Heima er bezt - 01.12.1986, Page 27
jarðar. Meðal þess sem hann reyndi einnig að skýra með
kenningum sínum og tilraunum, voru hringir Satúrnusar,
halar halastjarna, og uppruni alheimsins.
Birkeland taldi mjög líklegt, að halastjarna Halleys
mundi geta haft áhrif á lofthjúp jarðar og agnastrauma frá
sólu, erhún væri í næsta nágrenni okkar í maímánuði 1910.
Ritaði hann greinar og dreifibréf með hvatningu til jarð-
vísindamanna um að gera sem ítarlegastar athuganir á
segultruflunum, jarðstraumum, ljósfyrirbrigðum í and-
rúmsloftinu og öðrum atburðum sem tengja mætti hala-
stjörnunni. Gerði Birkeland síðan sjálfur athuganir frá
fjallstindi ofan við Kaafjord í maí og júní 1910.
Angenheister kemur til sögu
Einn þeirra sem fengu áhuga á halastjörnunni, var Gustav
Angenheister, þá aðstoðarkennari í jarðeðlisfræði við há-
skólann í Göttingen. Angenheister hélt með mælitæki (2)
til íslands vorið 1910, þar eð búist var við sérstaklega
miklum áhrifum halastjörnunnar í norðurljósabeltinu.
Voru mælitæki hans heldur meiri og betri en útbúnaður
fyrra leiðangurs, og að auki hafði hann tæki til að mæla
skautun sólarljóssins.
Angenheister og samstarfsmaður hans, A. Ansel, gerðu
stans í Reykjavík og héldu þar meðal annars uppi spurnum
um silfurberg fyrir þýska sjóntækjaframleiðendur. „Hie-
rúber ist an anderer Stelle mehrfach von uns berichtet
worden“ (2). Þann 27. apríl komust þeir til Þingeyrar og
settust að í hvalstöðinni að Framnesi, sem nú var yfirgefin.
Mælingar hófust 4. maí og biðu þeir Angenheister eftir að
jörðin færi gegnum hala halastjörnunnar að morgni hins
19. maí. Höfðu aðrir reyndar spáð heimsendi af hennar
völdum, og varð ýmsum ekki svefnsamt um nóttina. Fátt
sást þó til halastjörnunnar þar vestra þegar til kom og komu
engar óeðlilegar breytingar fram á mælum Þjóðverjanna
þessa daga. Að vísu var segulsviðið órólegt þá, en þær
truflanir stóðu greinilega í tengslum við mikla blettavirkni
á sólu.
Af þessum og öðrum athugunum í maí 1910 hafa menn
væntanlega getað dregið þá ályktun að stjörnuhalinn væri
alltof þunnur til þess að hafa mælanleg áhrif á jörðu niðri.
Fauk mælingunum í Dýrafirði um mánaðamótin, en gerð-
Hér á ísafirði flaug nýlega sú flugufregn um allan bæinn,
að heljarmikið sjávarflóð ætti að hremma okkur núna. ein-
mitt í dag, og þar með fylgdi skelfilegur vindbylur: átti þetta
að stafa af halastjörnunni, og verið símað frá vísindamönn-
unum þýzku á Dýrafirði(H). Hafa all-margar gamlar konur
og unglingar skeífst af þessu. sem von er; enda hefir þessi
uppspuni aukist og margfaldast miklu meir en hér er frá
honum sagt.
Er það illa gert að vera að skrökva upp svona óskemmti-
legum „viðburðum", því að til eru svo margar manneskjur,
sem trúa þeim og æðrast, þó að þær lifi nú á hinni mentun-
arríku tuttugustu öld.
Vestri, tsafirði 30. upril 1910.
Útreiknaðar straumlínur fyrir segulstorm 15. des. 1902.
ar voru nokkkrar segulmælingar á viðkomustöðum á
heimleið.
Stuttu eftir íslandsleiðangurinn varð Angenheister pró-
fessor að nafnbót, og tók hann 1914 við stjórn rannsókna-
stöðvar á Samoa. Eftir heimkomu 1921 settist hann að í
Potsdam um skeið, en varð svo forstöðumaður jarðeðlis-
fræðideildar Göttingenháskóla 1928 og gegndi því embætti
uns hann lést í stríðslok (3). Þekktastur er Angenheister
fyrir rannsóknir á yfirborðsbylgjum frá jarðskjálftum.
Tengsl við síðari leiðangra
Ekki er mér kunnugt um að neitt beint framhald hafi orðið
hér á íslandi á þessum norðurljósarannsóknum. Óbein
tengsl má þó rekja sér til gamans.
Meðal annars voru að líkindum tvö skyldmenni A. Ansels
hér við þyngdarmælingar í merkum leiðangri Niemczyk
o.fl. til rannsókna á jarðsprungum 1938. Síðan var G.
Angenheister yngri, sonur þess sem fyrr var nefndur, pró-
fessor í jarðeðlisfræði við háskólann í Múnchen 1957-84.
Starfsmenn þaðan gerðu segulsviðsmælingar hérlendis í
jarðfræðilegum tilgangi um 1970, og stóðu framarlega í
miklu fjölþjóða jarðsveiflu- og jarðstraumaverkefni á Is-
landi 1977 (RRISP-verkefnið). Nokkrir Islendingar hafa
dvalið við nám eða rannsóknir í jarðeðlisfræðideild
Múnchenarháskóla á undanförnum áratugum, og notið
þar hinnar bestu fyrirgreiðslu. Má því segja, að hala-
stjörnurannsóknirnar í Dýrafirðinum 1910 hafi orðið ís-
lenskum vísindum að nokkru gagni.
HEIMILDIR:
(1) Kr. Birkeland: The Norwegian Aurora Polaris Expedition 1902-1903.
Volume 1: On the Cause of Magnetic Storms and the Origin of
Terrestrial Magnetism. First Section, Aschehoug & Co., Cristiania
1908. Second Section. Aschehoug & Co„ Cristiania 1913, 801 bls.. 42
kort.
(2) G. Angenheister og A. Ansel: Die Island-Expedition im Fruhjahr
1910. Nachr. von der Königlichen Gesellschaft der Wissenschaften zu
Göttingen. Math.-phys. Klasse, 19, Heft 1, 42-111 og nokkur kort,
Berlin 1912.
(3) O. Förtsch: Gustav Heinrich Angenheister. Gerlands Beitrage zur
Geophysik 61 (4), 291-295. 1950.
Heimaerbezt 439