Heima er bezt - 01.12.1986, Page 15
HANNES PÉTURSSON:
Fimm tölublöð úr afrétt
1.
Ég var þrjú sumur kúskur á Öxnadalsheiði, 1943-45, í
vegavinnuflokki Rögnvalds Jónssonar, Kota-Valda sem
almenningur kallaði, því hann bjó um tíma á Ytri-Kotum í
Norðurárdal, en átti síðar lengi heima á Sauðárkróki.
Ekki ætla ég hér að rifja upp veru mína á Öxnadalsheiði,
heldur langar mig að segja lítið eitt frá prentuðu blaði
þaðan úr afréttinni, Heiðarbúanum, sem kom út 1940,
fimm tölublöð. Heiðarbúinn bar undirtitil: Blað vegavinnu-
og varðmanna og var settur og prentaður á Akureyri (POB),
en útgáfustaðurinn var Öxnadalsheiði. Vissu menn ekki
dæmi þess að formlegt blað hefði fyrr komið út hér á landi
í óbyggð. Ritstjórarnir voru tveir piltar, báðir 21 árs að
aldri: Kristmundur Bjarnason frá Mælifelli, nýorðinn
stúdent, og Steingrímur Bernharðsson frá Akureyri, sem
lauk kennaraprófi þá um vorið. Síðan er mikið vatn til
sjávar runnið. Nú er annar þeirra þjóðkunnur fræðimaður
á Sjávarborg í Skagafirði, hinn bankastjóri á Akureyri.
Ég heyrði Heiðarbúans fyrst getið, svo ég muni, þegar ég
var kúskur. Einhverjir karlanna, sem unnið höfðu á Öxna-
dalsheiði sumurin áður, færðu blaðið í tal — og svo bú-
drýgindalega að mér skildist að fyrirtækið yrði eftirleiðis til
fremdar Kota-Valda-mönnum yfirleitt. Ég lagði við eyra
forvitinn. Annan ritstjóranna, Kristmund, þekkti ég per-
sónulega, því ég var þrjú sumur í sveit hjá fósturforeldrum
hans á Mælifelli, síðast 1940, einmitt þegar Heiðarbúinn
fór ferða sinna. Kristmundur skrapp heim úr vegavinnunni
um helgi og helgi, en það vitnaðist mér aldrei þá, líklega
fyrir bernsku sakir, að hann væri að ritstýra blaði í Silfra-
staðaafrétt.
Á Öxnadalsheiði 1940.
Heiðarbúinn er nú fyrir mörgum árum orðinn kolfágætt
rit. Páll heitinn Jónsson bókavörður tjáði mér að 5. tölu-
blaðið væri þó „langsamlega torgætast“, og honum tókst
aldrei að afla sér þess, en átti hin tölublöðin.
2.
Kristmundur Bjarnason var hvatamaður að útgáfu Heið-
arbúans. Hann lagði og miklu mest til blaðsins, ýmist með
skrifum frá eigin brjósti, þýðingum eða söfnun efnis héðan
og þaðan. í hlut Steingríms Bernharðssonar kom framar
öðru að útvega auglýsingar á Akureyri og ,tala við prent-
smiðjuna1. Hann tók með sér handrit í blaðið þegar hann
fór heim í helgarfríum.
Þeir félagar riðu á vaðið 26. júlí 1940, en síðasta tölu-
blaðið kom út 13. september. Vinnuflokkur Rögnvalds
Jónssonar varð að taka sig upp þá síðsumars og flytja tjöld
sín og varning niður í Blönduhlíð; Dalsá hafði hlaupið rétt
einu sinni, og þurfti að stemma stigu fyrir henni á þjóð-
leiðinni þar í sveit. Aldrei var í ráðagerð að Heiðarbúinn
ætti sér athvarf annars staðar en á Öxnadalsheiði, og því
féll útgáfa hans niður sjálfkrafa þegar í Blönduhlíð kom.
Eins og undirtitill Heiðarbúans vísar til, þá var hann blað
vegavinnu- og varðmanna. Ekki skal sagt. hve greiðlega
blaðið rataði til varðmanna sem gættu mæðiveikigirðinga
uppi á hálendi, en hann barst með vissu sumum varð-
mönnum öðrum, þ.e. hliðvörðum í þjóðbraut.
Dreifing og sala Heiðarbúans gekk vonum betur, sé litið
á aðstæður. Blaðið var selt farþegum áætlunarbílanna sem
fóru nokkrir saman í lest um Öxnadalsheiði suður og að
sunnan hvern dag — ýmist frá Steindóri eða BSA — og
Undirbygging á vegi í Flóanum á Öxnadalsheiði 1940.
Heima er bezt 427