Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 17
Dagóbert, stundum skrifað Dahóbert, ætti að heita Dug-
bjartur á okkar tungu, en Dagóbert var konungur meðal
Franka fyrir lifandi löngu og síðar rímnapersóna. Aðeins
einn íslendingur mun hafa borið þetta nafn, Dagóbert
Bjarnason í Bæjum á Snæfjallaströnd, fæddur 1822.
Ferdínand er germanskt nafn, en hefur verið skýrt á
mismunandi vegu. Sumir reyna að gera úr þessu ferða-
mann, aðrir þann sem elskar friðinn, friðsamur („Frið-
nennir“) eða jafnvel friðsamur og hugrakkur. í Suður-
Evrópu breyttist þetta í Fernando eða Hernando.
Fyrsti Ferdinand, sem vitað er um á íslandi, var Gíslason,
15 ára 1845 á Kurfi í Hofssókn í Húnavatnssýslu. Nafnið
lifir enn góðu lífi.
Gabríel er nafn alfrægs höfuðengils og komið úr hebr-
esku. Það felur í sér að guð sé máttugur, og þá sá sem guðs
maður er. Nafnið er gamalt hérlendis og tíðkast enn.
Gídeon er líka hebreska. Hann var höfðingi í Gamla
testamentinu. Nafnið merkir kannski bardagamaður, en þó
vilja ekki allir samþykkja það. Ég veit aðeins um einn
íslending með þessu nafni, Gídeon Bjarnason sem var 29
ára á Kerlingarstöðum í Grunnavíkursókn 1845. Gídeon
þessi átti Fertram fyrir son. Fertram kemur fyrir í rímum, en
ekki vita menn hvað nafnið me; m. Gæti það verið afbök-
un úr Bertram?
Hagalín varð til fyrir vestan. Fyrsti Hagalín, sem vitað er
um, var Jóhannesson á Kvíum í Grunnavíkursókn. Guð-
rún Jakobsdóttir í Reykjahlíð við Mývatn hefur eftir
Ketilriði ömmu sinni, hálfsystur Hagalíns, að faðir hans
hafi gefið honum þetta nafn af því að hann heillaðist mjög
af haglendinu á Kvíum, „leist það fagurt, frjósamt og
kjarngott“.
Árið 1916 var Hagalín lögfest ættarnafn, og segir í
Stjórnartíðindunum að „ættarnafnstaki" væri Guðmundur
Hagalín Gíslason skipstjóri á Núpi í Dýrafirði.
Um aðdraganda þessa segir Guðmundur skáld í Hér er
kominn Hoffinn að nafnið sé norskt að uppruna. Langafa-
bróðir sinn hafi verið heitinn eftir norskum skipstjóra,
Hagelien, sem látist hafi á heimili lang-langafa síns. Eftir
lát afa síns, Guðmundar Hagalíns á Mýrum í Dýrafirði,
hafi mjög margir verið skírðir þessu nafni og móðir sin hafi
löghelgað sér (Guðmundi skáldi) nafnið sem ættarnafn.
í manntalinu 1845 voru þrír Hagalínar á íslandi, allir í
ísafjarðarsýslu, 1910 urðu þeir flestir, alls tíu, níu þeirra
fæddir í ísafjarðarsýslu. Nú heita sárafáir þessu nafni.
Hannibal er úr fönísku, öðru nafni púnversku, og merk-
ir: sá sem nýtur náðar Baals en sá var mikill guð þeirra
Fönikíumanna og fleiri þjóða austur þar. Hannibal kom
upp fyrir vestan á 19. öld eins og Hagalín, fyrstur var
Hannibal Jóhannesarson á Kleifum í Ögursókn, fæddur
1830.
Híram er líka úr fönísku og þýðir mjög göfugur. Híram
var konungur austur í Týros og hjálpaði Salómon konungi
að reisa musterið margfræga.
Árið 1845 er Híram Vagnsson 10 ára á Dynjanda í ísa-
fjarðarsýslu, fyrsti íslendingur með þessu nafni. Það tíðkast
ekki lengur.
Kristóbert, sem á máli okkar væri betur Kristbjartur, er
þýskulegt nafn og líklega komið úr rímum, riddara- eða
helgisögum. Þetta nafn kom upp í ísafjarðarsýslu á 19. öld,
þeir eru þar tveir ungir menn með þessu heiti 1845. Nafnið
er enn til.
Otúel er hebreska og merkir að guð sé máttugur. Otúel
var rímnapersóna, og skírðu menn eftir henni. Nafnið var
þó örsjaldgæft og er nú horfið.
Salma er biblíunafn, og svo hét einn af forfeðrum Davíðs
konungs. Hann var reyndar líka nefndur Salmon. Merking
gæti verið friðsamur.
Einn íslendingur hefur heitið þessu nafni, Salma Jóns-
son bóndi í Rekavík bak Látur, 33 ára 1845, faðir fyrr-
nefndrar Svíalínar. Fyrir kemur að prestur bókar Salmann.
Móðir Salma hét Silfá.
Tímótheus er úr grísku og merkir guðhræddur eða sá sem
sýnir drottni lotningu. Timótheus nokkur snerist til krist-
innar trúar, og Páll postuli skrifaði honum bréf. Nafnið
kom upp hérlendis seint á 18. öld. Mér virðist það í lífs-
hættu.
Þeófílus er líka úr grísku og merkir vinur guðs. Þetta er
líka biblíunafn. Elsti Þeófílus á íslandi var Ólafsson vestur í
Látrum á Hornströndum, fæddur 1793. Nú mun nafnið
ekki lengur notað til barnskírna, en lifir í vitund okkar
vegna Jóns Þeófílussonar í íslandsklukkunni.
En nú skal segja frá mestu nýbreytni í nafngjöfum ís-
firðinga á fyrra hluta 19. aldar. Það er tilkoma tvínefna.
Með fyrirvara um rétt manntöl, telst mér til að árið 1845
hafi tvínefndar konur í ísafjarðarsýslu verið orðnar 49. Það
var miklu meira en á Suðurlandi, en miklu minna en
norðanlands og austan, þar sem tvínefnin áttu greiðasta
leið að íslendingum.
Tvínefndu stúlkurnar í fsafjarðarsýslu 1845 báru að
miklum meiri hluta erlend nöfn, enda sjálfur tvínefnasið-
urinn kominn hingað frá Dönum. Sumar samsetningar
voru með mjög framandi móti: Haraldína Vilhelmína,
Jensína Barbara, Andría Maria, Karólína Agústína, Lovísa
Evlalía, Jónína Eggertína, María Konkordia, Indíana Lilja
og Jóhanna Petrína.
Af hinum tvínefndu stúlkum voru 36 tíu ára eða yngri, og
ber hér að sama brunni og annarstaðar á landinu, að tví-
nefnasiðurinn kemur upp að verulegu marki um og eftir
1830. Sjá skrár í ramma.
Alstaðar var hann framan af algengari meðal kvenna en
karla, munurinn í ísafjarðarsýslu minni en víða annar-
staðar. Tvínefndir karlar voru 31 í ísafjarðarsýslu 1845, en
þar kemur svo aðeins á móti að tveir voru auk þess þrí-
nefndir: Jóhann Ferdínand Adam og Pétur Kristján Hinrik.
Annars var minna um útlend nöfn meðal fleirnefndra karla
en fleirnefndra kvenna. Þó koma fyrir samsetningar eins og
Jónas Pálínus, Jens Hólemíus, Dan Friðrik og Jóhannes
Detlev.
*
Heima er bezt 125