Heima er bezt - 01.04.1990, Side 19
víkinga- og bændafólk um djúp og strandir hefur vafalítið
verið viðkvæmt og rómantískt undir niðri og reynt að bæta
sér upp óblíðan hversdagsleikann og fásinnið með því að
sækja sér skrautleg og framandi nöfn, bæði í guðsorð og
veraldlegar bókmenntir, einkum rimur og riddarasögur.
Margt barst líka annarra kyndugra nafna við bein kynni af
fólki frá framandi slóðum.
Okkur, sem vön erum meira skrauti og bílífi og það
jafnvel hversdags, þykir stundum nóg um hin vestfirsku
nöfn á öldinni sem leið: Sofía Mahalalelsdóttir, Svíalín
Salmadóttir, Rósinkransa Engilberta Ebenesersdóttir, eða
Engilbert Rósinkarsson, Hagalín Karvelsson, Plató Bær-
ingsson, og systkinanöfnin Rósinlilja og Engilbert.
3) Hin gömlu þjóðlegu og myndarlegu nöfn forfeðra
okkar héldu þó mætavel velli og þokuðust lítt ofan vin-
sældalistann. Guðrún, Sigríður, Helga, Ingibjörg, Valgerð-
ur, Ragnheiður, Þuríður og Þóra stóðu stæltar, og keikir
voru þeir líka og óbugaðir Guðmundur, Sigurður, Bjarni,
Björn, Einar, Ólafur, Þorsteinn, Arni og Halldór.
Kjarninn var alltaf heill og óskemmdur þrátt fyrir tals-
vert erlent hismi. Undirstaðan, traust og sterk, haggaðist
ekki, enda héldu menn áfram að vera son og dóttir föður
síns.
HEIMILDIR
(aðrar en prestsþjónsutubækur og óprentuð manntöl).
Aid to Bible understending, Pennsylvania U.S.A. 1971.
Asgeir Bl. Magnússon: tslensk orösifjabók, Reykjavík 1989.
Bahlow Hans: Deutsches Namenlexikon. Baden-Baden 1985.
Biblian, ýmsar útgáfur.
Björn Magnússon: Nafnalykill að manntali á íslandi 1801, Reykjavík 1984.
Sami: Nafnalykill að manntali á tslandi 1845 (1-5), Reykjavík 1986.
Björn Sigfússon: Tökunöfn 1A fmœliskveðju til Alexanders Jóhannessonar,
Reykjavík 1953.
Danmarks gamle personnavne (I-II), útg. Gunnar Knudsen og Marius
Kristensen. Kaupmannahöfn 1936 og 1949.
Drosdowski Giinther: Lexieon der Vornamen, Mannheim 1974.
Finnur Sigmundsson: Rímnatal (/-//), Reykjavík 1966.
Gisli Jónsson: Um nafngjafir Evfirðinga og Rangœinga 1703-1845 i Sögu
(27. ár), Reykjavík 1989.
Sami: Nöfn Húnvetninga (og annarra íslendinga) 1703-1845 — og að
nokkru leyti til okkar daga. Óprentaður háskólafyrirlestur 1989.
Guðmundur G. Hagalín: Hér er kominn Hoffinn, Reykjavík 1954.
Guðrún Jakobsdóttir: Bréf til Þórodds Jónassonar lœknis 1990.
Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson: Brevtingar á nafnvenjum íslendinga 1
tslensku máli (7. ár), Reykjavik 1985.
Halldór Halldórsson: tslenskir nafnsiðir í Skírni (141. ár). Reykjavík 1967.
Helgi Skúli Kjartansson: Nafngiftir íslendinga í Mími (9. ár), Revkjavík
1970.
Hermann Pálsson: tslensk mannanöfn, Reykjavík 1960 og 1981.
tslensk mannanöfn 1910 (Hagskýrslur Islands 5), Reykjavik 1915.
tslensk orðabók, ritstj. Árni Böðvarsson (2. útg.), Reykjavík 1983.
Jákup í Jákupsstovu: Fólkanövn i Föroyum, Tórshavn 1974.
Jón Helgason: tslenzkt mannlif (III), Reykjavík 1960.
Jón Jónsson: Um íslensk mannanöfn (Safn til sögu íslands) (III), Kaup-
mannahöfn 1902.
Jón Hilmar Magnússon ritstjóri: Munnlegar og skriflegar upplýsingar um
ýmis biblíunöfn.
Jónas Finnbogason: Nokkur orð um bastarðanöfn í Mimi (5. ár), Revkjavík
1966.
Kristján Jónsson frá Snorrastöðum: Bréf til höfundar 1988.
Lind Erik Henrik: Norsk-islándska dopnamn ock fingerade namn frán
medeltiden, Uppsölum 1915 og Osló 1931.
Manntal á tslandi árið 1703, Reykjavík 1924-47.
Manntal á Islandi 1801, Reykjavík 1978-80.
Manntal á tslandi 1816, Akureyri og Reykjavík 1947-74.
Mannral á tslandi 1845, Reykjavík 1982-85.
Nordisk Kultur (VII), Personnamn, útg. Assar Janzén, Osló 1948.
Norsk personnamn leksikon. Ritstj. Ola Stemshaug, Osló 1982.
Oxford Dictionary of English Christian Names, Oxford 1945 og 1977.
Oxford Dictionary of Saints, ritstj. D.H. Farmer, Oxford og New York
1987.
Ólafur Lárusson: Mannanöfn í Barðastrandarsýslu árið 1703 1 Arbók
Barðastrandarsýslu (VII). [Prentstað vantar].
Sami: Nöfn íslendinga árið 1703, Reykjavík 1960.
PállE. Ólason: íslenskar œviskrár (I-V), Reykjavík 1948-52.
Reclams Namenbuch, útg. Theo Herrie, Stuttgart 1983.
Sigriður Sigurjónsdóttir: Nöfn Islendinga á ýmsum tímum og breytingar á
nafnavali 1 Mimi (33), Reykjavík 1986.
Sigurður Hansen: Um mannaheiti á íslandi 1855 (Skýrslur um landshagi á
íslandi I), Kaupmannahöfn 1858.
Skýrslur frá Hagstofu íslands (ópr.).
Vágslid Eivind: Norderlendske Fyrenamn, Eidsvoll 1988.
Websters New lnternational Dictionary, London 1957.
Webster Encyclopedic Dictionary of The English Language, Chicago 1980.
Þjóðskráin 1982.
Þorsteinn Þorsteinsson: íslenzk mannanöfn. Nafngjafir þriggja áratuga
1921-1950, Reykjavík 1961.
Sami: Breytingar á nafnavali og nafnatíðni á íslandi þrjár síðustu aldir 1
Skírni (138. ár), Reykjavík 1964.
Þóroddur Jónasson lœknir: Munnlegar upplýsingar af mörgu tagi.
Leiðrétting
I fyrri hluta þessarar greinar var sett fram skýring á nafninu
Pantaleon, og mun sú hæpin. Verður hér reynt að gera betri bæn:
Pantaleon eða Panteleion er líklega úr grísku Pantaleémon =
„sem hefur samúð með öllum", ensku „all-compassionate“,
þýsku „allerbarmend“. Gríska forskeytið pan merkira/ogé/eos er
samúð eða meðaumkun.
Heilagur Pantaleon frá Nicomediu, læknir og píslarvottur, lét
lífið fyrir trú sína árið 305. Messudagur hans er 27. júlí. f Þýska-
landi og á Niðurlöndum er Pantaleon talinn í hópi „14 Nothel-
fern“, á ensku „Holy Helpers“.
Sr. Sigurður Ketilsson á Ljótsstöðum í Vopnafirði (1689-1730)
orti rímur af Pantaleon píslarvotti.
Elsta dæmi þessa nafns á fslandi, sem mér er kunnugt, er
Pantaleon Ólafsson prestur á Stað i Grunnavík, sá er Ögmundur
Pálsson bannfærði 1531.
Árið 1703 hétu 4 íslendingar nafni þessu, tveir í Dalasýslu, og
sinn í hvorri, fsafjarðar og Mýra. Árið 1801 voru tveir, annar í
Dalasýslu, hinn í Mýrasýslu. Árið 1910 var eftir einn Pantaleon,
fæddur í Dalasýslu. Síðan hverfur mér nafn þetta hérlendis.
G.J.
Heima er bezt 127