Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 11
Ingibjörg og Eggert á Þorvaldseyri fremst á miðri mynd ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum sínum. Ungu hjónin á Þorvaldseyri Ungu hjónin, Ólafur og Guðný, tóku að fullu við bú- skapnum á Þorvaldseyri árið 1986. Þau tóku við góðu búi og hafa haldið öllu vel í horfi, þótt kvóti á hefðbundnum Frá hitaveituborun 1989, Ólafur Eggertsson til vinstri. búgreinum reynist þeim sem mörgum öðrum nokkur fjötur um fót. Ólafur hefur verið áhugasamur um að auka korn- ræktina sem hann telur sjálfsagðan þátt í búskap okkar tíma. Síðasta sumar var hann þannig með bygg á 12 hekt- urum og fékk allgóða uppskeru, þótt tíðarfar væri ekki svo gott sem skyldi. Ólafur bindur talsverðar vonir við að betri tímar séu í vændum í landbúnaðinum og einkum telur hann líklegt að brátt muni þurfa að auka framleiðslu á mjólk og mjólkurafurðum. Meðal nýjunga sem Ólafur Eggertsson hefur beitt sér fyrir var að hefja leit að heitu vatni í landareigninni. Um árabil hafði verið umræða í sveitinni um að bora eftir heitu vatni í nágrenni Seljavalla, þar sem mikið er um jarðhita, og leggja síðan hitaveitu um sveitina. Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir drógust mjög á langinn og ekkert gerðist. Þeir Þorvaldseyrarmenn höfðu bundið miklar vonir við væntanlega hitaveitu, en þegar ekkert varð úr, hófust þeir sjálfir handa heima hjá sér. Fengu þeir Jarðboranir h/f til að bora hjá sér uppi við heiðina, skammt frá gömlu raf- stöðinni. Var borað niður á 1000 metra dýpi og fékkst þá nægilegt af heitu vatni fyrir öll hús á bænum og meira til. Verður nú brátt hafist handa um að virkja þessa miklu orku og leiða heim í húsin á Þorvaldseyri. Heima er bezt 119

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.