Heima er bezt - 01.04.1990, Page 16
Anika (Annikaj er þýskættað gælunafn af Anna; var
algengt í Slésvík-Holstein. Þetta nafn var til í Snæfellsnes-
sýslu 1703 og hefur lifað af á landi hér alveg til okkar daga.
Batónía eða Batanía, skrifað ofurlítið mismunandi og
prentað, þá sjaldan það kemur fyrir. Aðeins ein kona ís-
lensk hefur heitið þessu nafni og kannski ein í heiminum,
Batónía Árnadóttir í Álfadal í Sæbólssókn í Dýrafirði, 17
ára 1845, og var enn á lífi 1855. Ég sé þessa nafns ekki dæmi
framar, og það er mér hin mesta ráðgáta. Er þetta kannski
afbökun úr Betaníu í Biblíunni, eða er hugsanlegt að ítalski
málarinn Batoni hafi eignast nöfnu hér úti á íslandi?
Tæplega.
Gríshildur. Þrátt fyrir Gríshildi góðu í ævintýrunum
vildu liklega fáar íslenskar konur bera þetta nafn vegna
svínanna, enda hefur aðeins ein kona hérlendis heitið svo:
Gríshildur Einarsdóttir, 15 ára í Bolungarvík í Grunnavík-
ursókn 1845. Hún var enn á lífi 10 árum seinna.
Þetta nafn í ýmsum myndum var heiti á góðri konu í
ævintýrum miðalda. Grís kann hér að vera í sinni fornu
merkingu grár, en í Oxford-bókinni um ensk mannanöfn er
ekki talið fráleitt að þetta sé afbökun úr Kristhildur; hildur
er valkyrja.
Dagmey er kannski ekki komið utan úr heimi, og þó. En
þetta nafn kom upp hér á 19. öld. Fyrst er Dagmey Jó-
hannesardóttir, 17 ára í Hattardal meiri í ísafjarðarsýslu
1845, og var lengi hin eina á landinu. Nafnið er enn til og
minnir á Vegmey í Ljósvíkingnum eftir Halldór Laxness.
Debóra er úr hebresku og merkir býfluga. Þetta er
biblíunafn og kemur fyrir í Dómarabók Gamla testa-
mentisins. Nafnið hefur verið örsjaldgæft hérlendis, en lifir
þó.
Konkordía er hins vegar latína og merkir eindrægni,
samhygð, samhljómur. Þetta var gert að skírnarnafni á
íslandi á 19. öld. Það afbakaðist oft í framburði, t.d. í
Kóngódía, gælunafn Día. Nokkrar konur bera þetta nafn á
okkar dögum.
Rósamunda var mikil persóna í sögum og rímum. Rosa-
mond hét frilla Hinriks II. Englandskonungs. Flestir skýr-
endur telja að í þessu forngermanska nafni sé fyrri liðurinn
hross, en síðari liðurinn tákni vernd eða vörn eins og í
Guðmundur. „Hrossmunda“ gæti hafa verið valkyrja. En
hvers vegna ekki að setja þetta í samband við hróður og
hrós, eins og Hróðgeir á íslensku samsvarar erlenda nafn-
inu Roger?
Á 6. öld varð Rosamunde Kunimundsdóiúr af germönsku
kyni drottning á Langbarðalandi. Hún gæti á máli okkar
heitið Hrósmunda Kvnmundardóttir. Seinna hefur sumum
þótt smekklegra að reyna tengja nöfn sem þetta við lat-
neska blómsheitið rosa, sbr. kvenmannsnafnið Rósa, en
það er meira en hæpið, þegar svona gömul, germönsk nöfn
eins og Rósamunda eiga í hlut.
Svíalín er sérkennilegt nafn. Það kemur fyrir í gömlum
sögum og þjóðvísum, svo sem í textanum um Svíalín og
hrafninn. Uppruni og merking er mér ráðgáta, nema þetta
merki i upphafinu sænska konu. Árið 1845 var ein Svíalín á
íslandi og líklega hin fyrsta hérlendis sem ber þetta nafn.
Það var Svíalín Salmadóttir 2 ára í Kjaransvík á Horn-
ströndum. Ég kem betur að hinu sérkennilega föðurnafni
hennar bráðum. Nú sýnist mér nafnið Svíalin út dautt.
Nafnið Veróníka er ekki alltaf skýrt á einn veg. Sumir
telja að það sé ættað úr grísku Phereníke — sú sem veitir
sigur, síðan breyst í Beronice og loks í Veronica. Aðrir telja
nafnið komið úr latnesku orðunum vera iconica, eiginl.
„hin sanna ímynd“. Svo var nefnt heilagt klæði sem átti að
sýna andlit Krists. Seinna töldu menn að konan, sem þerr-
aði andlit hans með dúki, hefði heitið svo. Nafnið Verónika
kom til íslands á 18. öld; árið 1801 var Veróníka Jónsdóttir
37 ára í Ólafsvík, en 1845 voru Veróníkur þrjár og allar í
ísafjarðarsýslu. Nafnið er enn vel lifandi meðal okkar.
Hyggjum svo að nokkrum karlmannsnöfnum sem ís-
firðingar höfðu tekið upp 1845:
Alexander er komið úr grisku og merkir bjargvættur
manna. Þetta er mikið nafn úti um víða veröld, nafn heil-
agra manna og páfa, fyrir utan sjálfan herkonunginn
mikla, Alexander Filippusarson frá Makedoníu.
Þótt A lexander væri nýtt nafn í ísafjarðarsýslu 1845, var
það löngu komið á ísland og hefur á aldanna rás hlotið
nokkra útbreiðslu. Þess má geta, að sjö sveinar úr fæðing-
arárganginum 1985 hlutu Alexanders-nafn. Kvenmanns-
nafnið Sandra er vinsæl afleiðsla þessa karlheitis.
Aron. Um uppruna þess nafns eru menn ósammála.
Sumir segja að sé hebreska og merki upplýstur, hár, há-
fleygur, en aðrir segja að það sé egypska og vilja ekki ráða í
merkinguna. Aron átti að systkinum Móses og Miriam í
Genesis Gamla testamentisins.
Nafnið Aron er mjög gamalt í íslensku, og hétu t.d. svo
sex menn í Sturlungu. Það hvarf í kringum 1800, en kom
skjótt upp aftur og voru sex 1845. þar af einn í ísafjarðar-
sýslu. Eftir talsverða lægð er Aron orðið tískunafn á allra
síðustu árum og voru 15 svo skírðir í fæðingarárganginum
1985. Guð má vita hvers vegna.
Berthold er ættað úr þýsku, Berchtwald, á okkar máli
Bjartvaldur. Berthold var rímnahetja. Nafnið var latínísér-
að Bertholdus eða jafnvel sett í staðinn fyrir það Bartholo-
meus, eftir gamalli tísku. Þetta nafn er algengt erlendis og
til í ýmsum aukagerðum, t.d. Bertel.
Fyrstur með þessu nafni á íslandi gæti hafa verið Bert-
hold Jónsson, sá sem var 25 ára í Súðavík 1845. Nafnið var
hér alla tíð sjaldgæft og er nú horfið, enda munu sumir hafa
lesið út úr því orðin bert hold og þótt að þvi óviðeigandi
keimur. Rósa Guðmundsdóttir skáld storkaði Natan
Ketilssyni með því að láta son þeirra heita Rósant Berthold
og kvað:
Seinna nafnið sonar þíns
sífellt þig á minni
að oft var fáklædd eyja líns
uppi í hvílu þinni.
Betúel var í Biblíunni frændi Abrahams, faðir Rebekku
og Labans sem „bjó með dætrum dýrum“. Þetta hebreska
nafn er e.t.v. talið merkja: sá sem guð býr í, sbr. staðar-
nafnið Betel. Fyrsti Betúel hérlendis mun hafa verið Betúel
Jónsson á Hesteyri, fæddur 1830. Nafnið hefur lifað sam-
fleytt síðan.
124 Heimaerbezt