Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Síða 24

Heima er bezt - 01.12.1986, Síða 24
Þverbrekkuvatn, sem bœjarlœkurinn á Þverbrekku (eyðibýli) rennurúr. (H.Hg.) dalsá, og þekktist á önglinum. Hafa menn það fyrir satt, að einnig þaðan sé undirgangur upp í Hraunsvatn. [Eftir sögusögn Stefáns bónda Sigurðssonar á Víðivöllum í Árnesbyggð í Nýja íslandi í Can- ada. Saga, I. ár, bls. 265-267.] Ur ritsafninu ,,Að vestan“, I. bindi, Akureyri 1949. (Árni Bjarnarson gaf út), bls. 199-200. Auk þess sem hér er getið, eru til frásagnir um skrímsli eða eitthvert þess háttar fyrirbæri í Hraun- svatni, en þær verða ekki raktar hér. Tvíbytnur Ýmis fleiri vötn og tjarnir í Eyjafirði, eiga að hafa sam- gang (undirgöng) sín á milli, eða við sjóinn. Slík vötn hafa menn stundum kallað tvíbytnur af því þau höfðu í I vorflóðum nær Hraunsá stundum að renna ofanjarðar lang- leiðina niður í Oxnadalsá, og má greina þennan flóðfarveg á myndinni, þvert niður í gegnum hraunið. (H.Hg.) rauninni tvo botna. Hvernig það mátti vera, að vatnið héldist uppi í þeim, og rynni ekki út um undirganginn úr því vatni sem hærra lá, er mér vitnlega ekki til nein skýring á, enda verður e.t.v. að líta á þetta sem hvert annað „dulrænt fyrirbæri.“ Sögn þessi fylgir oftast tjörnum, sem ekki hafa afrennsli ofanjarðar, en þau geta jafnframt haft mjög mismunandi vatnsborð, og af því gat sprottið sú trú að þau hefðu samgang við sjóinn og flóðs og fjöru gætti í þeim. Oft er umrædd þjóðtrúarsögn tengd mikilli silungsveiði sem á að hafa verið í tjörninni fyrrum, en er nú horfin. Þetta finnst mörgum ótrúlegt, að silungsgengd hafi verið í smátjörnum eða vatnsaugum, en ekki verður því neitað að svo hafi sumsstaðar verið (og sé jafnvel enn), því að fyrir því eru víða til staðgóðar heimildir. Slíkar tjarnir eða pollar voru gjarnan nefnd kvígildisaugu, og er það örnefni víða til a.m.k. norðanlands (sbr. Týli 5(1), 1975, bls. 27). Eftirfarandi tjarnir í Eyjafirði hafa menn talið að væru tvíbytnur: 3. Djáknatjörn, Krossanesi. „Þjóðsaga mun hafa verið til um það, að undirgöng væru milli Djáknatjarnar og sjávarins.“ (JÓS: Örnefni). 4. Brúnklukkutjörn á Upsadal við Dalvík „Framan við Stóralæk eru Beitarhúsahólar. Neðantil í þeim er Brúnklukkutjörn. Þetta er lítil tjörn, en það er einkennilegt við vatnið í henni, að það hækkar og lækkar eftir sjávarföllum.“ (JÓS: Örnefni, bls. 354). 5. Gíslapollur, Árskógsströnd. „sem sagður er botnlaus, og þjóðsagan fullyrðir að sé í beinu sambandi við sjóinn.“ Maður nokkur, Gísli að nafni, átti að hafa drukknað þar og fundist sjórekinn í víkinni fyrir neðan Fagraskóg, ásamt hesti sínum. (JÓS: Örnefni I, 1, bls. 64-65). 6. Hrossatjörn, á Vatnamýrum, Árskógsströnd. „Þar þóttust menn hafa heyrt um eitthvert ókennilegt vatnadýr, og var það tengt þeirri bábilju, að samgangur væri þaðan í Gíslapoll og sjálfan Eyjafjörð." (JÓS: Ör- nefni I, 1. bls. 68). Hrossatjörn er uppi á breiðum hjalla í fjallinu ofan við Gíslapoll, um 150 m hærra en pollurinn. 7. Kýrauga, á Sökku í Svarfaðardal. „Honum fylgir sú munnmælasaga, að í pyttinn hafi ein- hverntíma í fyrndinni horfið kýr, sem næsta dag á svo að hafa fundist rekin af sjó við Litla-Árskógssand." (JÓS: Örnefni, bls. 254). 8. Skötutjörn í Leyningshólum. „Þar hélt þjóðtrúin að væri skata, og jafnvel að undir- gangur væri milli tjarnarinnar og Hestvatns, sem er sunn- ar og neðar.“ (Örnefni í Saurbæjarhr., bls. 126). (Sjá einnig Grímu hina nýju, 3. bindi, bls. 198). 436 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.