Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.12.1986, Qupperneq 28
Sr. Vi/hjálmur Briem. Árið 1894 varð séra Vilhjálmur Briem prestur í Goðdölum og var þar fimm ár. Fljótlega komst hann í kynni við, hvað Jökulsá-Vestari var mikill farar- tálmi, en sjö bæir í Goðdalasókn eru fyrir austan Jökulsá, eða framan eins og málvenja er. Séra Vilhjálmur átti þá uppástungu að leggja brú á ána og var forystumaður þess máls, sem kostaði mikla baráttu. Um brúarmál þetta, skrifaði séra Vilhjálmur í tímaritið Jörð 1942, fimmta hefti og verður hér vitnað til þess. Um upphaf málsins skrifar séra Vilhjálmur: „Það var sunnudag einn, skömmu eftir að ég kom í Goðdali, að bóndi nokkur innar úr dalnum bað mig að koma heim með sér að skíra barn. Eftir messuna fór ég með honum og öðru kirkjufólki. En ekki leizt mér á, þegar að ánni kom, því hún valt áfram með straumkasti. Mér sýndist þar ekki renna vatn, heldur kolmórauð leðja. Þessutan vissi ég, að í botni var hnullungsgrjót, sem skreið undan straumi og hestafótunum. Óvanir hestar voru því rösulir og óstöðugir undir. Á skólaárun- um hafði ég vanizt að ríða Blöndu á Finnstunguvaði, en það var allt annað en þessi ósköp. Blanda breiddi sæmilega úr sér þar á vaðinu. Hún var ekki heldur til líka eins litljót og Jökulsárnar og rann með jöfnu og hægara straumfalli. Yfir báðar Jökulsárnar átti ég að sækja, þegar ég fór á annexíuna. Nú var ég þarna hjá annari þeirra og fór um mig kvíðahrollur við tilhugsun- ina að ríða hana. Samferðafólkið reið óhikað út í ána, jafnt konur og meyjar sem harðfengir karlmenn. Jafnvel hálfvaxin ungmenni voru djörf og ugglaus. Ég duldi geig minn sem bezt ég gat og reyndi að láta sem ekkert væri. Áin reyndist vera á miðja síðu undan straum, en svo var hún þung á, að skólpaðist yfir hestinn fyrir framan og aftan hnakk“. Kirkjusókn var góð og eftir messu voru kirkjugestir í baðstofu og þar var rætt um hitt og þetta. Eitt var það sem fréttist, var það, að bændur í Vesturdal voru að koma úr kaupstað og áin var svo mikil, að kornbaggar blotnuðu og mikil vinna að þurrka kornið. Um þetta skrifar séra Vilhjálmur: „Einhvern tíma, þegar ég heyrði um þetta talað, glopr- aðist fram úr mér hugsunarlítið, að nauðsynlegt væri að brúa ána. Menn brostu að fjarstæðunni og ég vildi helzt, að þetta hefði verið ótalað. Það sat sízt á mér, frumbýl- ingnum, sem bjó við skuldir og leigupening, að hvetja til stórræðanna. Mál þetta féll svo niður og ekki á það minnzt um lengri tíma. Ég hugði því, að þessi skýjaborg mín væri gleymd, og hrósaði happi. En þetta fór á annan veg, eins og nú mun sagt verða“. Næsta haust felldi Sveinn bóndi í Bjarnastaðahlíð gamlan reiðhest, sem hann átti og hafði löngum notað til að flytja fólk yfir Jökulsá á vetrum milli skara. Þegar hesturinn var flettur skinni, komu í ljós verksummerki eftir ána. Hold allt var svarblátt á fótum og upp á síður svo hátt, sem áin var vön að skolast. „Nú gerðist tíðrætt um það meðal dalbúa, að oft mundi blessaðri skepnunni hafa liðið illa í vetrarferðum, og víst væri nauðsynlegt að brúa ána, „eins og presturinn sagði“.“ Allir voru sammála og brennandi áhugi var vaknaður fyrir því, að koma brú á þessa illvígu elfu. Og konur eru 440 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.