er að rekja óvenjulega fjölþættan starfsferil
Magnúsar Jónssonar og drepa aðeins á fræði- og ritstörf,
sem út af fyrir sig eru drjúgt ævistarf. Eftir að hafa lokið
embættisprófi árið 1911 eða um það leyti sem Háskóli
íslands var stofnaður, þá réðst Magnús prestur til Tjald-
búðarsafnaðarins í Winnipeg þegar um mitt sumar og
þjónaði þar fyrir séra Friðrik Bergmann til hausts. Ári
síðar, um það leyti sem hann kvæntist Ingveldi Bennie
Lárusdóttur prests í Selárdal Benediktssonar, þá bjuggu
þau, ungu hjónin, ferð sína vestur um haf. Var Magnús
ráðinn prestur til Garða- og Þingvallasafnaða í Norður-
Dakota í Bandaríkjunum. Hafði hann hlotið vígslu 28. júni
sama ár. Var hann mjög skyldurækinn prestur og kvað
náinn samstarfsmaður hans, Ásmundur Guðmundsson
síðar biskup, Magnús hafa vandað ræður sínar mjög og
orðið framúrskarandi prédikari. Sagðist hann engan hafa
!».
í. 2
þekkt, sem hafi verið léttara um mál en honum. Þá ritaði
hann jafnframt á þessum árum í tímaritið Breiðablik trú-
málagreinar, sem vöktu athygli margra. Eftir þriggja ára
prestsþjónustu þar vestra sótti séra Magnús um ísafjörð og
var veitt brauðið 15. júlí 1915. Þarstaldraði hann aðeinsvið
í tvö ár, því þann 25. desember 1917 var hann ráðinn
kennari í guðfræði við Háskóla íslands. Mun veil heilsa
hans hafa ráðið nokkru um það, að hann skipti um starf,
því vel hafði honum líkað að þjóna á Isafirði og notið þar
mikilla vinsælda sóknarfólks. Þegar Magnús var sjötugur
að aldri minntist hann prestsstarfsins á ísafirði á þessa leið:
„Messurnar í ísafjarðarkirkju eru eins og ljós, sem lýsa mér
enn í ellinni og ylja inn að hjartarótum. Það er ekki nema
einn til, sem gefur manni slíkar gjafir, alveg óverðskuldað
Háskólakennsla var aðalæfistarf Magnúsar í 30 ár,
1917-’47. Kennslugreinar hans voru kirkjusaga og Nýja
testamentisskýring. Hann var oft forseti guðfræðideildar og
Háskólarektor var hann 1930-’31. Hann bar hag Háskólans
mjög fyrir brjósti og átti fyrstur hugmyndina um Happ-
drætti Háskólans og ræddi hana við vini sína í stjórn skól
ans. Síðar átti hann þess kost að veita þessari mikilvægu
fjáröflunarleið brautargengi á Alþingi.
Ymsir guðfræðingar hafa lýst Magnúsi sem kennara og
einn þeirra, sem ég kann ekki deili á, minntist hans á þessa
leið: „Frá guðfræðináminu, hygg ég, að við nemendur hans
allir eigum þær minningar um hann, að okkur birti fyrir
augum og hlýni í hug, nær sem við sjáum nafn hans eða
heyrum það nefnt. .. . Kennslustundir Magnúsar Jónsson-
ar í Háskólanum munu nemendum hans líða seint úr
minni. Komu þar til greina hinar fjölþættu gáfur hans, sem
hann varð snemma þjóðkunnur af.. . . Lærdómur hans var
Á
------- ---------í)M
Heimaerbezt 423