Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 14
GISLI JONSSON Um nafngjafír ísfírðinga 1703-1845 SIÐARI HLUTI Þau leiðu mistök áttu sér stað við umbrot á fyrri hluta þessa greinaflokks, að ruglingur varð á síðustu síðunni. Birtist hún því hér aftur og seinni hluti greinarinnar í beinu framhaldi þar á eftir. Biðjum við lesendur og höfund af- sökunar á þessum mistökum. Ritstj. Mahalalel, heldur ðíslenskulegt og óþjált, enda stundum stytt, þá sjaldan það kemur fyrir. En tveir menn hétu þessu nafni í Biblíunni, enda er þetta hebreska og merkir víst lof guðs eða dýrð. Aðeins einn íslendingur mun hafa heitið þessu nafni. í manntali 1801 er skráður Malaleel [svo] Árnason 29 ára í Þverdal í Aðalvíkursókn á Hornströndum. Nafnið sést ekki tíðara. Nathanael er líka hebreska og merkir guðsgjöf. Þetta var annað heiti Bartólómeusar postula. Menn með þessu nafni hafa alla tíð verið hér örfáir, en það er enn til. Sömu merkingar er Jónatan. Natan þýðir gjöf. Pólístator er auðvitað hið furðulegasta nafn. En það er líklega afbökun úr Pólenstator sem var konungsson í sögum og rímnapersóna. Það mætti leika sér að því að þýða þetta: sá sem stendur (stator) í borginni (pólis) = virkisvörður. Árið 1801 var einn Pólístator á íslandi, Ólafsson í Tungu í Eyrarsókn í Skutulsfirði. Hann mun eini íslendingurinn er svo hefur heitið. Rósenkar eða Rósinkar, og nú vandast málið til muna. Þjóðsaga er til um uppruna nafnsins á íslandi, en látum hana bíða í bili. I gamalli dönsku er til nafnið Rosengar sem talið er í bókum Dana að komið sé eftir miklum krókaleiðum úr germönsku nafni sem á okkar máli væri Hróðurgeir, Hróðgeir eða jafnvel Hrósgeir. Ég ætla því í bili að trúa því, að danska nafnmyndin Rosengar hafi legið til grundvallar íslenska nafninu Rósinkar, enda eigi það þá ekki skylt við rósótt sykurkar eða ask. En málið vandast enn meira. Rósinkar var framan af bæði kvenmannsnafn og karlmannsnafn og líklega í fyrstu kvenmannsnafn. Svo mikið er víst að 1778 fæddist mær vestra, sú er skírð var Elísabet Rósinkar, dóttir Guðmundar bónda og hreppstjóra í Neðri-Arnardal. Hún fluttist til Æðeyjar og varð fjörgömul. Eftir henni var skírð dóttur- dóttir hennar Elísabet Rósinkar Hinriksdóttir, en móðir hennar var Kristín Árnadóttir Jónssonar og Elísabetar Rósinkarar eldri. Fleiri konur hef ég ekki fundið með þessu nafni. En ein heitir Rósinkara í manntalinu 1910, fædd í ísafjarðarsýslu. Yngsti sonur gömlu Elísabetar Rósinkarar var látinn heita Rósinkar, og munu þess fá dæmi, að mæðgin á íslandi heiti sama nafni. Ekki sé ég merki þess að Rósinkar Árna- son hafi líka verið skírður Elísabet, en sögusagnir herma að einhverjir Rósinkarar vestra hafi fengið Elísabetarnafnið, en ég finn þess ekki dæmi í manntölum né kirkjubókum. Skylt er hins vegar að geta þess, að ekki er öllum tvínefnum haldið til skila, svo að óyggjandi sé, í þess konar heimild- um. Ekki var Rósinkar Árnason í Æðey fyrsti karlmaður með því nafni á íslandi, heldur, að því er ég best veit, Rósinkar Ebenesersson í Reykjarfirði, sbr. það sem ég sagði fyrr í þessum þætti um Ebeneser. Hann var 12 ára gamall 1801, en Rósinkar í Æðey mun hafa fæðst 1823. í manntalinu 1801 er líka annar Rósinkar, þá þriggja ára, Jónsson á Sólheimum í Svínavatnshreppi, A.-Hún. Árið 1845 báru sjö karlar nafnið Rósinkar, þar af sex í ísafjarðarsýslu, og árið 1910 eru þeir orðnir 14, tólf þeirra 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.