Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.12.1986, Qupperneq 32
féð. Sumar komu með nesti og kaffisopa handa mönnum sínum, er staðið höfðu við sundurdráttinn frá því að sauð- Ijóst var um morguninn. Nokkrir bændur voru orðnir allháværir við sundur- dráttinn í almenningnum. Köll og hróp heyrðust hvaðan- æva að. Kindajarmur og hundagelt tók yfir. Fyrir utan vegg höfðu nokkrir safnast saman og tekið lagið, sem rann inn í klið dagsins. Börnin leituðu að lambinu sínu, heimasæt- umar hlógu og tóku sér reiðtúr kringum réttina og létu spretta úr spori út um grundina. Út við garðana eða inni í hvammi mátti sjá hvar fólk hópaði sig saman. Bóndasonur hélt í hönd unnustu sinnar. Upp í hlíðinni sat lítill hópur af ungu fólki, sem hló og masaði á milli þess, sem það lék sér í stórfiskaleik eða hlaupa í skarðið. I brekkukvos, er var spölkorn fyrir vestan réttina, sat Bjössi í Tóftum ásamt nokkrum félögum sínum. Hann var furðu hress orðinn af veikindum sínum, en sorglegast var, að yngsti sonur hans virtist hafa tekið sömu veikina, nema hvað barnið tærðist fyrr upp, það var fölt yfirlitum og magurt, lá oftast í rúminu í hitaþvala og magnleysi. Eldri börn hans voru við drátt í réttinni og reyndu að hirða fyrir föður sinn, þegar mark- lýsingarmennirnir kölluðu: „Tóftir“ eða „Tóftum“. Bjössi hirti lítið um stað eða stund, heldur lét glasið ganga á milli sessunauta sinna og félaga, og sagði sögur, eða söng við raust. Steini á Grund var þarna einn í hópnum með Bjössa, en þeir höfðu oft kastað hnútum hvor til annars með ófögru orðbragði, sem endaði með því, að Bjössi varð vondur og fór að brigzla Steina um ræfilshátt og ótal vammir og skammir. Lét Bjössi þannig dæluna ganga að félögum hans sem voru nærstaddir ofbauð og fóru að tínast í burtu einn og einn, enda þótt þeim í fyrstu fyndist forvitnilegt að heyra illmælgina um náungann, sem valt út úr Bjössa. Einkum þegar hann fór að hafa orð um málefni þeirra Björns í Skógum og Þorbjörns, þar sem var á allra vitorði, hversu með þeim væri fátt. □ Það var engin tilviljun að um sveitina fór að berast ýmis- konar söguburður, sem var hafður eftir Bjössa í Tóftum, og því ekki ósennilegt að orðspor af því hafi borist heim að Skógum og Björn því rennt grun í að Bjössi gæti orðið honum liðtækur. Það bar því til dag einn nokkru eftir að réttir voru búnar, að Björn í Skógum sendi einn vinnumann sinn, yfir að Tóftum með skilaboð til Bjössa að koma til fundar við sig. Bjössi brá skjótt við og lagði leið sína yfir að Skógum. Og ekki laus við efasemdir um hvað Björn mundi vilja honum. Var þó ekki laust við, að í aðra röndina að honum fyndist til um, að Björn í Skógum skyldi boða hann á sinn fund. Aftur og aftur kom í huga hans spurningin um hvað Björn mundi vilja. Hann hafi þó ekki leitað til hans, eða verið honum handgenginn, þótt nágrannar væru. En Björn í Skógum er ekki sá maður að hann sé eitt í dag og annað á morgun, eða þá að hann leiti eftir vináttu, nema þeirra sem eru honum að skapi, það má best sjá á viðskiptum þeirra Þorbjörns í Hvammi. f það minnsta hefur hann ekki látið enn í minni pokann fyrir Hvammsbóndanum, eins og honum sjálfum oft hafi fundist nóg um afskiptasemi hans. Að vísu hefur Þorbjörn oft hjálpað, þegar mikið hefur legið við, það má hann þó eiga. En Björn er þó meiri búmaður, svo hafði það að minnsta kosti reynzt í vor, þegar allir voru heylausir nema Björn sem átti nægar fyrningar. Hefði Þorbjörn þá ekki sýnt ofríki, væri eins líklegt að Björn hefði boðið út hjálp þegar hann sá að í nauðirnar var komið. Slikar og þvílíkar hugsanir byltust um i hugskoti Bjössa, er hann var á leiðinni heim að Skógum. „Komdu sæll og blessaður, nafni,“ sagði Bjössi er hann gekk upp hlaðvarpann á Skógum. Björn hafði séð til ferða Bjössa, og kom út á móti honum. Minntust þeir nafnar með mestu virktum. Björn bóndi bauð nafna sinn velkominn og leiddi hann til stofu. Þar ræddust þeir síðan við um menn og málefni, búskap og búskaparhorfur. Lét Björn bóndi hella i staup handa nafna sínum og bað hann gera því góð skil, sem í glasinu væri því hann væri hér ekki daglegur gestur. Bjössi gerði glasinu góð skil, var léttur í svörum og lét flakka hálfkveðnar meiningar og varð allkátur. Björn bóndi var aftur á móti íhugull og markviss í spurn og svari. Kom hann orðum sínum á þá leið, að hann fór að aumka Bjössa með hans erfiðu kringumstæður. Talaði um heilsu- leysi hans og svo þennan blessaða barnahóp hans, senv hann kæmi áfram með þvílíkum dugnaði, eins og hann komst að orði: „Að fáir mundu betur gera, þótt þeir gengju heilir til skógar, en þú, nafni minn.“ „Og ég held það sé ekki gerandi orð um það því margt mætti betur fara hjá mér, ef borið væri saman við ykkur þessa ríku.“ „Það er nú svo misjafnt, hvað lagt er á suma menn,“ ansaði Björn. „Ég hef alla tíð verið aumingi," hélt Bjössi áfram, „og svo bætir hún ekki úr þessi fylgikona mín.“ „Þú átt við brjóstveikina," skaut Björn inn í. „Já, en það er nú þetta með krakkaangana, þeir bjástra þetta furðanlega, nema sá yngsti, hann er alltaf rækallsins vesalingur. En hvað um það, maður bjargast einhvern veginn áfram.“ „Og, sei, sei já, það er víst um það,“ sagði Björn og bætti síðan við: „Og svo er konan þín, þessi mikli dugnaðar- forkur.“ „Æjá, hún er það greyið, það má hún eiga, en það er nú samt svona, ég hefi sagt henni að mér finnist ég hafa aldeilis nóg á minni könnu, þótt ekki sé verið að troða á mann alls konar ómagafólki til að standa undir fyrir hreppinn, og fóðra fyrir ykkur þessa ríku.“ „Þú meinar hann Loft gamla?“ sagði Björn. „Já, ég meina það, sem ég meina. Þótt þið séuð kallaðir stórbændur, þú og Þorbjörn í Hvammi, þá er mér sama um það. Ég hef alltaf verið á móti því að vera með nokkra vorkunnsemi við þá, sem ekki geta bjargað sér sjálfir,“ sagði Bjössi og var orðinn hreifur af víninu. „Þorbjörn hefur sjálfsagt gert það í góðri meiningu að 444 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.