Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Síða 13

Heima er bezt - 01.12.1986, Síða 13
(9 Lydda er biblíustaður. Þangað kom Pétur líka, og fann Eneas, er legið hafði lama í 8 ár. Pétur sagði við hann: „Eneas. Jesús Kristur læknar þig; stattu upp og bú um þig.“ Það varð (Post. 9, 32 nn). Með slikum krafti breiddist kristnin út. Hér var Pétur staddur, er hann fékk boðin að koma til Joppe og lækna Dorkas. Nú er bær þessi alveg eins og aðrir bæir. En var það ekki undarlegt, að ganga þarna um sömu slóðir eins og Pétur postuli, á sömu blettunum? Verða slíkir staðir nokkurn tíma alveg eins og aðrir bæir? Nú vorum við komnir á þessar heilögu slóðir. Það var einkennilegt, að bruna inn í þennan bæ í járnbrautarlest og vera að vafstra með töskur og bifreið eins og ekkert væri, þama, þar sem fyrstu átök kristninnar höfðu verið, fyrstu blossarnir, sem lýsa áttu vítt um heim. Engin ytri merki sjást nú þessa. En staðurinn hefur orðið kunnur sakir þess, að hér á heilagur Georg að vera fæddur og líka grafinn. En hann er sá dýrlingur sem einna mest ber á hér eystra. Hann á að hafa verið rómverskur hermaður, er reif niður tilskip- un Diokletians keisara árið 303 og var líflátinn. Drekann felldi hann nálægt Beirut, og varð verndardýrlingur sýr- lenzku kirkjunnar. En Rikharður ljónshjarta flutti ákall hans til Englands og gerði hann að verndarvætti þess. Ein- hverjar kirkjurústir frá krossferðatímanum eiga að vera yfir gröf hans hér.“ Þannig tengjast nútíð, fortíð og reyndar eilífð í lifandi frásögn þeirra félaga. En augljóst er af síðustu setningun- um, að þarna er kirkjusöguprófessor á ferð. Og næsta stór- verk Magnúsar, sem út kom á eftir Jórsalaför, var Saga kristinnar kirkju, verk upp á 512 blaðsíður í stóru broti, útg. 1941. Mikið og vandað ritverk um séra Hallgrím Pétursson í tveimur bindum sendi Magnús frá sér árið 1947. Fjölmörg fleiri rit, m.a. um Landshöfðingjatímabilið í sögu íslands (Saga íslands IX, 1957-’58), hafa komið út eftir Magnús auk mikils fjölda ritgerða og greina, sem ekki er unnt að telja upp í stuttum þætti. Þá var hann einnig ritstjóri ýmissa tímarita í áranna rás, m.a Eimreiðarinnar, fyrst eftir að hún var flutt heim frá Kaupmannahöfn, árg. 24-29, Iðunnar 7-8, Stefnis 1-5 og Kirkjuritsins 6-14. Útsýn af'svölum okkar. Norðurmúr. Olíufjall í baksýn. Teikn. M. J. mynd á kórgafl Mælifellskirkju, og í Svalbarðskirkju í Laufássprestakalli er stór altaristafla, málverk, sem sýnir Krist á tali við konuna við Jakobsbrunn. í viðtali á sjötugsafmæli sínu segir Magnús m.a.: „Ég átti nefnilega svolítinn sumarkofa auk hinna húsanna. Ég var þar sjaldan, en hann gaf mér mikla nautn. Ég á við föndrið, málaraföndrið. Ég hætti því aldrei alveg. Og nú er það að verða að breiðari og breiðari straumi. En við skulum ekki tala meira um það.“ Ásmundur Guðmundsson kvaðst stöku sinnum hafa fundið sig kenna nokkurs sársauka hjá Magnúsi Jónssyni yfir því, að listgáfa hans skyldi ekki ná meiri þroska, svo að í hug hans komu orð Esajasar Tegnérs: „Och tidens hittebarn, her sett i skolen, fár kanske se sin fader bort í solen.“ En ljóst er, að trú Magnúsar og list stóðu í nánum tengslum hvor við aðra. í morgunsálmi, sem hann orti, líkir hann Guði við málara: Eftir þessa miklu upptalningu hljótum við að bera fram spurningu: Hvenær gafst þessum eljumanni tími til þess að sinna myndlist? Eins og fram hefur komið í upphafi þessa máls, þá hafði hann jafnan með sér liti og pappír á ferðum sínum. Síðar hefur hann að líkindum unnið stærri verk eftir sumum þeirra, en fjöldi skemmtilegra smámynda munu geymdar. Þá málaði hann nokkrar altaristöflur, sem bera því vitni, að málarinn þekkti til staðhátta og litbrigða og birtu í Landinu helga. M.a. málaði hann mikla Fjallræðu- Skírnarstaðurinn. Teikn. M.J. £). & Heimaerbezt 425

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.