Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 10

Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 10
Kornsláttur á Porvaldseyri. verk þó endurbætt og veggir steyptir, svo að úr varð ágæt sundlaug, 25 x 10 metrar að stærð, og stendur enn. Eftir þetta tóku Eyfellingar mjög að stunda sund og annað íþrótta- og félagslíf. Varð þetta brátt sem eins konar vakn- ing í sveitinni og leiddi til þess að stofnað var Ungmenna- félagið Eyfellingur. Eggert á Þorvaldseyri tók virkan þátt i þessu félagsstarfi, þegar hann hafði aldur til, og meðal annars vann hann við innréttingar í samkomuhúsi félagsins sem reist var á grundunum milli Hrútsfells og Skarðshlíðar árið 1927. Síðar starfaði hann lengi sem stjórnarmaður í ungmennafélaginu og var formaður þess um árabil. En Eggert vann einnig að ýmsum öðrum félagsmálum. Hann var formaður sjúkrasamlags hreppsins í nokkur ár. Þá var hann formaður Nautgriparæktarfélagsins um árabil og átti þátt i að endurreisa það félag á sínum tíma. Einnig gegndi hann formennsku í Nautgriparæktarsambandi Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og var formaður fyrir Ræktunarsambandi Eyfellinga og Mýrdælinga um langa hríð. Hann sat í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands í þrjátíu ár og í stjórn Mjólkurbús Flóamanna í 42 ár og þar af var hann stjórnarformaður í 17 ár. í stjórn Mjólkursam- sölunnar var hann í 12 ár og sat þrjú Búnaðarþing sem varamaður. Munu þá talin helstu félagsstörf Eggerts, en þau voru mikil og tímafrek. Aðeins á sviði mjólkurmálefna telst honum til að hann hafi setið um 1000 fundi, auk alls annars. Þá skal þess líka getið að ákaflega mikill tími fór í Jarðyrkjustörfá Þorvaldseyri. að ferðast til og frá, því að margir fundanna voru haldnir úti á Selfossi og suður í Reykjavík. Þessi tímafreku félags- störf hefði hann heldur ekki getað rækt, nema fyrir það að uppeldisbróðir hans, Sigurður Sveinsson, dvaldist alltaf hjá honum og hugsaði vel fyrir öllu sem að búinu laut, segir Eggert að lokum. Ný kynslóðaskipti á Þorvaldseyri Þorvaldseyri er ákaflega mikil og góð bújörð og munar þar mestu um, hversu þeir feðgar, Ólafur Pálsson og Egg- ert, sonur hans, hafa bætt hana að öllu leyti í áranna rás. Það var því eðlilegt að Eggert liti svo á, að jörðin gæti gert betur en framfleyta einni fjölskyldu. Því var það að Ólafur. sonur hans, sem þá hafði lokið búfræðinámi, kom heim og hóf búskap í félagsrekstri við föður sinn árið 1973. Hann kvæntist síðan árið 1977 og er kona hans Guðný Valberg, kennari, sem fyrr segir. Þau ungu hjónin reistu sama ár nýtt íbúðarhús rétt fyrir vestan gamla húsið á Eyri. Einnig sneri Þorleifur Eggertsson heim ásamt konu sinni, Þorbjörgu Böðvarsdóttur, og bjuggu þau í nokkur ár í félagsskap við þá Eggert og Ólaf. En nokkru síðar fluttust þau Þorleifur og Þorbjörg til Vestmannaeyja og hafa dvalist þar síðan. Yngsti sonurinn, Sigursveinn, sem er lærður bifvélavirki, fluttist þá heim ásamt konu sinni, Bryndísi Emilsdóttur. Bjuggu þau í nokkur ár í félagsbúskapnum á Þorvaldseyri. Að því loknu fluttust þau austur í Mýrdal og reistu sér bú á jörðinni Ási þar í sveit. En Ólafur bjó áfram á móti föður sínum og dró brátt til þess að hann tæki við búsforráðum á jörðinni. Stjórn Mjólkurbús Flóamanna um 1955. Frá vinstri: Eggert Ólafsson, Þorvaldseyri, Sigurgrímur Jónsson, Holti, Egill Thorarensen, Selfossi, Dagur Brynjólfsson, Gaulverjabx ug Sveinbjörn Högnason, Breioabóistad. 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.