Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1986, Page 18

Heima er bezt - 02.10.1986, Page 18
TIL I RÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR GUNNAR BJARNASON: ÆTTBÓK OG SAGA íslenzka hestsins á 20. öld (I). Þcssi bók kom fyrst út árið 1968 og hlaut frá- bærar viðtökur, enda er bókin glæsileg í alla staði. Bókin seldist upp á skömmum tíma, en nú hefur hún verið endurprentuð. Sjálf ætt- bókin nær yfir rúma 560 skráða kynbótahesta á árunum 1920-1969. Einnig er í bókinni starfssaga Gunnars Bjarnasonar fyrir árin 1940-1950 og félaga-annáll hrossaræktarfélaga frá upphafi til 1960. Hestamennska færist æ meir í vöxt og í stað þess að vera vinnudýr er hesturinn nú, frekar en áður, yndisgjafi og félagi. Bók 272 HEB-verð kr. 900,00 GUNNAR BJARNASON: ÆTTBÓK OG SAGA íslenzka hestsins á 20. öld (II). Þetta er annað bindi Ættbókar og sögu ís- lenska hestsins á 20. öld. Fyrir 18 árum kom fyrsta bindið út og fjallaði það um stóðhesta, en nú er fjallað um kynbótahryssur. Hér eru birtar lýsingar á flestum skráðum og völdum undaneldishryssum landsins frá aldarbyrjun til 1970, eða þær sem komið hafa við sögu í kyn- bótastarfinu, alls um 3500. í bókinni eru einnig glefsur úr starfssögu Gunnars og er óhætt að fullyrða að þar er hressilega skrifað. Bók 413 HEB-verð kr. 900,00 GUNNAR BJARNASON: ÆTTBÓK OG SAGA íslenzka hestsins á 20. öld (III). Þetta er þriðja bindi hins mikla ritverks Gunn- ars Bjarnasonar hrossaræktarráðunauts. Þessi bók er sérlega glæsileg í alla staði og nauðsyn- leg öllum áhugamönnum um íslenska hrossa- rækt. í þessu bindi er haldið áfram, þar sem frá var horfið í öðru bindi, við að fjalla um kynbótahryssur. Hér eru birtar lýsingar á flest- um skráðum og völdum undaneldishryssum landsins frá aldarbyrjun fram til ársins 1970. í þessu bindi er fjallað um ættbókarfærðar hryssur frá Eyjafirði, austur um og allt til Borgarfjarðar. í þessu bindi, eins og hinum fyrri, er starfssaga Gunnars og er hér fjallað mikið um útflutning hrossa og baráttu Gunn- ars við að vinna íslenska hestinum markað er- iendis. Bók 424 HEB-verð kr. 900,00 GUNNAR BJARNASON: ÆTTBÓK OG SAGA íslenzka hestsins á 20. öld (IV). Lokabindi stórvirkis Gunnars Bjarnasonar. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir þetta ein- stæða ritverk sitt, bæði hérlendis og erlendis, enda er Ættbókin komin út í þýzkri þýðingu. í IV. bindinu eru m.a. ættarskrár 380 stóð- hesta, leiðbeiningar um hrossakynbætur, auð- skilin erfðafræði og skýringar á myndum gæð- ingaættstofna innan íslenska hestakynsins. Hundruð mynda og tugir litmynda, þar á með- al litmyndaraðir með nöfnum á litum íslenskra hesta. Ættbókin nær fram á Vindheimamela- mótið sumarið 1982. í þessu bindi birtist líka eina ættskráin yfir útflutta stóðhesta sem til er. Loks er í bindinu risavaxin nafnaskrá yfir öll 4 bindin, með þúsundum nafna manna og hesta. Bók 427 HEB-verð kr. 1350,00 GEORGE J. HOUSER: SAGA HESTALÆKNINGA Á ÍSLANDI Vönduð, stórmerkileg og þjóðleg bók, sem fjallar um samskipti manns og hests allt frá söguöld og fram á þennan dag. Bók 376 HEB-verð kr. 350,00 STANLEY H. PRETORIUS og STGURÐUR L. PÁLSSON: ÁGRIP ENSKRAR MÁLFRÆÐI I þessu handhæga ágripi eru öll helztu atriði enskrar málfræði í samanþjöppuðu formi. - 8 bls. Bók 254 (ób.) HEB-verð kr. 40,00 ÓLAFUR JÓNSSON: DYNGJUFJÖLL OG ASKJA Bókin er sérlega handhæg og hæfilega stór í vasa og því tilvalinn leiðarvísir öllum þeim, sem ferðast vilja um þessi öræfi, en einnig skemmtileg og fróðleg til aflestrar heima í stofum. 96 bls. með fjölda mynda, þar af 2 litmyndirfrá Öskjugosinu 1961. Bók 99 (ób.) HEB-verð kr. 100,00 ÓLAFUR JÓNSSON: BERGHLAUP Flestir þekkja hin gagnmerku ritverk Ólafs Jónssonar ,,Ódáðahraun“ og „Skriðuföll og snjóflóð“, þar sem á lifandi hátt er fléttað saman jarðfræði og sögu. Enn kemur hér stór- verk um íslenska náttúru eftir Ólaf, árangur af áratuga grúski, að vísu, eins og löngum áður hjá Ólafi, aukastarf með erli hins daglega brauðstrits. Bók 964 HEB-verð kr. 600,00 ÓLAFUR JÓNSSON: STRIPL í PARADÍS Pað hefur lengi verið á vitorði æði margra að Ólafur Jónsson ætti í fórum sínum handrit af smellnum sögum. Þetta vissu þeir sem heyrt höfðu Ólaf Iesa eins og eina þeirra upp á mannamótum; kannski á slægjuhátíð í sveit. kannski á Austfirðingamóti í norðlenskum bæ. Og hver sá sem hlustaði á þessar sögur sannfærðist um það, að náttúruskoðarinn, Ólafur Jónsson, átti fleira í fórum sínum en Ódáðahraun, belgjurtir og berghlaup. Sögurn- ar í þessari bók einkennast af þeim lipurleika og þeim einfaldleika í frásögn sem eitt gerir sögu ljúfan lestur. Bók 974 HEB-verð kr. 180,00 VALD. V. SNÆVARR: GUÐ LEIÐIR ÞIG Kristin fræði handa ungum börnum. Bókin er tileinkuð íslenskum mæðrum, því að þær hafa ,,svo öldum skiptir verið fyrstu kennarar barna í kristnum fræðum." Prýdd litmyndum. 56 bls. Bók 12 (ób.) HEB-verð kr. 50,00 BJARNI JÓNSSON frá Unnarholti: ÍSLENZKIR HAFNARSTÚDENTAR I þessari einstæðu og stórmerku bók er saman safnað upplýsingum um alla íslendinga sem stundað hafa nám við Kaupmannahafnarhá- skóla frá stofnun hans árið 1479. Bók 166 HEB-verð kr. 500,00 STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum: ÞÆTTIR ÚR NÁTTÚRUFRÆÐI Enda þótt bók þessi sé fyrst og fremst ætluð til kennslu í menntaskólum, þá munu án efa allir þeir, sem áhuga hafa á náttúrufræði, lesa hana sér til fróðleiks og ánægju. Bók 237 (ób.) HEB-verð kr. 150,00 18 Bókaskrá

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.