Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Page 36

Heima er bezt - 01.12.1986, Page 36
við tilhugsunina um Steina, hvernig hann mundi taka á móti henni þegar hún kæmi heim. Hún hafði kynnst hon- um sem manni er var erfitt að þekkja, reynsla hennar var tvíþætt, bæði blíð og stríð. Steini átti svo ríka kosti að erfiðleikarnir gleymdust þegar þeir voru liðnir hjá og Steini hafði lofað að hætta að drekka. Silla hafði bundist Steina, vegna þess, að hún fann í sál sinni einhvern óskiljanlegan þráð, eða köllun til að gangast undir ok hans sem vínnautnin var honum og gera hann sterkari með kærleiksríkum stuðningi, sem henni fannst að hann hafi svo oft farið á mis við. Hún var ekki hrædd við fátæktina eða erfiðleikana, orka hennar þráði útrás, oft sá hún hilla undir sigurinn og tilbuin var hún að fóma öllu til að gera úr honum betri mann. Að vísu hafði Steini reynst henni allvel og að mestu hætt að drekka og mikil breyting orðið á honum, einkum þó eftir að þau fluttust að Grund, hann hafði oft verið henni góður og þá lofað að hætta að drekka, en þá þurfti þetta endilega að koma fyrir að allt sem hún var búin að byggja upp hrundi vegna slúðurs sem hann drakk í sig þegar hann var orðinn ör af víninu frá Bjössa í Tóftum. Frá þessum hugsunum staðnæmdist hugur Sillu allt í einu. Hún mundi eftir Sveini gamla, fannst hún búin að vera alltof lengi í burtu frá honum. Ef til vill kynni hann að vanta eitthvað, hann var ávallt svo þakklátur fyrir það sem gert var fyrir hann og þó Steini kæmi drukkinn heim og væri að ónotast þá gerði hann gott úr öllu. „Vegir sérhvers manns blasa við Drottni og allar brautir hans gjörir hann sléttar,“ var orðtak sem hann notaði oft, og hversu vel mundi hún eftir orðum hans: „Eins og andlit horfir við andliti í vatni, svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum.“ Endurnærðri af huggunarríkum orðum gamla mannsins varð leiðin heim henni létt og greiðfær. □ Kvöld eitt nokkru síðar er þau hjónin í Hvammi voru háttuð og allt var orðið hljótt í baðstofunni, þá tók Þuríður til máls og sagði manni sínum allt um komu Sillu og erindi hennar og hvað hún hafði sagt sér, og altalað væri á meðal sveitunga hans. Að hann væri sagður ekki við eina fjölina felldur í ásta- málum og jafnvel notfærði sér fátækt og veikindi Tóftar- heimilisins með því að halda við Rósu og að hann væri faðir þess barns, sem fæðst hefði í Tóftum síðastliðið sum- ar. Bjössi segði sjálfur, að hann ætti ekkert í því. Og ekki nóg með Rósu, heldur var Silla einnig dregin inn í slúðrið með þeim afleiðingum að Steini hefur ráðist á Sillu og lagt hendur á hana. Þorbjörn hlustaði þögull á mál konu sinnar. Skap hans var hart og birturt. Honum varð strax ljóst, að nú átti að ljúga af honum æruna og til þess skyldi allra bragða beytt. Slíkt gat ekki verið annars staðar frá en undan rifjum Björns í Skógum og Bjössi í Tóftum hér notaður, sem auð- trúa og auðvirðilegt flón í svikaneti. Þorbjörn fann strax, að gegn slíkum rógburði stóð hann varnarlaus, gegn konu sinni og trausti hennar. Hann fann til vorkunnsemi gagnvart Bjössa í Tóftum, vegna einfeldni hans og trúgirni, og hafa látið ánetjast svo hinum harðsnúna fjárplógsmanni, sem hann þekkti Björn, fyrir misskilinn greiða eða vafasama þóknun, því varla mundi Skógabóndinn gera annað en sýna veiðina en ekki gefa. Framhald í næsta blaði. — Brúarmálið ... Framhald afbls. 430. Niðurlagið af frásögn séra Vilhjálms fer hér á eftir: „Ég get ekki kvatt svo gömlu brúna, að ég ekki minnist á hennar heiðursdag, en það var dagurinn, þegar henni var komið á ána. Það voru strengdir kaðlar milli stöpl- anna, og á þeim var brúin dregin yfir. Til þess þurfti mikinn mannafla, enda hver einasti karlmaður í dalnum kallaður þar til á tilsettum degi. Sá dagur rann upp hlýr og fagur. Blæjalogn var á og glaðasólskin. Það voru ekki aðeins karlmennirnir, sem komu, heldur var þar viðstatt hvert einasta mannsbarn, sem heima átti í dalnum. Jafnvel smábörn voru þar í skjóli mæðra sinna og enn í dag hitti ég öðru hvoru fólk, sem segir daginn einn af sínum fyrstu endurminningum og telja hann hinn ánægjulegasta úr glaðværri æsku. Kvenfólkið fjöl- mennti og ekki í neinni erindisleysu. Það heimtaði taugar að toga í við brúardráttinn. Kvenþjóðin vildi eiga sinn hlut í því að brúa ána. Konurnar tóku fram hrúgur af kleinum, lummum og pönnukökum, hlaðnar voru hlóðir og kveikt undir kaffikötlunum. Vel var veitt og mikils neytt daginn þann. Allt til heiðurs við brúna. Allir voru gagnteknir af fögnuði yfir sigraðri þraut og mikilsverðum umbótum. Sólskinið og blíðan hafði smeygt sér inn í huga fólksins. Þar inni var allt bjart og hlýtt. . . . Þennan dag heyrði ég marga segja, að sízt hefðu þeir búizt við, þegar farið var að hugsa um brúargerðina, að verkið mundi reynast svo létt, sem raun væri á orðin, og fannst öllum, sem þeir stæðu jafnréttir eftir, en mikið hefði áunnizt. Nú gætu menn og skepnur komizt óhrakin og þurrum fótum yfir beljandi straumiðu Jök- ulsár.“ Séra Vilhjálmur Briem var mikið prúðmenni, vinsæll og virtur vel sem prestur og ekki síður fyrir framgöngu í brú- armálinu, þegar hann var í Goðdölum. Árið 1898 var hann kosinn í hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps og varaoddviti, en árið eftir fór hann frá Goðdölum vegna heilsubilunar. 448 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.