Heima er bezt - 01.12.1986, Síða 38
Bókahillan
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum
ur hinna fullorðnu en ekki drengjanna.
Sagan er í mörgum köflum og stuttum, sem
við fyrstu sýn virðast oft all sundurleitir en
hníga þó að lokum að einum farvegi. Höf-
undur lýsir á öðru leytinu hamförum nátt-
úrunnar, þrumuveðri og landskjálfta, en
hinsvegar mannfólkinu og viðbrögðum
þess. Og hann lætur sig ekki muna um að
hverfa frá daglegum heimi raunveru-
leikans, en sveiflar sér inn í þjóðsagna-
heiminn þar sem magnaðar afturgöngur
verða mikilvægur þáttur sögunnar. Sér-
kennilegar og fast mótaðar persónur bera
söguna uppi, sira Daniel og kona hans að
ógleymdum þeim söðlasmiðnum sögu-
glaða og Anton rakara. Allt þetta fléttar
höfundur haglega saman, en stundum fer
orðgleði með hann nokkuð í gönur, og
sagan yrði áhrifameiri og eftirminnilegri, ef
þar væri meira i hóf stillt.
C.S. Lewis:
SIGLING DAGFARA
Rvík 1986.
Almenna bókafélagið.
Þetta er ein sagan um það, sem kemur fyrir
þau Játvarð og Lúsíu í æfintýralandinu
Narníu, þar sem margt ber til tíðinda eins
og fyrri daginn, þegar þau berast um furðu-
heima æfintýranna. Annars er það eitt um
þessar æfintýrasögur að segja, að þær eru
góð lesning hæfilega þroskuðum börnum.
Þótt umhverfið sé æfintýraheimur er und-
iraldan mannlífið sjálft, en börnum er nú
sem fyrr hollt að kanna lifið í gegnum
æfintýrahjúpinn og læra þannig hvað séu
hin sönnu verðmæti og skUja Ult frá góðu.
Michael Grant:
NERÓ
Rvík 1986.
Öm og Örlygur.
Margt hefir verið ritað um Neró Rómverja-
keisara og flest ófagurt, enda var hann
löngum taUnn sjálfur andkristur í hugum
kristinna manna, og sagnaritarar Rómverja
lýstu honum nánast sem sálsjúkum hryðju-
verkamanni af versta tagi. Enginn neitar
þvi, að hryðjuverk hans og glæpir voru
margir, en vorri kynslóð, sem hefir lifað
tíma Hitlers og StaUns ætti ekki að blöskra
sUkt, og er það í sjálfu sér engin vörn fyrir
Neró, þótt aðrn séu ekki betri á vorum
dögum, eftir nær 2.000 ára gamla kristni
og siðmenningu nútímans. Þetta rit gefur
nokkru aðra mynd af Neró, en hinar hefð-
bundnu mannkynssögur hafa gert. Að vísu
dregur höfundur engar dulur á hryðjuverk
hans, en kemst að raun um að undirrót
þeirra flestra eða aUra hafi verið sjúkleg
hræðsla um að lífi hans væri ógnað en ekki
raunveruleg grimmd eða kvalalosti. Hér er
Neró sýknaður af íkveikjunni í Rómaborg,
en dregið fram að hann hafi gert margar
ráðstafanir til að bæta úr hörmungunum,
sem eldurinn olli. Hann er talinn hafa verið
aUnýtur stjórnandi og frábitinn styrjöldum.
Þá er sagt að listhneigð hafi verið honum
í blóð borin en ekki sýndarmennska og
leikaraskapur. Studdi hann mjög listamenn
sinnar tíðar. En listir, leikar og hvers kyns
sýningar jukust sífellt í Róm samhliða svalli
og sællífi. Að öllu samanlögðu verður Neró
skapfellilegri persóna en almennt hefir ver-
ið talið, en barn sinnar aldar í taumlausu
svalli og óhófi. En auk þess að fjalla um
Neró sjálfan er þarna mikill fróðleikur um
sögu Rómaveldis á dögum hinna fyrstu
keistara allt til Nerós. Þýðandi er Dagur
Þorleifsson og er verkið vel unnið.
Halldór Halldórsson:
ÆVISÖGUR ORÐA.
Rvík 1986.
Almenna bókafélagið.
Almenna bókafélagið gaf fyrir nokkrum
árum út bókaflokk, sem nefndist íslensk
þjóðfræði. Voru í þeim flokki nokkur úrvals-
rit um íslenskt mál og menningu. Má þar
nefna Þjóðsagnabók Sigurðar Nordals og
stórfróðlegt og skemmtilegt rit, íslenskt
orðtakasafn eftir Halldór Halldórsson, og
nú bætir Halldór nýju riti í safnið um Ævi-
sögur orða. Rekur hann þar sögu og upp-
runa bæði orðtaka og einstakra orða. Má
þar nefna orðtökin: í herrans nafni og fjöm-
tíu, í guðanna bænum, taka einhvern til
bæna og lesa einhverjum pistilinn. Skýrir
hann þar sögu þeirra og aldur í íslensku
máli eftir því sem best verður vitað og
kennir oss um leið hina upprunalegu merk-
ingu. Merkileg er skýring hans að, í guð-
anna bænum sé geymt sambland heiðni og
kristni, og vitnar það um aldur orðtaksins.
Þá ræðir hann orðið fjölbrautaskóli og ýmis
orð sem líkt eru mynduð og er þar margan
fróðleik að finna. Skemmtileg og snjöll er
tilgátan um að nafnið Almannagjá sé dreg-
ið af þjóðflokksheitinu Alamanar, þótt ef til
vill sé teflt þar á hið tæpasta vað. Rætt er
um örnefni með sult, og leikur ekki vafi á
að bæjarnafnið Sultir í Kelduhverfi sé dreg-
ið af hvilftum í hraunjaðrinum, sem bærinn
stendur við. Meiri vafi gæti verið um sultar-
örnefnin í öræfum landsins, sem höf. vill
telja að merki árbakka og færir að því mjög
gild málfræðileg rök. En ekki má gleyma
þvi, að á þeim stöðum, sem ég þekki til
er mjög rýr hagi, og þar sem á sumum
þeirra voru náttstaðir leitarmanna, og
hestarnir svangir að morgni, gat nafnið
verið af því dregið, og í Sultartanga milli
Þjórsár og Tungnaár er víst, að kindur hafa
lent í svelti og jafnvel farist. Báðar skýring-
arnar geta komið til greina. Einn skemmti-
legasti kafli bókarinnar er um slangur, og
ætti höfundur að segja meira um það efni.
Þá eru raktar heimildir um transeyði og
ranseyði. Eg kannast vel við transeyði á
lömbum, þegar efri skolturinn var teygður
langt fram yfir þann neðri, var þeim lömb-
um lógað þegar í stað, því að þau gátu ekki
gengið sér að mat. Sagt var og frekar í niðr-
unarskyni um menn að þeir væru með
transeyði, ef framtennur og efri kjálki voru
mjög framstæð. En skemmtilegastur þykir
mér kaflinn um slangur. Ævisaga orða er
í senn fróðleg bók og skemmtileg. Höfund-
ur setur mál sitt fram á skýran og auð-
skilinn hátt, og skemmtan er að vita merk-
ingu og sögu þeirra orða, sem maður dag-
lega lætur sér um munn fara. Og margir
munu taka undir með mér að höf. léti oss
heyra meira frá sér um þetta efni. Það er
einn þáttur málverndar, og í anda þeirrar
málstefnu, sem höfundur lýsir síðast í bók-
inni. Ekki má gleyma því, að fullkomið
orðaregistur er í bókinni, svo að létt er að
finna orðin og auðveldar það mjög notkun
hennar.
Þorsteinn Matthíasson:
í ANNRÍKI
FÁBREYTTRA DAGA.
Akureyri 1986.
Skjaldborg.
Hér er á ferðinni upphaf að bókaflokki af
líku tagi og Aldnir hafa orðið, en í þessu
bindi er miseldri sögumanna meira en í
hinum flokknum og þættirnir styttri. í bind-
inu eru 15 viðtalsþættir í drjúgum minni
bók en Erlings. Þá gerir Erlingur mun
gleggri skil á sögumönnum sínum en Þor-
steinn, hér sést t.d. ekki hvenær sumir
sögumenn eru fæddir. Þá færi betur á að
nöfn sögumanna væru með fyrirsögnum
þáttanna. Eins og vænta má eru þættirnir
misjafnir. Merkilegastur þykir mér þáttur-
inn Móðir mín - mamma. Þar er brugðið
upp þjóðlífsmynd frá fjórða tug þessarar
aldar, sem menn hefðu gott af að bera
saman við nútímann, og sjá að þar er mun-
urinn mikill til hins betra, þótt ekki sé
lengra liðið. Fróðlegir þóttu mér og þætt-
irnir frá Selvogi, og þess verðir að geymast
um þá nú nær eyddu byggð, þar sem blóm-
legt mannlíf var fram á fyrstu tugi þessarar
aldar en er nú eydd að mestu. Margt er
athyglisvert í Síðdegisrabbi Jóns Bjark-
linds, sem raunar sker sig nokkuð frá hin-
um þáttunum. Við lestur þessara tveggja
samtalsbóka getur ekki hjá því farið, að
450 Heima er bezt